Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Qupperneq 24

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Qupperneq 24
264 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ið þá, sem hafa dirfst að hugsa öðruvísi en þeir í trúarefnum — og drepið í drottins nafni. Og enn gengur það svo — og þó áð ekki séu styrjaldir með fallbyssum og byssustingjum, þá eru aðrar styrjaldir, sem sóttar eru með ekki minna kappi — það er baráttan um völd- in, baráttan um auðinn og baráttan um mann- virðingarnar og hégómann. Lengi hafa ýmsir mætir menn þráð frið; ein ágæt þýsk skáld- kona, Berta v. Suttner, hefir samið ágæta skáld- sögu: Niður með vopnin !, stílaða gegn hern- að og blóðsúthellingum, og sjálfur Rússakeis- arinn gekst fyrir alþjóðafriðarfundi í Haag rétt fyrir aldamótin eða umþau; hvaða alvara hon- um hefur verið með J>að mál skal eg láta ósagt — en ekki leið á löngu áður en hann lét fara að berja á Japönum, og sótti sér til þeirra maklega ráðningu. Guðmundur skáld hefir nú tekið þetta friðarmál til meðferðar í kveri þessu í yndisfallegum ljóðum, einhverjum þeim feg- urstu, er út hafa komið á íslenzka tungu. Fyrst snýr hann sér í formálanum til guðs og segir; Friðarins guð, in hæsta hugsjón mín, höndunum lyfti eg í bæn til þín; Kraftanna faðir, kraftaverkið gjörðu: Gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn, sigrandi mætti gæddu orðin mín — sendu mér kraft að syngja frið á jörðu. Svo byrjar hann á hinni fögru gullöld mannkynsins í vöggu þess í Paradís, eins og sagnir biblíunnar og annara forntrúarbragða lýsa hinu fyrsta sakleysisástandi mannanna og tilverunnar, þegar ljónið og lambið áttu leik saman, og öll tilveran hvíldi róleg og ugglaus í einingu kærleikans og faðmi guðs. En þeg- ar kærleikann fer að bresta, þá var og friður- inn úti. Pegar mannssálin kærleiksþrots kendi fyrst hún kvað upp sinn dóm; þá var Paradís mist; þaðan stafar alt jarðlífsins stríð, þessi styrjöld frá ómunatíð. Og svo rekur hann þjóðirnar eina eftir aðra, allar með blóðsins og styrjaldanna bölvun í eftirdragi: Fornir söngvar lifa í lundum grænna pálma, lúðraþytur, hérgnýr á fögrum Sarons-völlum; hreiminn ber um Iöndin af hljómi Daviðssálma, hörpu þeirri er snjöllustí fornöld bar af öllum; Sárgýmir svarrar í hreimi, sorgirnar dýpstu í heimi þrúðgar dynja í strengjunum sem þrumuhljóð í fjöllum. Heyrið þér, hvað undir í hljómi þessum lætur, hvað erþað sem skelfurundfeikn og vopnabraki? Heyrið þér ei sálina’, er sollin harmi grætur sárt og ekka þungan í djúpu strengjataki? Hamstola*) andvarpa hjörtu hljóð undir stjörnunum björtu leita guðs síns ósjálfrátt í angurværu kvaki. Ljómandi fagurlega minnist hann Krists, þó ekki sé það í ströngum kirkjustíl eða innri- missionsanda: Af skilningsleysi ogkærleikansskorti'er lífið kalt — hann skildi alt og þessvegna fyrirgaf hann alt. Og lífsspekin æðsta, hans orð og líf var þetta: að elska guð og mennina, leita’ ins sanna og rétta. En —-------heimsins friðarhöfðinginn var hæddur, smáður, misskilinn, og því fór svo að sagan hans varð sorgarleikur kærleikans. Og —það er ilt að verða að játa það fyrir kristinn mann, og kristnar þjóðir — hún er það enn í dag, og jafnvel ekki sízt í anda og að- gerðum þeirra, er mest bera hann og hans orð á vörum sér. Pað er efni kvæðanna á eftir, að sýna það, hvað mikið vantar enn á friðinn á jörðu, — friðinn, sem boðaður var á jörðu hin fyrstu jól. En þráin og vonin lifa samt: Sjá í fjarsýn brosir við blíð hin blessaða, ókomna tíð, þegar kærleikur grundvallar guðsríki á jörð, þegar grædd éru og bætt fyrir alþjóða mein, þegar elskan um heimsfriðinn heldur vörð, þegar hljóðnar ið sárbitra kvein : hrópið aldanna’ um frið, drottins eilífa frið, er að síðustu opnar hin harðlæstu hlið. ________________________ /• /• *) í kverinu er harmstola, s. s. harmlaus, eða án harms, eins og vitstola, draumstola. Eg geri ráð fyrir það sé prentvilia, og rita því ham- stola, s. s. ráðlaus, ærður, þrotinn að úrræðum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.