Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Qupperneq 28
170 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Reinert hengdi upp frakkann sinn, sneri 'sér síðan að ráðskonunni og sagði alvarlega og kuldalega: »Þér hljótið að vera gengin af göflunum, góða jómfrú Hansen.« Og þegar kerling setti upp hundshaus og glenti upp ginið, og ætl- aði heldur en ekki að fara að malda í móinn, þá þaggaði hann niður í henni og hélt áfram: »F*ér hljótið að vera gengin af göflunum. — Já, þér verðið að fyrirgefa, að eg er ekki eins sléttmáll, eins og þér kynnuð að óska, en eg fæ ekki betur séð, en eg hafi fylstu ástæðu til að segja það. Hefi eg komið heim síðan klukkan 7?« »Já, það veit sá sem alt veit,« sagði kerl- ingi og var nú heldur en ekki farið að þykna í henni. »Nei, nú gránar gamanið! Haldið þér að eg sé fullur eða vitlaus?« Reinert var farinn að reiðast þvaðri kerlingar. Gömlu konunni var nú líka farið að hitna og svaraði því af miklum þjósti: »Eg veit ekki hvað að yður gengur, en víst er um það, að fyrir hálfri slundu komuð þér heim. Rér hringduð — Já, þér verðið að fyrirgefa, að eg segi sannleikann afdráttarlaust, — voruð ekki með sjálfum yður. Pér sögð- uð það sama og nú, að þér hefðuð gleymt lyklunum. Síðan fóruð þér inn og skömmu síðar heyrði eg að þér fóruð út aftur. Er það mögulegt að þér munið ekki eftir þessu?« Jakob Reynert stóð um hríð hreyfingarlaus og starði á ráðskonu sína með opnum munni, eins og hann átti vanda til, þegar eitthvað vakti undrun hans. Loks sagði hann brosandi: »Góða jómfrú Hansen, yður hlýtur að hafa dreymt þetta?« Jómfrúin varð eldrauð í framan af reiði, og fór nú að losna um málbeinið á henni. »Nei, nú skal eg segja yður eitt, hr. Rei- nert. Þér eruð svo ósvífinn — —« Reinert fór að hlæja, og við það sljákkaði dálítið í kerlu. »Pá er að eins um tvo mögu- leika að ræða,« sagði hann ofboð rólega. »Annað hvort okkar hlýtur að vera brjálað.« Alt í einu hrökk hann við. »Hver grefill- inn!« hrópaði hann. »Hér héfir líklega verið annað verra á seiði. Já, þarna kemur það! Pað hefir verið þjófur, sem þér hleyptuð inn. Skiljið þér það, jómfrú Hansen, — þjófur?« Svo þaut hann inn í stofuna, umhverfði öllum hlutum og skoðaði í hvern krók og kima. Par var alt i röð og reglu. Hið dýrmæta blýantsmyndasafn hans var órót- að. Skrifborðið hafði ekki verið brotið upp. Lyklana fann hann í vasa á buxunum, sem hann hafði farið úr um daginn og látið á rúmið. Peningahirsla hans, sem raunar hafði fremur lítið gull að geyma, var ósnert. í stuttu máli: Þar sáust engin vegsummerki, er styrkt gætu grun hans. Jómfrúin þóttist nú víst vita, að einhver dularfull vera hefði beitt hana brögðum. Fékk hún eigi dulið ótta sinn, en hélt sig alt af í námunda við húsbónda sinn og hristist eins og strá í vindi. Bjóst hún fastlega Við því, að vera þessi mundi óðara en varði brjótast fram úr einhverju fylgsni og ráðast á annað hvort þeirra. Hún var búin að gleyma því, að komu- maður hlaut að vera farinn, þar sem hún hafði heyrt, þegar útihurðin skall í lás á hæla honum. »Setjist þér!« sagði Reinart í skipunar rómi. Hann ásetti sér að nota það vald, sem hann hafði fengið yfir kerlingunni. Gæti hann auð- mýkt hana til muna, var vonandi að hún þyrði ekki að snúa að honum ranghvfirfunni næstu vikuna. Annars virtist honum jómfrúin ekki eiga betra skilið, þar sem hún hafði hleypt ókunnum manni inn í herbergi hans og Iátið ginnast eins og þurs. Hann gekk að hornskápnum, tók þar krist- alsflöskur og tvö glös, helti í þau portvíni og skipaði jómfrúnni að drekka. Kerling var svo aumingjaleg, að honum gekst hugur við. »Pér hafið gott af að hressa yður dálítið,« sagði hann og röddin varð þýðari. »Eða svo er því farið með mig að minsta kosti.« Svo drakk hann úr glasinu í einum

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.