Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 20
26Ö NÝJAR KVÖLDVÖKUR. konunni — hefir þózt þurfa að taka sér fram. En Róbespjerre þorir nú samt, verður að þora, má til að þora, því að ennþá lifa tveir af þrem- ur, og það getur þó ekki nema einn orðið einvaldsherra. Sannið þið til.« Nikulás leit út í dyrnar og sagðisvo: >Lát- ið ekki bera á því. Selt hef eg mig honum ekki, en eg er honum einlægur fylgismaður.« Rrem dögum síðar fór grindakerran með Danton og 20 af vinum hans út til höggstokks- ins — fallaxarinnar á Gréveplássinu. Camille Desmoulins jós fáryrðum yfir skrílinn, sem æpti að þeim þar á heljarkerrunni, en Danton þagg- aði niðri í honum og mælti: »Geturðu virt þennan óþjóðalýð þess að ausa á hann reiði þinni?* Og hann steig upp á höggstokkinn með sama tignarsvipnum, eins og hann væri að stíga upp á ræðustólinn, og mælti um leið hátt við böðulinn: »þú getur sýnt lýðnum höfuð- ið á mér — það er þess vert.« »Það fór hryllingur um þá Nikulás og fé- laga hans, þegar þeir fylgdu Róbespjerre heim frá aftökunni. Nikulás ýtti við einum þeirra félaga sinna og mælti Iágt: »Sjáið þið vofuna, sem gengur við hliðina á honum. »Eg sé ekkert,* svaraði Chatelet. »Eg ekki heldur,« sagði Didier. »Og eg ekki agnarögn,* sagði Garnier, »en þú, Lási, hvað sérð þú?« »Vofu — — « »Nú hvað — hvað er að þér — sérðu of- sjónir? sagði Garnier. Rá mælti Nikulás lágt: »Egsé— sé beina- grind hjá honum, og hún bendir með annari brenglunni á Gréveplássið.* »Láttu hann ekki heyra það,« mælti Didier; Garnier hefir rétt að mæla, hann er nú mikil- látari en nokkurntíma áður.« — Róbespjerre hafði komið fram vilja sín- um. Rjóðþingið hafði úrskurðað að einhver æðsta vera væri til. Róbespjerre var kjörinn forseti þjóðþingsins. Hann lögleiddi hátíðahöld til dýrðar hinni æðstu veru í maímánuði, og var hann æðsti prestur við þá þjónustu. Hann gekk fram, rembilátur eins og ein- hver drottinn, fjörutíu skref á undan þingmönn- unum í nýum skrautbúningi með breiðan fjaðra- hatt á höfði eins og hershöfðingi, og bar stór- eflis blómvönd í hendi eins og veldissprota. »En hvað hann er nú fríður og tígulegur,* hvíslaði Nikulás, »altaf er hánn þó Jyrstur." Garnier ypti öxlum. Hátíðahöldin fóru fram í konungshallar- garðinum, en þrátt fyrir allan íburðinn og belg- ingsháttinn um þessa nýlögleiddu æðstu veru, var þetta altsaman í rauninni ekkert annað en skrípaleikur til dýrðar þessum nýja Písistratusi, sem sumir kölluðu hann. Pegar hátíðin var á enda spurðu félagar Nikulásar hann svo: »Hvað gengur að þér? Pað liggur svo illa á þér. Pú ættir þó að vera brattur í dag, fyrst hann Lebas er að giftast henni Elísabetu.* Nikulás þagði og var þungbúinn. Didier hélt áfram: »Pað var annars leitt að hún ungfrú Leónóra skyldi fara að veikjast.* »Annars hefði hann Róbespjerre okkar gift sig líkaídag.* ~»Liggur illa á þér af því?a sagði Chatelet. »0 —nei.« »Nú — af hverju þá?« sagði Garnier. Nikulás leit í kringum sig og hvíslaði að þeim: »Eg sá aftur vofuna við hliðina á Róbes- pjerre og hásætinu, sem þeir höfðu reist honum á hápallinum.* Garnier hló. »Pú ert víst veikur, Lási, — aðvera gamalljakobíni og sjá ofsjónir. Svei svei.« — Næsta mánuðinn fór öfund þeirra ðf- undarmanna og fjandmanna Róbespjerre sívax- andi, því hann beitti þjóðþingið hinu ósvífn- asta harðstjórnarvaldi og réð einn öllu með hinni ógurlegustu grimd. Hausarnir hrundu hundruðum saman, og hann átti enn eftir að láta hálshöggva nokkur hundruð hinna beztu manna, sem eftir voru, því hann ríkti með skelfingu einni saman. Loks var myndað samsæri gegn valdaræn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.