Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Blaðsíða 7
LIANA.
199
Nu var kominn tími til fyrir Líönu að leggja
af stað. Hún fór í ullarkjól í stað þess sem
hún var í. Svo fór hún grátþrungin inn í svefn-
herbergi Leós og sat nokkur augnablik við
rúm hans, þar sem hún hafði %etið á hverju
kvöldi þangað til óstýrláta uppáhaldið hennar
var sofnað. Nú sat hann uppi hjá afa sínum,
án þess að gruna, að hún væri nú að væta
koddan hans með tárum, og að hún, sem hann
elskaði með barnslegum innileik, var nú í þann
Veginn að leggja út í óveðrið og náttmyrkrið,
°g ætlaði aldrei framar að koma til Schönwerth.
Unga konan dró hávaðalaust slagbrandinn
frá dyrunum að bláu stofunni ftg gekk út, en
hörfaði jafnskjótt hrædd og forviða aftur á bak;
hún hafði búist við að dimt væri í herberginu
tyrir framan, en það var búið að kveikja á
stóra hengilampanum þar og hvorartveggja dyrn-
ar að súlnagöngutium vorú opnar upp á gátt.
1 þessari miklu birtu virtist fölleita, fríða and-
‘itið hennar enn skarplegra, þegar það bar við
svörtu flauelstjöldin, og hörkusvipurinn, sem
nu var kominn á andlit hennrr, virtist enn skýr-
ariI — um leið rendi hún stálgráu augunum
Þnóskulega og þó forviða til gluggaskotsins,
þar stóð Mainan með hendurnar krosslagðar á
hrjóstinu.
*f*ú hefur látið mig bíða lengi eftir þér,
Júlíana,* sagði hann eins rólega, eins og hann
Væri að tala um að aka til leikhússins.
Um leið gekk hann að opnu dyrunum og
'okaði þeim — það var auðséð, að hann hafði
'átið þær standa opnar til þess að sjá um all-
an súlnaganginn, og geta á þann hátt varnað
k°nu sinni að sleppa óséðri út úr búningsher-
berginu.
»Svo þú ætlar þá á skemtigöngu í kvöld?«
ann sagði þessi orð með einkennilegri biturð
brann eldur úr augum hans.
»Þú sérð það líklega sjálfur,« sagði hún
'údalega og vék sér til hliðar til þess að kom-
as* fram að dyrunum óáreitt.
*f*að er skrítið uppátæki í öðru eins veðri
°g þessu; "heyrirðu ekki hvernig stormurinn
hamast úti fyrir? Þú fengir fallegt kvef ef þú
færir að' strjúka í þessu veðri.«
»Hvað eiga þessi látalæti að þýða?« sagði
hún og nam staðar róleg að því er virtist.
»f*ú veizt það mjög vel, að eg er alls ekki
að strjúka; eg er nýbúinn að segja þér, að eg
ætli að fara, og eins og þú sérð, þá er eg nú
að leggja af stað.«
»Já, einmilt það? Svo þú ætlar að leggja
af stað til Rúdisdorf eins og þú stendur, í flau-
elskápu með regnhlíf?«
»Nei, eg ætla bara til hertogahallaiinnar —
hraðlestin fer þaðan kl. 10,« svaraði hún og
brosti lítið eitt.
sRað er svo! Er það ekki dæmalaust! Á
Schönwerth er hesthús fult af hestum og ótal
ágætir vagnar í vagnskýlinu. Og þó kýs bar-
ónsfrúin að fara þangað fótgangandi, af því
það er svo átakanlegt og hryggilegt afspurnar,
þegar farið verður að skýra frá því í hertoga-
höllinni á morgun, að v.esalings unga baróns-
frúnni á Schönwerth hafi að síðustu verið mis-
boðið svo, að hún hafi orðið að flýja þaðan
fótgangandi um hánótt.« Mainan fór nú í veg
fyrir konu sína, því hún hafði í reiði sinniþot-
ið af stað til dyranna. »Hvernig getur annar
eins þroski og andlegur þróttur og svo heil-
brigð skoðun á ; Iffinu -samrýmst öðrum eins
barnaskap hjá þér, júlíana?« hélt hann áfram í
breyttum málróm, sem var alveg laus við alt
háð. »Þú hugsar eins og fullveðja maður og
breytir svo alt í einu eins og óttaslegið barn.
Pú finnur að þú ert saklaus og flýrð samt?
Sérðu það ekki, að þetta háttalag hlýtur að
verða þér til dómsáfellis í almennings augum?
Kona, sem í níðamyrkri og illviðri yfirgefur
heimiii eiginmanns síns og kemur þangað aldrei
aftur, verður ætíð skoðuð sem strokukona! Þér,
sem ert svo tilfinninganæm, þykir það hart, eða
er það ekki rétt? En eg get ekki hlíft þér við
að láta þig heyra það.«
Hann greip um höndina, sem hún hafði
tekið um handfangið með — en hann hefði að
eins getað losað hana af því með því að beita