Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Blaðsíða 30
222 NYJAR KVÖLDVÖKUR um,« sagði Bárður, og vita hvað húsmóðirin hefur ætlað mér til ferðarinnar; hún er ekki vön að skera það við neglur sér, blessunin, og vænir eru sauðir þeirra þar fram í dalnum.« Jón gæruskinn færði sig nær Bárði. Sigurlaug horfði altaf á nýkomna manninn, eins og henni lægi lífið á að lesa liann ofan í kjölinn sem allra fyrst. Hann átti líka að setj- ast að svo að segja alveg við hliðina á henni og dvelja þar ef til vildi marga daga. Henn virtist maðurinn myndarlegnr og skörulegur. Bárður leysti frá þverþokanum og dró upp tvö stór hangiketslæri, magál, pottköku og smjörask. »Mætti eg nota kistilinn þinn fyrir borð, stúlka mín?« sagði hann við Sigurlaugu. »Já, já, gerðu svo vel; það er velkomið.* »Svona er hangiketið þeirra fram í dalnum; það eru svei mér vænir skánkar að tarna,« sagði hann og skar sér væna flís, »en hvað eg vildi segja en ekki þegja, við vorum vanir því pilt- arnir hérna á árunum að hafa matarfélag, þeg- ar við vorum á ferðalagi, og eg vildi gjarnan stofna bu með ykkur, ef þið væruð til með það. Hvað segið þið um það?« Matarlistin skein út úr hverjum drætti í and- litinu á Jóni gæruskinni. »Hvað hafið þið að leggja í búið?« spurði Bárður aftur, »þið sjáið hvað eg hef.« »Eg hef nógan rikling og blóðmör og eitt- hvað rneira,* sagði Stjáni. »Riklingur er Iystugur og staðgóður mat- ur,« svaraði Bárður. »Eg hef nú ekki annað en svo sem hálft rúgbrauð og eina hákallsbeitu, sem mér var gefin á Skagaströnd,« sagði Jón og sneri staf- prikinu í greipum sér. »Hákall! Hefurðu hákall? Pað eralvegfyr- irtak, karl minn; þá leggur þú bezt í búið af okkur öllum, því að hákall er matur, sem eg held upp á mest af öllu, það er að segja, þeg- ar eg hef brennivín með honum, og það skal ekki vanta fyrst um sinn.« Jón gæruskinn kyngdi muunvatni sínu. »Hvað hefur þú, stúlka mín,« spurði Bárð- ur enn og sneri sér að Sigurlaugu. »Pað er harla lítið, það er sama og ekki neitt,« svaraði hún og leit niður fyrir sig, »eg hef ekki nema kaffi og kandís og dálítið af kexi og hagldabrauði.* »Kaffi! Þar kom það sem vantaði,* sagði Bárður og kinkaði kolli til Sigurlaugar, »nú verður þú ráðskona hjá okkur karlmönnunum, en við drögum til búsins. En væri þá ekki rétt að byrja á því að fá sér bita og kaffi- dropa á eftir ?« Pau féllust öll á það, ieystu frá nesti sínu og svo var sezt að snæðingi. Bárður lét flösk- una ganga og Jón gæruskinn var alveg í sjö- unda himni; svo gott samferðafólk hafði hann aldrei áður fyrir hitt á æfi sinni. Pau voru öll kát og skrafhreifin, og Sigurlaug fór að verða ófeimnari en áður við Bárð. »Nú má eg til að biðja einhvern ykkar að sækja heitt vatn í kaffið,« sagði hún, »mér er ómögulegt að tala við þessa dönsku, því að eg skil þá ekki.« »Pað er sjálfsagt,* sagði Bárður, »þú gerir það, hvað þú heitir, — Rasmus.* »Eg er æfinlega kallaður Kristján,« sagði Stjáni hálflúpulegur. »Jæja, en farðu með ketilinn þann arna upp í eldhús til hvítklædda stráksins og segðu: feg vil hafa varmt vann fyrir femm aura, og þá færðu það undir eins. Hérna eru aurarnir og vertu nú fljótur.« Stjáni sótti vatnið, svo var helt á og kaffið drukkið. Pau voru öll ánægð með þetta ný- stofnaða félag, en það leyndi sér ekki, að Bárð- ur hafði ráðin í hvívetna. Jóni og Sigurlaugu fanst það svo sem sjálfsagt, og Stjáni sá það þegar í stað, að Bárður var honum miklu fremri í öllu og einsetti sér því að sitja á strák sín- um. Honum fór líka að þykja heiður í því, að vera í félagi við eins myndarlegan mann, og honum þótti Bárður vera. _____ Um miðnætti var »Ceres« komin út á móts við Vatnsnesið og allir voru seztir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.