Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Page 13
TENGDADÓTTIRIN. 227 ekki látið það viðgangast, að hún stofni and- legri veiferð sinni i hættu, án þess að reyna að minsta kosti til þess að aftra því.« Presturinn hafði nálega lokið ræðu sinni, er Giinther kom inn í kirkjuna, og vakti koma hans mikla eftirtekt. Margrét sá hann einnig strax og hann kom inn. »Hvað gat hafa gersi,« hugsaði hún. Af hverju kom hann? Hafði citt- hvert slys viljað til í höllinni eða heima hjá móður hennar? Hún horfði á hann með ang- ist og kvíða. Nei, það var ómögulegt, að hann flytti nein sorgartíðindi. Hann leit út alveg eins og hann átti vanda til. En af hverju var hann þá þangað kominn? Síra Friedemann þurkaði svitann af enni sér og endaði ræðu sína með innihaldslausri mælgi, er átti að vera lof um guðdóminn. Gúnther virtist það hlægilegt, en sjá mátti á svip margra, að þeir urðu hrærðir í huga af þessu orðagjálfri prestsins. Söfnuðurinn fór nú að tínast út úr kirkj- unni. Tvær hálfvaxnar telpur, sem ekki höfðu litið af Gúnther frá því hann kom inn í kirkj- una, fóru nú að tala saman um hann. »Sástu Randau greifa, Adelía?* spurði önn- ur þeirra stallsystur sína, sem var lítil, lagleg, bláeygð stúlka. »Hann er enn fallegri og karl- mannlegri, þegar maður sér hann á fæti, held- ur en þegar hann er ríðandi. Sýnist þér hann ekki líkjast einum af riddurum Walter Scotts?* »Jú, það sýnist mér. — En sástu konuna hans? Hún er jafnvel enn fallegri.« »En hvað þau hljóta að vera hamingjusöm,* sagði sú, sem fyrst hafði talað. En svo þagn- aði hún alt í einu, því rétt við hlið hennar í kirkjudyrunum stóð Gúnther. Henni varð svo bylt við, að hún misti sálmabókina, sem hún hélt á. Greifinn tók hana upp og rétti henni hana. Stúlkan varð blóðrauð í andliti, sagði eitthvað, sem ekki skildist, en átti að vera þakk- laiti og flýtti sér burtu. En Gúnther leit varla við henni, en gekk til konu sinnar og leiddi hana út úr kirkjunni að vagninum, sem beið fyrir utan dyrnar og hjálpaði henni upp í hann °g settist við hlið hennar. Þegar hestarnir fóru af stað, teygði Margrét sig út úr vagninum og horfði á stallsysturnar, sem höfðu verið að tala saman um Gúntherí kirkjunni og nú horfðuundr- andi á eftir vagninum. »Að hverju ertu að gæta?« spurði maður hennar. »Eg er að horfa á ungu stúlkuna, sem misti sálmabókina sína í kirkjunni. Hún sagði, að þú líktíst riddurum Walter Scotts.« »Það er heiður tyrir mig,« sagði Gúnther hálf utan við sig, og þar með var samtalið á enda. Pað var farið að skyggja. Tunglið var að koma upp, og það var farið að koma náttfall á jörðina. Ekkert hljóð heyrðist nema hófadyn- ur hestanna. Margrét var að hugsa um, hvers vegna Gúnther hefði komið til kirkju og hún var svo niðursokkin í að hugsa um þetta, að hún hrökk við, þegar Gúnter spurði hana, er þau áttu skamt ófarið til »Wolsau«, hvort hún vildi eigi stíga út úr vagninum og ganga það sem eftir væri leiðarinnar. • Veðrið er svo gott,« sagði hann. »Við getum gengið gangstíginn. Eg þarf að tala nokkur orð við þig.« Margrét horfði á hann undrandi og steig þeg- jandi út úr vagninum. Gúntherbað ökumanninn aka heim, en þau sneru inn á stiginn. »Pað er dimt hér,« sagði hann, »viltu ekki styðja þig við handlegg minn?« Hún ypti öxlum og smeygði svo vinstri handlegg sínum undir hægri handlegg hans. Var það ímyndun hennar eða titraði handlegg- ur lians, er hún tók utan um hann? Hún leit í andlit honum. — Hann tók af sér hattinn og strauk hendinni um ennið. »í kvöld ætla eg að eiga það á hættu, að missa alt traust þitt og virðingu, ef hún er nokkur eftir, og tala við þig um trúmál,« sagði hann. »Þú veist,« svaraði Magrét, »að skoðanir okkar á þeim málum, eru gersamlega ólíkar. Eg hygg að skynsamlegast sé að hreifa ekki við því.« 29*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.