Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Qupperneq 18
258 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. og þræddu eftir tauginni smádrengir og smá- tneyjar að búðinni, til þess að fá þar ákveð- inn brauðskamt, sem stjórnin lét útbýta hverj- um manni, því að sultur var mikill þá í borg- inni. Róbespjerre sá strax, að sláin lá ekki rétt, því að nokkrir menn höfðu losað um taug- ina til þess að ná í mann með poka á bakinu, sem hafði troðið sér að á undan öðrum í röð- inni; ætluðu þeir að berja manninn, en hann varðist þeim karlmannlega og glotti kuldalega um tönn. »Hvað gengur hér á?* sagði Róbespjerre og þreif í taugina. »Hver ertu borgari?* spurði hann höstulega. Nikulás Fiéchi heiti eg, ættaður frá Marseille, er burðarkarl frá Kaupmannagötunni, og er annars oftast nefndur tómur Nikulás. Það er borið á mig, að eg hafi troðið mér fram fyr- ir tvo, Róbespjerre borgari.* »Hvað — þekkir þú mig?« »Já, eg met þig tnikils — en sleptu slánni.» »Hvað stend eg ykkur framar?« svaraðiRóbe- spjerre; hann kunni lag á því að koma sér innundir hjá lýðnum. Allir heimtuðu nú að hann slepti tauginni, og hann svaraði: »Með því skilyrði að Nikulás komi þá í minn stað.« »Hinir tóku því vel og æptu: »Lifi Róbes- pjerre.« »Svo gekk hann fast að Nikulási og mælti: »Komdu heim til mín snemma í tyrramál- ið, borgari.« »1 Saintoug-stræti?« »Nei, eg á heima í Saint-Honore-stræti 366.« »Æ —já, hjá Duplay trésmið.« »Alveg rétt.« Og hann tók ofan hattinn og fór. Skríllinn, sem ruddist að, fór nú að syngja Róbespjerre iof og dýrð. »Sá er ekki stórbrot- inn.« — »Hann gengur með hverjum af oss, eins og hann væri jafningi hans.«— >En hóf- semin.« — »Hann er réttlátur.« — »Rað þarf enginn að ætla sér að koma mútum að við hann.« — »Ekki er hann að krækja sér í bit- linga úr ríkissjóðnum.* — »Petta er blessað- ur maður.« — — Morguninn eftir kom Nikulás í' Honore- strætið, eins og til stóð. Duplay sá ekki sólina fyrir Róbespjerre og spurði hann fyrst spjör- unum úr og vísaði honum svo upp riðið og tautuði með sjálfum sér: »Rað væri gott, ef hann gæti fengið þetta tröll fyrir varðsvein.* Róbespjerre var að fara af stað á þing- fund, en varð þó Nikulási samferða út í Kaup- mannagötuna, þar voru fyrir þrír félagar Niku- lásar, Chatelet, Didier og Garnier-Delannay. Upp frá þessum degi gengu þessir fjórir bel- jakar alla daga hæfilega langt á eftir Róbespjerre hvað sem hann fór, og héldu allir á dugleg- um bareflum. Reir, sem heldur var í nöp við Róbespjerre undir niðri, nefndu þessa pilta »líf- vörðinn hans Róbespjerre*. Reir urðu fastir menn í Honore-strætinu, og stóðu ætíð vörð um hús Duplays trésmiðs. Nikulás Fiéchi varð þó hinum fremur trún- aðarmaður Róbespjerres. Hann fór oft leynier- indi fyrir hann, án þess hann talaði um það við þá félaga sína. »Hvernig er umhorfs hjá honum þarna uppi?« sagði Didier. »Einfalt og óbrotið, eins og hjá borgur- um gerist.« »Er ekkert skraut, ekkert áberandi?« sagði Chatelet. »Alveg eins og hjá borgurum gerist,« »Hvernig borðar hann ?« sagði Garnier. Han er einstaklega guðrækinn. Hann biðst fyrir bæði á undan og eftir borðhaldi. Hann borðar svolitið af keli, kálmeti og brauði, °£ drekkur ögn með af vatnsblönduðu víni.« »Og þeir segja, að Danton eti og drekki mikið,« sagði Chatelet. »Það vita nú allir,« bætti Didier við. »Og svo tekur hann laun fyrir störf sín,« sagði Garníer skoplega. Risinn svaraði þessu mikilmannlega: »Róbespjerre tekur aldrei mútur. Duplay segir mér að nýlega hafi komið til hans nefnd

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.