Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Síða 15
LJÓNIÐ. 255 hvað hjá Ijóninu, og það hlaut að vera Or- Iando — hver gæti það svo sem verið annar? Var hann dáinn, eða skyldi hann vera lifandi ? Pó að hún væri utan við sig af hræðslu, fann hún það ósjálfrátt, að hún varð að vera stilt, því að með því einu móti kynni hún að geta áorkað einhverju. Þessvegna náði hún valdi yfir sér og gekk hægt og stillilega að ljóninu; en hún skalf enn af geðshræringu, og æðaslög- in heyrðust eins og dimmur bumbuhljómur; og hún hvesti augun þangað til hana verkjaði í þau, er hún skygndist eftir því með ótta og kvíða, hvort sonur sinn væri lifandi. Hann hrærði hvorki legg né lið, en hún sá þó ekkert rautt, ekkert sem blikaði í sól- skininu; hann hafði ekki rétt út frá sér litlu, sívölu limina, eins og hann mundi hafa gert í dauðateygjum —hann vareftil vill óskaddaður. Nú gaf hún ljóninu fyrst gætur og horfði í augu þess. Það lá eins og það var vant, með háreist höfuð og horfði í fjarskann. Skyldi það vera að dreymaeins og vant var? Eða var það að httgsa? Hafði það litið í kring um sig, og séð að sjónhringurinn var byrgð- ur alt í kring af þessum gráu hraukum, og sýnst það vera árangurslaust að reyna að kom- ast út milli [>eirra. — Hafði það séð hvað veröldin var orðin breytt, og fundið að and- rúmsloftið var orðið óheilnæmt, og að það átti ekki heima þarna? Var angurblíða í stóru, gló- andi augunum, með örmjóa sjáaldrinu, var það þrá, sem leitaði að víðum, gulum sjónhring, með blárri rönd í óendanlegri fjarlægð, sem Ijómaði af sindrandi Ijósi og dökknaði af pur- Puraroða og glóandi koparbliki? En að lík- indum hefir slíkur heimur ekki haft meira veru- leikagildi, en sýnirnar, sem það dreymdi á nærurnar, og hurfu er kuldahrollurinn vakti það af svefni, Ef til vill hefir það aðeins ver- ið drambsemi, opinbert mikillæti, sem leiðir til þess að vilja ekkert í þessum heitni, þar sem alt er lítiifjörlegt og auðvirðilegt, sú dramb- semi þess, sem lætur alt fara eins og verkast v>h> og Iætur sig dreyma, án þess að hirða um að gera drauminn ljósan. Það hirti ekki einusinni um bráðina, sem það hafði undir hranuninum. Pegar hún bærð- ist, drógust klærnar út að hálfu leyti, en svo færðust þær aftur inn án þess að rispa nokk- uð um leið. Það hreyfði heldur ekki höfuðið, þó að Sobilia gengi að því; það leit aðeins niður við og við og horfði móti augnaráði hennar, og sjáöldrin urðu iítið eitt stærri, þó að ekki bæri á því. Sobilia yrti á Ijónið. í geðshræðingu sinni hafði hún einlægt ver- ið að tala, án þess að hún vissi af því. Nú var það svo eðlilegt að hún grátbændi og ógn- aði, til þess að reyna að frelsa það sem henni var hjartkærast. — Gefðu mér hann, gefðu mér hann, mælti hún. Þú vei7t ekki hversu hann er mér dýrmætur og hjartfólginn; þú veizt ekki hversu mjög eg þarfnast hans. Aðrar konur eiga svo mikið; þær eiga auðæfi, þær eiga menn og mörg börn, þær eiga tígulega hesta og múlasna, sem bera skeljar á aktygjunum og rósaskraut á beizlunum. F*egar þær leggjast til svefns, eru þær saddar og ánægðar; þær bera skrautlegan búning og heyra öfundina hvfsla aftan við sig hvar sem þær fara. Ljónið leit aftur út í fjarskann með drambi og fyrirlitningu, fálátt og dreymandi. Sobilia talaði með æ meiri ákafa, og jiagnaði við og við til þess að leggja áherslu á orðin með lát- bragði sínu. » — Eg hefi líka þekt aðra æfi; þá hló eg og var glöð, því að eg átti hraustan og hug- prúðan mann. En þrælmenni deyddi hann. Síðan hefi eg ekki hugsað um annað en að hefna mín á honum. Eg hefi spunnið dag og nótt, og fingur mínir eru orðnir harðir og gljá- andi eins og fjöl, líttu á! — Snæidan suðar í sífellu, og eg hugsa einlagt svo með sjálfri mér: Ef þessi þráður heldur, þá get eg ein- hverntíma komið fram því sem eg vil — en ef hann slitnar, þá deyr sonur minn! Hefnd, hefnd! heyrirðu það! — Hvað vilja menn ann- að en hefnd?« Ljónið leit niður fyrir sig aftur, en augna-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.