Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Side 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Side 42
184 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. um og betri mönnum og lifa, að því er þeim finst, í fegri og betri heimi. Og ef þér haffð orðið snortnir af töframætti hljómlistarinnar hér, þá getið þér ef til vill fengið óljósa hugmynd um mátt hennar á hinu himneska tilverustigi. En sá maður, sem hefir aldrei á æfi sinni haft nokkra skemtun af neinni hljómlist hér í heimi, fær ekki heldur notið hennar í hugheimum, eða með öðrum orðum, hann hefir ekki gert sig hæfan til að njóta hennar. Hins vegar verð- ur söngelskur maður fyrir þrennskonar áhrif- um, sem fara auðvitað mikið eftir því, hvers eðlis hugsanir hans hafa verið í lifanda Iífi; öll áhrifin berast í gegn um hugsanagerfin. og það mætti líkja þeim við glerið í gluggum. vorum. Hafi glerið einhvern vissan lit, þá litar það ljósið, sem fellur í gegn um það; sé það mis- þykt og gárótt, sést alt í gegn um það í ó- reglulegri stærð og sýnist þar af leiðandi öðru vísi en það er í raun og veru. Sama mætti segja um hugsanagerfin, sem umkringja menn í hugheimum. Ef vér til dæmis höfum haft mætur að eins á einni sérstakri tegund hljómlistarinnar hér í heimi, þá skynjum vér ekki fegurð hljóm- listarinnar nema að nokkru leyti, og þar af leiðandi getur hún ekki orðið oss slík sælu- uppspretta, eins og hún hlýtur að verða þeim sambræðrum vorum, sem hafa miklar mætur á öllum tegundum hennar. En vér skulum nú gera ráð fyrir, að vér berum skyn á allar teg- undir hennar; hvers verðum vér þá varir í hugheimum? í fyrsta lagi munum vér komast að raun um, að hin lögbundnahreyfing þeirra náttúruafla, sem tilheyra hugheimum, birtist sem hljóma- samræmi. Hin skáldlega hugmynd um sam- ræmi hnattanna er sannarlega ekki gripin úr lausu lofti, því að öll hreyfing og starfsemi í æðri heimum framleiðir dásamlegt samræmi bæði í Iitum og hljómum. Allar hugsanir manna birt- ast þar ,í óumræðilega fögrum hljómum, sem taka þar sífeldum breytingum; og mætti helzt líkja þeim við heillandi og blíða óma frá þús- undum Eoloshörpum. í hugheimum, þar sem mönnum virðist lífið margfalt verulegra en hér, verður sönghneigðum manni hljómlistin æfin- lega sem undiralda í allri sælu hans, og veitir honum stöðugt þann himneska unað, sem verð- ur ekki með orðum lýst. En í öðru lagi eru sérstakir íbúar hugheima — og þeir eru ærið fjölmennir — og teljast til þeirra vera, sem kristnir menn nefna engla. Rað má svo heita, að þeir helgi líf sitt hljóm- listinni og birta hugsanir sínar og tiifinningar enn þá meira en aðrir í hljómum. í hinum fornu helgiritum Brahmatrúarmanna eru þeir nefndir Gandharvar, þ. e, hljómatívar. Sá maður, sem er með líf og sál við hljómlistina, hlýtur að vekja athygli þeirra og komast í samband við einhvern þeirra og hafa þá sí- vaxandi nautn af að læra af þeim hið dásam- lega »móðurmál« þeirra, hið hljómfræðilega samræmi. Og í þriðja lagi gefst sönghneigð- um manni kostur á að hlusta á hina helztu tónsnillinga, sem uppi hafa verið og dvelja nú í hugheimum, t. d. Bach, Beethoven, Mendel- sohn, Hándel, Mozart og Rossini. Reir starfa nú ötulara í þarfir listarinnar en nokkru sinni áður, enda fá þeir notið sín margfalt betur í hugheimum en hér í heimi. Til listaverka þeirra í æðri heimum eiga vissulega mörg fegurstu, jarð- nesku sönglögin rót sína að rekja, því ef satt skal segja, eru mörg hrífandi tónsmíðin hér í heimi ekki annað en dauft bergmál af hljómasamræmi tónsnillinga í öðrum heimi. Rað sem liggur eftir mestu frumleiksmennina hér, er í raun og veru margt, og meira en menn gruna, ekki annað en ófullkomin eftirmynd af listaverkum þeirra, sem á undan eru farnir. Og miklu oftar en margan grunar fá þeir, sem eru nú einu sinni móttækilegir fyrir hugskeyti að hand- an, hugmyndir sínar frá frumherjum mannkyns- ins, sem dvelja á hinum æðri tilverustigum, hugmyndir, sem þeir reyna svo að koma í framkvæmd hér í heimi, að svo miklu leyti sem þeim er fært. Mestu tónskáldin hafa til dæmis ekki dregið neina dul á það, að þeir eru ekki höfundar að því, sem þeim er eign- að. Reir hafa sagt, að þeir hafi heyrt himn_ eskan hljómlistaróð, stórfenglegan hersöng eða

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.