Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Page 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Page 9
TENGDADÓTTIRIN. 151 þessu herbergi, sem hann hafði dvalið svo oft í áður og talað við frændkonu sína þá um ýmisleg skemtleg og fræðandi málefni og í þeirri vissu von, að hún mundi verða kona sín. Alt í einu stóð hann upp og kvaddi. Elísabet gekk með honum út í næsta her- bergi. Staðnæmdist hún þar augliti til aug- litis við hann og sagði: »Pú ert sá eini maður, Hermann, sem hefir gilda ástæðu til þess að vera reiður við mig. Eg er hræddur um að eg geti aldrei bætt fyrir þær misgerðir, er eg hefi gert þér.« ' Hann tók svo fast með hendinni um stól- bakið, er hann studdist við, að knúarnir hvítn- uðu. »Þú skalt ekki bera neitt hugarangur mín vagna,« sagði hann. »Maðurinn lifir ekki ein- göngu fyrir ^sjálfan sig, hann lifir einnig fyrir meðbræður sína. Eg hygg að það sé nóg fyr- ir mig að starfa í heiminum.* »Já, það veit eg,« sagði Eiísabet. »Eg veit, að lífsstarf þitt mun verða háleitt og göfugt og mun auka farsæld margra manna. En eg hefi dregið þig á tálar og mig mun ávalt iðra þess. Pú áttir betra skilið af mér en að eg léti þig bíða eftir mér árum saman og launa þér svo á þennan hátt.« Hattur hans datt á gólfið, en hann tók hann ekki upp. Hann tók með hendinni um ennið og eftir dálitla stund sagði hann; »Maður megnar ekki sjálfur að kveikja ást- ina frekar en sjálft lífið. Pað ér ekkert sem eg get ámælt þér fyrir. Vertu sæl, Elísabet, og líði þér ávalt vel.« Hún hafði sett sig niður og hann Iaut nið- ur að henni og lýsti þjáningin sér greinilega í svip hans. Þeim var báðum Ijóst, að þelta var í síðasta sinni, sem þau töluðu um þessi mál- efni og að framvegis mundu þau mjög sjaldan eða aldrei hittast. Loks tók hann hönd hennar og kysti hana heitum kossi og fór svo brott. Elísabet sat lengi, er hann var farinn, og var að hugsa um, hvernig lífinu væri farið. Eins manns hamingja gæti verið orsök þess að annar maður yrði eða teldi sig vera gæfu og gleðisnauðan alt sitt líf. Og henni duttu í hug orð þau, er Gunther hafði sagt við hana, er hún sagði honum frá trúlofun sinni, að nú væri hún ánægð og hamingjusöm, en sá mundi tími koma, að hún yrði að greiða fult gjald fyrir þessar sælustundir? Elísabet stóð upp og strauk með hendínni yfir ennið. Gúnther hafði opnað hurðina og gékk í gegnum herbergið. Hann var klæddur veiðimannabúningi og hélt á byssunni í hend- inni. »Þú ert svo eirðarlaus. Gúnther,« sagði hún brosandi. »í gær varstu að sigla út á sjó og nú ætlarðu á veiðar út í skóg.« Gúnther yfti öxlum opnaði gluggann og kallaði á veiðihundinn. »Eg sá ljómandi fallegt rádýr í skógirium,« sagði hann. »Eg ætla að skjóta það, svo þú getir gætt gestum þínum á kjöti þess í brúð- kaupi þínu.« Pað var satt sem Elísabet sagði, að Gúnther var mjög eirðarlaus um þessar mundir. Hon- um mislíkaði að Margrét skyldi hafa liðsint Lútke, er hann leitaði til hennar. Honum gramd- ist einnig, að hún krafðist þess, að hann skyldi leggja meiri rækt við búskapinn. — Auk þess blygðaðist hann sín fyrir framkomu sína gagn- vart frú von Massow í rústunum, þegar þrumu- veðrið skall á þau. Hann blygðaðist sín ekki ein- göngu sökum þess, að hún hafði vísað hon- um á bug, en samvizka hans sagði honum að hann væri trygðabundinn annari konu og hann gerði henni órétt með því að leitast við að ná ástum frú von Massow. Hann gekk í hægðum sínum gegnum skóginn og velti þessu öllu fyrir sér. Alt í einu hrökk hann við og Ieit um öxl. Létti- vagn lítill hafði ekið á eftir honum, án þess að hann veitti því eftirtekt, og hafði nú náð honum. Og nú var kailað á hann með nafni.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.