Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Blaðsíða 19
LIANA 211 var hún alveg veik af þrá eftir honum; hún slapp frá mér og hljóp ein til hallarinnar, og marskálkurinn hilti hana á ganginum fyrir fram- an sjúkraherbergið . . . Hvað gerst hefur, hvort hún hefur ætlað að hljóða upp, og hann hefur þess vegna tekið fyrir kverkar henni, eða hann hefur gert það viti sínu fjær af afbrýði, veit enginn, og það mun aldrei vitnast, en að hann hefur gert það sjálfur, veit eg af tilburðum hennar, því eg skil hana og augnaráð hennar eins vel og hún hefði mál. í fyrstu hafði hún b'ka fult ráð og rænu, en svo fór hirðprestur- inn að venja hingað komur sínar og tala við hana, þangað til einu sinni, að hún hljóðaði og veinaði svo afskaplega, að hann lagði niður skottið og hljóp burt sem fætur toguðu. Svo kom hann ekki aftur, en vesalings konan fékk aldrei fult ráð eftir það. Nú hef eg sagt yður a**» og nú bið eg yður að taka við siifurkeðj- nnni af hálsi hennar.« »Nei, ekki rétt núna,« sagði Líana óttasleg- *n. Hún gekk til sjúklingsins og laut yfir hahn. gæti aldrei fyrirgefið mér það, ef hún skyldi á meðan Ijúka upp augunum og verða Þess áskynja, að verið væri að ræna hana þess- °ni dýrmæta grip. Þegar öllu er lokið, skul- uð þér undir eins sækja mig, jafnvel þó það verði um hánótt. Eg verð að ásaka yður um ei^» frú Shön, þó mér þyki það leitt, Þér áttuð undir öllum kringumstæðum þá þegar að koma éfinu til viðtakanda.* »Náðuga frú,« sagði frú Shön og þaut á fætnr. »Það segið þér nú, þegar alt ætlar eð enda vel — en þá! — Eg stóð uppi alein og og hafði alla höfðingjasúpuna á móti mér. Eg skal segja yður hvernig þá hefði farið. Náðugi jungherrann mundi hafa tekið við bréfinu af mér og sýnt það báðum hinum göfugmennun- um, þeir hefðu farið að skellihlæja og sagt, að þeir vissu betur um það, því þeir hefðu aldrei yfirgefið sjúklinginn, hvorki nótt né dag; nei, eina ráðið var að bfða og vera þolinmóður. Það hefði líka verið öðru máli að gegna, ef eg hefði vitað, hvað stóð á blaðinu; en eg stóð ekki nógu nærri húsbóndanum sálaða, meðan hann var að skrifa, og átti fuit í fangi með að Iesa utanáskriftina. Seinna reyndi eg, einu sinni meðan hún Iá í ópíum-svefni, að Ijúka hylkinu upp, en mér var það ómögulegt. Það verður víst að brjóta það upp.« »Því betra,« sagði unga konan, gekk fram að dyrunum og kallaði á Gabríel. Það var orðið framorðið, alt of framorðið til að segja Mainan frá þessu, áður en hann tæki á sig náðir, og hann hafði líka sagt henni, að hann af sérstökum ástæðum tæki á móti heimboðinu. Hún flýtti sér samt út úr húsinu, til þess að leita Mainan uppi og segja honum í fám dráttum það helzta, en hann fanst hvergi, og einn af þjónunum sagði henni, að ‘hann hefði farið út, en hvert, vissi hann ekki, ef til vildi til garðyrkjumannsins. Hún fór því í þungu skapi inn í búningsherbergið. Meira. Háttprúða stúlkan. Eítir Louisc May Alcott. Velkar vonir. Polly ritaði Ned bréf, sem bar vott um á- iuga hennar á að útvega Tuma arðvænlega Stöðu* °g Ned svaraði þegar og gaf henni góð- ar vonir. Svo var bréfaviðskiftum um það efni haldið áfram, og eftir mikið mas og bcllalegg- ingar var sú ákvörðun tekin, aðTumi færi vest- ur og tækist á hendur þau slörf, sem Ned var búinn að tryggja honum. Þar lágu helztfram- tíðarvonir fyrir þennan pilt, sem fæddur var og 27*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.