Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Blaðsíða 31
í LESTINNI. 223 að í lestinni. Mannkösin, sem áður hafði ver- >ð stkvik og suðandi, Iá nú út af hreifingar- laus og þögul; aðeins brjóslin sáust bifast við andardráttinn og stöku sinnum heyrðist Iágt uml og svefnhrotur. Það logaði á þremur Ijóskerum f lestinni. Sigurlaug ein lá vakandi í fleti sínu og gat cinhvernvegin ekki sofnað. Hugsanir hennar yoru á óvenjumiklu flökti ur einu í annað, og hún var við og við að opna augun og renna Þeim til kaupamannsins sunnlenzka, sem hafði tekfð sér bólfestu rétt við hliðina á henni, ekki *engra frá henni en svo, að hún gat hæglega se'lzt til hans með hendinni. Þar lá hann stein- s°fandi á regnkápunni sinni, með hnakkinn Undir höfðinu, og ofan á sér hafði hann brek- ®n'ð, sem hún sjálf hafði léð honum; hattinn Var hann með á höfðinu. Henni flaug margt í hug: ~~ Birður hét hann, — karlmannlegur og Vel vaxinn, — með dökt efrivararskegg, — hvað hatturinn fór honum vel, — undireins hafði hann borið blak af aumingja karlinum honum Jóni, sem engan átti að, og sett ofan 1 v'ð strákinn hann Stjána, — og svo tekið hana sJálfa fyrír ráðskonu á leiðinni! Sei, sei, já, apður var einstaklega myndarlegur og prúður •^aður og eitthvað svo góður í sér. Hún fór að hugsa aftur í tímann og rifjaði UPP margar erfiðar og þungar stundir, þegar Un hafði verið vinnukona f misjöfnum vistum J* leiðinlegum húsbaendum, eða þá lausakona, Sem fleytti fram lífinu á því, sem til féllst; Se>nustu árin hafði hún líka altaf verið hálflasin ððruhvoru, og þó gat hún varla gcrtsérgrein ynr> hvernig því var háttað. Pað var einhver Þreytuslekja með svima, og hún fékk svo oft jartslátt og andþrengsli, jafnvel alveg upp úr UrrU; stundum fanst henni hún vera hrædd eitthvað, sem hún vissi ekkert hvað var, °8 fór þá að gráta út af einstæðingsskap sín- um. Ekki hafði æfin verið viðburðarík. Ham- nSÍan hafði aldrei broSað við henni, og raun- ar ekki heldur yglt sig við henni. Statlsystur hennar frá æskuárunum voru allar giftar. Flest- ar þeirra voru fátækar og áttu erfiðar ástæður, það vissi hún vel, en þær höfðu þó heimilið, manninn og börnin um að hugsa, og þurftu ekki að hrekjast ur einum stað f annan. Ekki höfðu karlmennirnir verið að Ieita ráðahags við hana, engir nema þessi halti skósmiður í Hafn- arfirði, sem var nýbúinn að missa konuna frá þrem ungum börnutn og var í standandi vand- ræðum að sjá fyrir heimilinu. Og þó hafði hún verið í vafa um, hverju hún skyldi svara; það var svo sem ekki fyrir miklu að gangast, þar eð tnaðurinn var bæði óálitlegur og blá- fátækur, en hver vissi hvort henni mundi nokk- urntíma bjóðast annar, og hvað átti hún þá að gera? Hún var búin að brjóta heilann um þetta f hálfan mánuð, þegar Finna spákona rakst inn til hennar, — eins og send frá himnum, og lagði fyrir hana spil. Fyrst framan af sá Finna ekki neitt sérlega merkilegt í spilunum, en svo slædd- ist spaðagosinn alt í einu inn í spilin og var eftir það á sífeldu flökti í kringum tígulsjöið, spilið hennar sjálfrar. Pá hafði Finna deplað öðru auganu og sagt: »Sei, sei, átti eg ekki á von! Þarna er manns- efnið þitt tilvonandi, heillin mín góð, og gerir ekki boð á undan sér. Mér sýnist hann vera svarthærður, pilturinn, og eg er ekki frá þvf, að hann sé efnaður.« Svo hafði hún boðið Finnu að drekka hjá sér kaffi, og Finna hafði lesið í bollann hennar á eftir. »Oáðu að piltinum mínum, Finna,« hafði hún sagt. »Eg sé hann, heillin,« hafði Finna sagt, hann er stór maður með efrivararskegg og hatt. Eg held líka að hann sé með danska skó.« Svo hafði hún kvatt Finnu með kossi og gefið henni tvo tíeyringa fyrir spádóminn. — Svarthærður með efrivararskegg? Nei. Valdi skósmiður var ljóshærður og hérumbil alveg skegglaus. — Efnaður? Pað var Valdi ekki. — Með hatt og danska skó? Valdi var vanalega með derhúfu og skórnir hans voru

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.