Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 21
NIKULÁS FIÉCHI. 261 ingja þessum og blóðvargi í byrjun júlímánað- ar; það hafði lengi verið í undirbúningi en komst ekki á að fullu fyrri en nú. Róbespjerre var blindur af drottinvaldi og ugði ekki að sér. Þingið var orðið Ieitt á þessum daglegu, endalausu blóðdómum, og kurraði undir niðri við skipunum hans. Pá hótaði hann því, að hann skyldi lemja niður alla flokkadrætti, og hreinsa til í þing- inu og nefndunum, til þess að koma stjórn- inni almennilega á laggirnar. Og svo stökk hann út fnæsandi af reiði. En það gekk betur fyrir honum á Jakobína- fundi. Lífverðirnir heyrðu að fagnaðarópin glumdu við hverri setningu sem hann sagði á fundinum um kvöldið. 27. júlí hrundi alt saman. Þáætlaði Róbes- pjerre að láta til skarar, skríða með fangelsanir og aftökur. En óvinir hans höfðu átt njósnarmenn á fundum Jakobína; þeir vissu vel hvað leið, og höfðu því bundizt enn fastari samtökum en áður, og þegar Róbespjerre gekk upp á ræðu- pallinn æptu þeir: »Niður með harðstjórann!» Róbespjerre varð svo flemt við, að hann kom engu orði fyrir sig. »Níðingur,« æpti einn þingmanna, »blóð Dantons ætlar að kæfa þig.« Og einn smáþingmaðurinn bætti við: »Takið hann fastan.« Pegar Iagðar voru hendur á hann, stökk fram Augustín bróðir hans, góður drengur, og æpti: »Eg er jafnsekur honum. Takið mig líka.« Lebas heimtaði hið sama. Þá voru og teknir tveir aðrir af kumpán- um Róbespjerre, Couthon, »halti vargurinn*, og Saint Just með meyjarandlitið, einn hinn ákveðnasti af fylgismönnum Róbespjerre. Þeir voru fluttir fimm saman í sitt fangelsið hver. Pá söfnuðu þeir Jakobínar og fleiri hinna ærðustu saman hinum versta skríl úr undir- borgunum, réðust með miklu liði á fangelsin, losuðu bandingjana úr fangelsi og fóru með þá í sigurhrósi heim að ráðhúsinn og settu öflugan vörð í kring um húsið með fallbyss- um. Rarna biðu þeir, lífverðirnir foringja síns og herra. Mál Róbespjerre stóð ekki illa. En varð- liðsforinginn var fullur, og þjóðingið lét ekki kúgast. Rað dæmdi varðliðsforingjann og allan flokk Róbespjerres utan laga og réttar, setti duglega herflokka til að gera enda á þessari óhæfu og koma reglu á þetta upphlaup. Varð- liðið var flest hlaupið á flótta, þegar þeir komu. Nú sá Róbespjerre að fokið var í öll skjól. Lebas hafði tvær pístólur; hann rétti Róbespjerre aðra, en skaut sig sjálfur. Róbes- pjerre ætlaði að gera það líka, en var svo skjálfhentur, að þegar hann setti pístóluhlaup- ið upp í sig, fór skotið svo skakt að það kjálkabraut hann. Augustin tók varðliðsforingjann fulla og hratt honum út um gluggann og steypti sér á eftir sjálfur. Hvorugur beið bana af fallinu. Couthon lagði sig hnífi í gegn, og valt ofanundír borðið. Saint Just sat eins og steini lostinn og hrærði sig ekki, Svo voru þeir allir fangelsaðir öðru sinni, og var farið með þá á þjóðþingið. Róbespjerre var borinn á hurð og bar sig illa. Regar átti að fara með hann, ruddist fram risavaxinn maður með barefli í hendi. Pað var Nikulás Fiéchi. Hann æpti upp og mælti: »SIeppið honum. Hann er undir minni vernd.« En um leið og hann reiddi bareflið, hjó til hans löggæzlumaður og klauf höfuð hans til hálfs. Hann féll þar niður og enginn leit við honum. Félagar hans tóku hann upp og báru hann heim til sín. Morguninn eftir sáu þeir félagar, að Róbes- pjerre og 21 af hinumverstu fylgismönnum hans voru hálshöggnir og hlustuðu á fagnaðarlæti fólksins; það æpti í sífellu: »Harðstjórinn er dauður.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.