Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Side 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Side 12
226 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Já, hún ,hvað vera mjög veik,« sagði mad- dama Wessel. »Doktor Jessien sagði í gær, að hún mundi ekki lifa lengi úr þessu.« Jæja,« sagði síra Dossow, »þá er víst ekki hægt að álasa mér fyrir það, þótt eg fari til hennar, einkanlega fyrst síra Friedemann er ekki heima.« »Ætlar presturinn að fara íil hennar,« sagði maddama Wessel, »til hennar, sem ávalt hefir talað illa um prestinn en flaðrað eins og hundur upp um síra Friedemann? Ef eg væri í yðar sporum, mundi eg hvergi fara.« »Pá er það gott, að þér eruð ekki eg, maddama Wessel,« sagði presturinn vingjarn- lega. Rví næst kvaddi hann og hélt af stað. Maddama Wessel stóð og horfði á eftir honum þangað til hann var horfinn, þá sneri hún sér að Elísabet og sagði: »Nú fer hann, náðuga frú, til eins af þess- um meinsærismönum, sem hafa gert honum alt ilt, sem þeir gátu. Ef hann er ekki engill í mannsmynd, þá eru þeir ekki til.« XXII. KAPÍTULI. Eftir því sem tímar liðu, fjarlægðust þau Oúnther og kona hans hvort annað meira og meira. Margrét var oft að hugsa um að fara til síra Dossow og tala við hann, en henni fanst sig bresta hugrekki til þess. Henni fanst hann mundi geta lesið sínar leyndustu hug- renningar eins og í opinni bók. Henni fanst, að fyrsta spurning hans mundi verða, hversvegna hún gæti ekki lengur haft yfir þessi orð í bæn- inni: Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Svo fór hún aftur að hlusta á síra Friede- mann. Að vísu hafði hún óbeit á mörgu í fari hans, en henni fanst vera svo margt satt og rétt í því, sem hann sagði, að henni fanst ánægja af að hlusta á hann. Hún hafði líka reynsluna fyrir sér í því, að jörðin er eymda- dalur, þar sem hvorki er gleði eða von um gleði. Einu sinni haföi hún farið til þess að hlusta á síðdegisguðsþjónustu í jómfrúklaustrinu. Skömmu eftir að hún var farin að heiman, kom Oúnther heim. Hafði hann síðustu vikuna verið á »Dobernheim,« strax og hann kom heim, fór hann inn til móður sinnar og systur og það voru honum mikil vonbrigði, er Mar- grét var þar ekki. Skömmu síðar gekk greifafrúin úl, og Elísa- bet sagði honum, hvar Margrét væri. »Hún fer miklu oftar í kirkju íil sira Friede- manns nú en hún var vön áður.« sagði Elísabet. »Eg er hrædd um, að það hafi ekki góð áhrif á hana. Gætir þú ekki, Gúnther, fengið hana til þess að hætta því?« Hann hló kuldahlátur. »Eg,« sagði hann. »Nú er þig vist farið að dreyma. En þú og tengdafaðir þinn ættu að reyna það.« Elísabet hristi höfuðið og sagði: »Hann lcom hingað einu sinni í vetur og síðan lítur út fyrir hún sneiði hjá honum. Og ef eg fer að tala um hann, þá ansar hún mér varla. Eg er hræddur um, að hún muni fara að forðast mig, ef eg el oftar á því við hana að tala við hann. »Pað skaltu ekki eiga á hættu,« sagði Gúnther. »Síst af öllu vildi eg, að hún glat- aði því trausti, sein hún ber til þín. Hún á ekki ofmarga vini samt.« Hann þagnaði alt í einu og fór að ganga um gólf. »Hvenær byrjar guðsþjónustan í klaustrinu ?« spurði hann skömmu síðar. »Klukkan sjö.« »Pá get eg komið nógu snemma til þess að ná í seinni blessunina,« sagði hann og hringdi á ökumanniun. »En Gúnther ætlar þú sjálfur . . . ?« »Já, hvesrvegna skyldi eg ekki fara þangað?« »En heldurðu ekki að Margrét muni álíta það móðgun, að þú komir á samkomur til þeirra, þú, sem ert maður trúlaus og dregur enga dul áþað?« Gúnther ypti öxlum og sagði: »Pá verð eg að eiga það á hættu. Eg get

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.