Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 19

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 19
NlKULÁS FIÉCHL 259 manna, og fært honum að gjöf myndastyttu frelsisgyðjunnar úr silfri, en hann vatð reiður og rak þá frá sér með hana.« »Ja þvílíkt,« kölluðu hinir upp. ♦ Duplay, segir að hann sé dæmalaust við- feldinn'í=sambúð,« mælti Nikulás, >langviðfeldn- asti maður, sem hann hafi þekt.« »Og er það satt, að hann sé trúlofaður henni ungfrú Leónóru?« mælti Garnier. »Já já,« svaraði Nikulás og kinkaði kolli, »og ungfrú Elísabet honum Lebas vini hans.« »Rétt er það, ójá,« kölluðu hinir upp. »Duplay hefur sagt mér,« bætti Nikulás við, að hann ætli að fæða okkur að öllu leyti, og vð eigum að sofa í herberginu, sem er til hliðar við verkstæðið, og það sé búið að búa Það út til þess.« »Það er ljómandi,« hrópuðu þeir. — — — Einn morgun var Nikulás send- oi" eina leyniferðina, og þegar hann kom aftur var honum samferða maður, sem baðaði mjög höndunum, og sá varla í hann fyrir óhreinindum. »Hvað er að frétta?* spurði Didier — hann sfóð þá á verði. »Æ,« sagði Fiéchi, »hann verður að fá að vita það strax — Pað er búið að drepa hann Marat.« »Guð komi til,« hrópaði Didier. Ohreini maðurinn var einn af prenturum ^arats, og las prófarkir að blaði hans »Pjóð- vininum«; hann tók nú til og lét dæluna ganga °g baðaði höndunum í sífellu. »Já, eg hefi séð þessa kvensu heillangan tíma á vakki í Kaupmannagötunni, enda átti t‘ún heima skamt frá honum Danton — Marat vildi eg segja. Hnífinn hefur hún falið undir þríhyrnunni sinni. Hún er stór og falleg kona °g búin eins og sveitastúlka. Enda er hún frá Caén og heitir Charlotta Corday. Eg varð að segja til hennar. Hann Marat var í baði og var að *esa yfir próförk af íRjóðvininum*, og hafði blaðið á fjöl, sem hann hafði lagt þvert yfir baðkerið. Eg heyrði hún var að tala við Marat, °g svo heyrði eg korr — hún hafði þá rekið langan hníf í brjóstið á honum, og hann var rétt dauður, þegar eg kom inn. Eg barði hana svo ofan í gólfið með stól, og svo var hún tek/n höndum. Böðullinn fær að borga henni bragðið.« »Ljóta sagan,« sagði Nikulás og hljóp upp riðið og sagði Róbespjerre söguna móður og másandi. «Rað er merkilegt,« sagði Róbespjerre kulda- lega, »að kvenmaður skyldi verða til þess. En það er skiljanlegt að öllu sé snúið öfugt hjá þeim, sem hafa afneitað öllu mannlegu eðli.« Charlolta Corday var hálshöggvin daginn eftir, og varð hún hetjulega við dauða sínum. En í þjóðþinginu var samþykt að setja brjóst- mynd Marats úr eir í myndahöllina, sem eins af ágætustu mönnum þjóðarinnar. — Fám dögum síðar sátu þeir Nikulás og félagar hans að miðdegisverði. »Lebas og Davíð borðuðu hjá Róbespjerre í gær,« sagði Didier. »Og Saint-Just uppgjafagreifi rétt á eftir,« tók Garnier fram í. »F*að er eitthvað á seiði,« sagði Chatelet og ræskti sig. »Hvað kemur okkur það við?« svaraði Nikulás ólundarlega. »Já, þú hefur nú selt honum þig með lífi og sál, Lási,« mælti Didier. »En heldurðu við vitum það ekki, sem þú vissir fyrir tveim dög- um, þegar þú varst sendur til hans Tallíen.« »Hver segir það,« svaraði Nikulás og stökk upp á nef sér. »Hægan, laxi,« svaraði Didier, »allur Jak- obínaflokkurinn veit það í dag — og við erum allir góðir Jakobínar,« »Vertu nú ekki að draga okkur á þessu,« mælti Garnier, »eg veit að það fór rfðandi maður út að sveitahöll Dantons, þar sem hann býr með ungu konuna sína, til þess að vara hann við.« '■Rað hefir ekkert dugað,« svaraði Nikulás, »því að Danton heldur að sér sé óhætt og segir: Róbespjerre þorir það ekki.« »Og flónið,« sagði Garnier hlæjandi, »en nú er úti hans hundstfð. Hann hefir rrrýkst hjá 33*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.