Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Side 17
LJÓNIÐ. 257 mátti hann koma. En —nei! Henni varð sam- stundis litið í stóru svörtu augun drengsins síns, sem voru nú miklu svartari en vanalega, vegna hræðslunnar og undrunarinnar; og þau mintu hana á önnur augu, sem voru brostin fyrir löngu, og hún mintist alls þess, sem hún hafði hugsað og sagt í sturlun sinni. Hún mátti ekki gráta; hún hafði ekki grátið þá, hún hafði ekki grátið í langan tíma; en hún átti gleði og sigurvon, sem nú var vissari en nokkru sinni áður. Hún horfði fast í augu drengsins, en þau urðu stór og djúp og vitur- *eSi og brann eldur úr þeim. — Þú heyrðir hvað eg sagði við ljónið, Orlandó, og þú skilur að það gaf mér þig aftur þess vegna. Drengurinn skildi það og augu hans urðu harðúðleg eins og augu móður hans. Bilia, hrópuðu menn úr gluggunum, Bilía, hvar hefurðu verið? sástu ljónið? Sabilia reigði höfuðið. — Það var búíð að taka barnið mitt, en eg tók það frá því aftur. Það liggur þar ennþá. Hví skríðið .þið í fel- ur af hræðslu, þegar kona hefir þorað að fara til þess? Hún hélt áfram eftir mannlausum götun- um, sigri hrósandi, og allir horfðu undrandi á hana. Og henni fanst hún vera meiri en nokk- ur drotning, er hún gekk þarna háleit og djörf, með barnið sitt í fanginu. Pegar hún kom að húsi Pela, leit hún aftur til hliðar. Fólkið stóð þar við gluggann á sama stað og horfði á hana, en það hló ekki, þegar hún sneri barninu að því og lét það horfa á það. — Líttu á, Orlandó, þarna eru þau! — og fjögur augu, sem tindruðu einkennilega af gleði og sigurvissu, litu til þeirra með leiftr- andi augnaráði. Fólkið vissi ekki vel hvað komið hafði fyrir, en hafði óljóst hugboð um einhverja hættu sem yfir þeim vofði. Sobilia hélt enn áfram heimleiðis. og svar- aði spurningunum sem rigndi yfir hana á all- ar hliðar; karlmennirnir fóru að skammast sín fyrir hræðslu sína, og héldu fund til þess að ráðgast um hvað gera skyldi. Loks uppgötv- uðu menn það, að það var hægt að læsa öllum hliðum að San Michele torginu. Pá rénaði hræðslan og menn tóku til framkvæmd- anna. (Niðurlag.) Nikulás Fiéchi. Einhverju sinni, þegar þjóðþingið stóð yfir á stjórnarbyltingatímunum í Frakklandi, kom maður einn út úr þingsalnum og gekk út á strætið; hann var í heiðbláum frakka með mis- litt um hálsinn, í ljósbrúnu silkivesti, í gulum linbrókum, hvítum silkisokkum og hringjuskóm; hann hafði uppsett hárið með dúfnavængalagi og féll það niður í písk að aftan, hann bar kringlóttan hatt á höfði. Hann gekk stillilega og alvarlega inn í Montorgueilstrætið. Hann virtist allgöfuglegur á að sjá innanum skrílinn, sem var þar á götunni, og var heldur illa til fara. Hann var ekki eiginlega fríður sínum, ennið var afturkembt, hann varkinnfiskasoginn, en þó hraustlegur í andliti, augun hvöss og blágrá, og engin hreifing á neinum vöðva í andlitinu. Skyldi þessum manni vera hægt að brosa ? Pað var ekki Iíklegt, en það bar mað- urinn með sér, að mikið var í hann spunnið. Pótt magur væri, var hann svo vel og snyrti- lega búinn, að hann lét taka eftir sér, og það í meira lagi. Og það þektu hann líka allir, dygðarmanninn og ráðvendishetjuna hann Maxi- milian Róbespjerre, vin þjóðarinnar, en sumir hvísluðu það reyndar á milli sín að hann væri bæði valdaþjófur og ofbeldismaður — en það fór ekki hátt. Pað voru allir ofhræddir við hann til þess. Hann skálmaði nú eftir stræt- inu, og horfði inn í hvert skot og hverja smugu, en skríllinn hörfaði frá honum og heilsaði hon- um með lotningu. Hann hélt áfram eftir göt- unni, þangað til hann kom að þverslá einni með taug í. Taugin lá að bakarabúð einni, 33

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.