Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Page 4

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Page 4
218 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. efi á, að þetta var hans fótatak, og fótatakið nálgaðist, og nú var barið að dyrum hjá henni. »Kom inn,« kallaði hún, en hún varð sjálf skelkuð, er hún heyrði sig segja það, því röddin var nálega hljómlaus. Svo lagði hún hendina á borðið og studdist við það, og nú var dyratjöldunum slegið til hliðar, og maður hennar kom inn í herbergið. Hann sá, að hún reikaði á fótum, og hann greip hægindastól og flutti til hennar, og sett- ist hún í hann. Því næst þögðu þau bæði langa stund. Loks gekk Giinther til hennar og sagði lágt: »Margrét, við þurfum ekki að koma með neinar skýringar; ef þú vissir um þjáningar mínar síðan þú veiktist, mundir þú strax fyrir- gefa mér.« Hún svaraði engu. Eftir iitla stund sagði hann lágt og var málrómurinn mjög viðkvæm- ur og blíður. »Sál þín, Margrét, er hrein og óflekkuð, svo mér er ekki ljóst, hvernig eg á að tala við þig um og skýra fyrir þér það sálarástand, sem maðurinn kemst í, er freistingarnar verða á vegi hans. Mér dettur heldur ekki í hug að afsaka mig eða fegra mál mitt. Eg vil að- eins leitast við að gera þér skiljanlegt, hvers- vegna eg hefi lent í þessari villu.« Varð nú þögn nokkra hríð. Loks sagði Margrét með fullkoininni þykkju : »Ætlarðu ekki að halda áfram — mér mundi þykja mjög gaman að heyra áframhald sögunn- ar.« Brosi brá fyrir á andliti Gúnthers, en hvarf strax aftur. »Kæra barn,« sagði hann blíðlega, »hvers- vegna lætur þú eins og þér standi á sama um þetta? Heldur þú, að eg sjái ekki gegnum grímuna? Lofaðu mér nú að skýra frá öllu eins og það er, svo þessi misskilningur hverfi og tii þess, að við getum notið lífsins saman eftir þennan langa skilnað.« En er Margértheyrði þetta, spratt hún á fætur og sagði: »F*ú talar um, að við skulum njóta lífsins saman. Pað getum við aldrei framar. Fyrir okkur liggur ekki annað en losna hvort við annað sem allra fyrst. Sú einasta ósk, sem í huga mínum býr, er skilnaður, og eg óska, að hann gerist svo fljótt sem hægt er.« Retta kom Gúnther svo óvænt og hafði svo mikil áhrif á hann, að hann hrökk nokkur skref aftur á bak. »Svo þetta kom þér óvænt?« sagði hún og glotti háðslega. »Rú hefir auðvitað talið sjálfsagt, að eg mundi falla þér til fóta og kyssa á hönd þina, fyrir að vera svo lítillátur að tala við mig? Nei, Gúnther, þar skjátlaðist þér. Nú fyrst er mér orðið ljóst, að þú hefir aldrei elskað mig. Þegar þú þóttist elska mig, voru það aðeins dullungar úr þér. Eg var ekki cins og aðrar konur, sem þú hafðir kynst og svo datt þér í hug að kvongast mér. Rað var bæði nýtt og frumlegt hjá þér. Ef til vill hefir það aðeins verið af því, að þú vissir að móður þinni og ættingjum mundi vera það á móti skapi, og hjónabandið gaf þér þá tilefni til baráttu við ættfólkið, og hér var ágætt tækifæri til þess að bera glæsilegan sigur úr býtum, sem þú svo gast gortað af seinna. Eg hefi smásaman kynst skapferli þínu, Gúnther, og ástæðum til verka þinna.« Meðan Margrét talaði, stóð Gúnther kyr og horfði á hana með aðdáun, sem honum var ekki hægt að dylja. Relta var ckki góða barnið, sem hann hafði þekt, og sem ekki gerði annað en gráta, andvarpa og biðja. Petta var kona, sem hafði verið móðguð og heimtar bætur fyrir glataða sálarrósemi. Hafði hann ekki óskað þess, að kona sín væri þannig, vormorguninn þegar hami gekk að eiga Mar- grétu? Hún hafði brugðist vonum hans, hún hafði ávalt verið eins og barn. En nú þegar hún stóð andspænis honum með leiftrandi augum og reiðisvip á andlitinu, af því að á hluta hennar hafði verið gert og réttur hennar fyrir borð borinn, þá fanst honum, að draum- ar sínir rætast og jafnvel meira en það, þvf honum hefði aldrei dotlið í hug, að hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.