Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Page 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Page 9
TENGDADÓTTIRIN. 223 kunnugt um misklíð þá, er var á milli Giint- hers og Margrétar, og sem aldrei mundi jafn- ast. — Það var þá satt, að það gat komið fram misskilningur, sem ekki var hægt að leið- rétta milli karlsogkonu.sem elskuðu hvort annað. Henni datt í hug það, sem Giinther hafði sagt við hina á trúlofunardegi hennar. Gat það skeð, að slíkur misskilningur kæmi upp á millj hennar og Willys? Elísabet hrylti við að hugsa til þess og lokaði augunum. Nei, það mátti aldrei koma fyrir, að nokkur rændi hana ást hans. Meðan hún orkaði, skyldi hún vernda ást hans. Nokkrum dögum síðar var Margrétu tilkyn að Steinhausen hershöfðingi og frú hans lang- að til þess að heilsa upp á hana. Hún hafði ekki séð hershöfðingjafrúna síðan um haustið í veitingahúsinu og voru, þær endurminningar Margrétu ekki gleðiefni. Kom hun til að sjá hvern árangur verk sín höfðu haft? Hún kom, ef til vill, í þeim tilgangi að reyna að láta Gúnther flækjast í ástarbrelluneti sínu? En nú varð hún að taka á móti henni og reyna að láta líta svo út, sem ekkert hefði í skorist. • Viljið þér láta gestina fara inn í stóra sal- inn,c sagði hún við þjóninn. »En heyrið þér, er hvorki Elísabet né greifafrúin heima?« »F*ær eru ekki heima. Rær óku yfir að »Clausthal.« »Jæja, eg skal strax korna.« Ressi fáu spor til gestastofunnar voru Mar- grétu þungbær. En þegar hún opnaði dyrnar, þá fór fyrir henni eins og hermanninum, sem er angistar og kvíðafullur, þangað til hann er kominn á vígvöllinn. Hún heilsaði hershöfð- ingjanum og frú hans eins og gömlum kunn- ingjum, sem hún ekki hafði séð lengi, ósk- aði þeim til hantingju með hjónabandið og spurði þau, hvernig þau hefðu skemt sér á Ítalíu. »Það sem gleður mig mest,« sagði hers- höfðingjafrúin, »er að eg er komin heim aftur. Það er hreinasta þrælavinna að fara úr einu listaverkasafninu í annað og svo að verða að koma í hverja kirkju. Og svo þessi matur, sem maður fær; mig hryllir við honum, er eg hugsa til hans.« »En svo er náítúrufegurðin,* sagði Mar- grét, »Eg vissi, að þér hlökkuðuð svo mikið til þessarar ferðar. Eg vona, að hún hafi eigi brugðist vonum yðar. »Rér vitið,« sagði Edith og brosti kuldalega, »að lífið stendur ekki ávalt við það, sem það hefir lofað. Maður verður ávalt fyrir vonbrigðum af því, og þá verður maður að bæta sér það á einn eða annan hátt.« í þessum svifum voru dyrnar opnaðar og Gúnther kom inn. Hann var alveg nýkominn heim, og hann var enn þá með keyrið í hend- inni. Fyrst horfði 'nann undrandi frá einum til annars. Svo hneigði hann sig fyrir Edith og gekk því næst til hershöfðingjans og heils- aði honuni. Hershöfðingjafrúin skifti litum, er Gúnther kom inn, en hún náði sér brátt aftur og fór að tala við Margrétu. Rví næst sneri hún sér að Gúuther og sagði hlæjandi: »Við höfum heyrt allskonar sögur um yður, herra greifi,« sagði hún. »Einn daginn eruð þér í ríkisþinginu og berjist þar eins og hetja fyrir velferðarmálum ættjarðarinnar, og daginn effir eruð þér kominn heim og eruð þá farinn að plægja akra yðar og sá í þá. Er þetta sann- leilcur?* »F*að er alveg rétt, hershöfðingjafrú,« sagði hann. »F)esskonar störf áttu ekki við yður í gamla daga, ef eg man rétt,« sagði Edith. »En eg hef líka tekið mér mikið fram, náðuga frú,« sagði hann. »Og þegar alt breyt- ist kringum mann, þá verður maður að haga sér eftir því, og breyta skoðunum sínum.« Edith beit á vörina og svaraði ekki. Hers- höfðinginn var staðinn upp og genginn yfir í hinn enda salsins og horfði þar á nokkur mál- verk. Margrét stóð nú einnig upp og gekk til hans. Gúnther horfði eftir henni, er hún gekk yfir gólfið, og hann undraðist, hve róleg hún var, og hann dáðist að því sálarþreki, er hún sýndi, og hann dáðist að framkomu henn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.