Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 23

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 23
BÓKMENTIR, 263 fer til kirkjunnar, hvað það- muni heyra — og þessvegna sé það hætt að koma. Pað efist um alt, en þrái nýjan fróðleik í þeim efnum. Kenn- ingar prestanna séu orðnar í mörgu gagnstæð- ar því, sem kent sé í skólunum, og fólkið finni að það sé úrelt fæða, sem því sé boðin. Svona sé það hér, og svona sé það alstaðar, og því finnist fólki, að því fé, sem varið sé til prests og kirkju, sé á glæ kastað, og réttast væri að vera laus við hvorttveggja, finnist sumum. Og höf verður að spyrja: Svarar þetta kostnaði ? Síðan fer hann að tala um, hvort líkindi mundu verða á, að þetta batnaði, ef fríkirkja kæmi í stað þess, sem nú er. Hann er efins um það. Annaðhvort mundu sumir enga kirkju og presta vilja hafa, að minsta kosti fyrst um sinn, og annað það, að fjárspursmálin mundu miklu ráða- ef þeir vildu hafa sér prest — sá mundi helzt tekinn, sem byðist fyrir lægst kaup, þó að lít- ið kynni að verða að öðru á honum að græða. Mundi svo seinni villan verða verri hinni fyrri. Annað yrði og að athuga. Ómentaðir og of- stækisfullir trúboðar mundu sumstaðar ringla fólkið; þeir mundu prédika fyrir því úreltar ofstækiskenningar — við höfum orðið aukheld- ur nóg af því dóti sumstaðar hér á landi eins og nú stendur — og þjóna því fyrir lítið eða ekkert, en verða kostaðir af útlendum félögum, að minsta kosti fyrst um sinn. En slík uppþot mundu óvíða eiga langan aldur — það bloss- aði upp um stund og dæi svo út aftur. Við þessum raunalegu dauðameinum finnur hann það ráð eitt, til þess að svala trúarþörf manns- ins, að prestar breyti kenningarmáta sínum stór- kostlega, og byggi hann á hinum nýjustu ran- sóknum og niðurstöðum hinna ágætustu vís- indamanna og guðfræðinga, og nú eru taldar vísar og fastar. Þeir verði að hætta að kenna um guð eins og einhvern harðstjóra, langt út í geimnum, þeir verði að hætta að tala um reiði hans, heift og hefnd yfir syndugum manni. Alt slíkt miðaldamyrkur vill hann hafa á burt. »Guð er í hverri mannssál, hvort sem hún er vöknuð til meðvitundar um hann eða eigi. Hann yfirgefur hana aldrei, hjá honum er eng- inn þolinmæðisskortur.* Pessa guðsvitund í manninum eigi prestarnir að vekja og glæða, hlynna að henni og lífga hana. Hann kemst þar inn á hið sama og hin fögru skáldsins orð: Trúðn á tvent í heimi, tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér. En til þess að geta þetta svo nokkur mynd sé á, þurfi prestarnir að fylgjast með straumi vísindanna ytra í stóru menningarlöndunum, afla sér bóka og tímarita, þar sem þeir geti fengið andlega næringu starfa síns. Bendir hann á nokkur algeng rit, sem þeir þurfi að hafa, og engum er ofvaxið að afla sér, ef viljinn er með, að minsta kosti ekki erfiðara en að afla sér fornfræðisrita fyrir þá presía, sem hafa Iagt stund á hana. Hann segir lauslega söguþráð biblíuransóknanna ytra, og bendir á ávextina af þeim, og á þá stefnubreytingu, sem hljóti að leiða af því, að fylgja hinum nýju kenn- ingum vísindanna. Petta eru ekki nema deplar — aðalstefna fyr- irlestrarins. Eg ræð fastlega öllum hugsandi mönnum að lesa hann, og með athygli. Peirri stund er vel varið, sem varið er til að lesa hann vel. Eg hefði feginn viljað prenta hann hérna í Kvöldv. hefði eg mátt það, en læt mér svo nægja að geta hans og vekja athygli á honum. Aftan við hann er prentuð prédikun: »Bjartsýni trúarinnar*, Ijómandi fögur ræða út af dæmissögu Krists um brúðkaupsklæðin, og er hún þar skýrð talsvert á annan veg en menn hafa átt að venjast. Hinn bæklingurinn, sem Kvöldv. vildu minn- ast á, er Friður á jörðu, lítið kvæðasafn eftir Guðmund Guðmundsson skáld á ísafirði. All- ar þær mörgu aldir, sem mannkynssagan hefir frá að segja frá aldaöðli og til þessarar stund- ar, eru flekkaðar blóði — blóði saklausra manna. Herkonungarnir hafa vaðið yfir löndin, brent, bælt og drepið alt sem fyrir varð. Rað hafa þeir nú gert í valdsins nafni, Valdhafarnir hafa vaðið yfir löndin, sem þeim hefir ekki líkað við, og ausið út blóði í réttvísinnar nafni. Og trúarhetjurnar hafa brent, pínt, myrt og drep-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.