Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Side 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Side 33
UMSKIFTINOURINN. 175 og sagði hægt og rólega: »Heyrið þér nú, maður minn! Haldið þér ekki að yður væri hollast að verða á braut héðan hið bráðasta. Pér sjáið, að eg hefi Iesið yður ofan í kjölinn. Skilið lyklunum, sem þér auðsjáanlega hafið látið búa til heimildarlaust. Eg geri mig á- nægðan með það. Mun yður sjálfum hollara að Iögreglan verði ekki látin skerast í málið.« Jakob Reinart brosti og svaraði eins rólega og ekkert hefði ískorist: »Pér eruð ekki með öllum mjalla. Haldið þér að yður takist að hræða mig? Nei, nú eigum við eftir að spjalla saman um eitt og annað. Ha-hæ! Loksins náði eg þó í yður.« Hann komst alt í einu í svo gott skap. Honum fanst eins og létt væri af sér fargi, þegar hann sá hvernig í öllu lá. Þetta var maður — lifandi maður, sem af einhverjum óþektum ástæðum hafði tekist á hendur að Iátast vera Jakob Reinert. Rað gat að vísu verið töluvert óþægilegt að verða fyrir slíku, en hvað var það á móli hinu, að ganga með þá hugmynd í höfðinu, að maður ætti í höggi við eitthvert yfirnáttúrlegt afl, eða — vera orð- inn geggjaður? Jú, víst var um það, að þetta var lifandi maður, 'það lagði af honum megna tóbakslykt. Ekki reykja andarnir. Ó, hve þetta voru gleðileg málalok! Ókunni maðurinn horfði Iengi á hann og lék hæðnisbros um varir hans. Síðan mælti hann ofur kuldalega: *• Fyrirgefið að eg spyr aftur. Rér hafið ekki svarað mér enn þá. Hver eruð þér og hvert er erindi yðar? Atin- ars þarf eg ekki að spyrja. Framkoma yðar skýrir málið til hlýtar. Segið mér aðeins nafn yðar. Mig fýsir að heyra það.« »F*ér hafið stolið nafni mínu,« sagði Jakob reiðulega. »Eg heiti Jakob Reinert.« »Svo-o! Og ef til vill eruð þér líka skáld?« »Já, svo er það. En hverskonar maður eruð þér?« »Hlustið nú á mig,« sagði ókunni maður- inn, og svipurinn varð ógnandi. »Hættum nú öllum skrípaleik. Gerið svo vel að fá mér lyklana og hypjið yður síðan burt. Ef þér far- ið ekki með góðu, neyðist eg til að henda yður út.« Reinert lét hótanir þessar eins og vind um eyrun þjóta. Hann treysti afli sínu og fimi og var hvergi hræddur. Það leið heldur ekki á löngu áður en aðkomumaður réðist á hann og tókust með þeim ákafar sviftingar. Kom það brátt í Jjós, að þeir voru mjög jafnir að afli og fim- Ieika. Varð því viðureignin langvinn og hin ákafasta. Barst leikurinn víða um stofuna, og fylgdu hótanir og illyrði af beggja hálfu. Loks tók ókunna manninum að leiðast þóf þelta. Sleit hann sig þá Iausan með snöggu viðbragði, hörfaði aftur á bak, dró upp skamm- bissu og miðaði á Jakob. Gerðist þetta í svo skjótri svipan, að Jakob fékk ekki aftrað því. »Sjáum nú til, ungi maður,« mælti hann brosandi og var sigurhreimur í röddinni, »nú vona eg, að þér gerið mér þá ánægju, að setj- ast þarna á stólinn.* Reinert sá að ráðlegast var að hlýða. Ókunni maðurinn gekk afiur á bak að skrifborðinu, miðaði byssunni með hægri hendi en greip símtólið með hinni vinstri og bað um samband við lögreglustjóra; að því fengnu skýrði hann frá, að hann hefði handsamað þjóf í herbergi sínu og kvaðst albúinn að gæta hans þar til honum kæmi mannhjálp. Jakob gat engri vörn komið fyrir sig; hann var sem höggdofa af undrun. Ressi maður, sem vafalaust hafði stolið ýmsu frá hon- um, gerðist svo djarfur að kalla lögregluliðið til hjálpar. Hvílík firn ! Regar mótstöðumaður Jakobs hafði lokið símtalinu, settist hann niður gegnt honum og fór að spjalla um hitt og þetta einkar glaðlega, eins og ekkert hefði í skorist. F*ó gætti hann þess vel, að hafa byssuna til taks ef á þyrfti að halda. »F*að hryggir mig,« mælti hann, »að þurfa að gera þetta að dómsmáli.* »F*að er verst fyrir sjálfan yður,« sagði Jakob þurlega. »Eg skil yður ekki, ungi maður,« svaraði hinn. »Þér hafið tapað leiknum og nú eru

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.