Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Side 14

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Side 14
228 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. j-Rað vildi eg Iíka helst,« sagði hann, »það get eg fullvissað þig um. En eg tel það skyldu mína að vara þig við þessum síra Friede- mann. Eg hefi aldrei viljað hafa áhrif á trú- arskoðanir þínar, en þú verður að gæta þín, Margrét, fyrir þessum bænagerðum. Rú þekk- ir ekki hættuna. Skynsemi þín og dómgreind Iamast smámsaman. Sérðu ekki að þetta eilífa bænahald stuðlar að því að kæfa niður hjá manninum alt sjáifstætt sálarlíf og sjálfstæðar hugsanir? Eg fæ ekki skilið, hvernig þér get- ur geðjast að þessu.« »Eg vissi, að þetta mundi koma,« sagði Margrét. En mér finst þú ættir að lofa mér að halda trú minni. Hún er nú það einasta, sem eg á.< Gunther beit á jaxlinn og horfði upp í kvöldhimininn, sem var alsettur stjörnum. »Af hverju hlustarðu ekki á séra Dossow ?« spurði hann eftir dálitla stund. »Hann hefir notað alt sitt Ianga líf til þess að reyna að komast að réttri niðurstöðu um tilveru lífsins, og hann heldur fast við sannfæringu sína. Ef þú hlustaðir á hann, Margrét, þá mundi hann ekki vera að spyrja þig um, hvaðá hugmynd- þú gerir þér um guð og annað líf. Hann mundi ekki krefjast annars en kristilegs hug- arfars, trúar og kærleika.* Hún krepti ósjálfrátt hnefana. Rað var ein- mitt þetta, sem hún óttaðist, það var einmitt þessvegna, að hún forðaðist gamla prestinn en hlustaði á síra Friedemann, sem ekki Iagði fyrir hana þesskonar samvisku spurningar. »Eg fæ ekki skilið, hversvegna eg á að hlusta á síra Dossow,« sagði hún loks með ákafa. »Rú sem gerir gys að öllu og efast um alt og trúir engu sjálfur. f raun og veru finst þér kenning hans vera jafn heimskuleg og kenning. síra Friedemanns.« »Nei,« svaraði Gúnther alvarlega »Pað geri eg ekki. Enda þótt eg persónulega trúi ekki á ódauðleika einstaklingsins, og aðeins álíti hinn mikla alheimskraft — hvort sem hann er kallaður guð eða náttúrulögmál — eilíft, þá get eg þessvegna ekki gert lítið úr sann- færingu manns eins og síra Dossow. Hann hef- ir alia sína æfi leitast við að finna sann- leikaun, og það sama hefi eg gert, og eg virði hann ekki minna fyrir það, þó hann hafi kom- ist að annari niðurstöðu en eg.« »Eg fæ ekki séð, að eg þessvegna verði að hælta að hlusta á síra Friedemann,« svar- aði Margrét, »en af því þér er þetta mjög mik- ið áhugamál, þá skal eg hafa aðvaranir þínar f huga. Ef til vill er það rétt hjá þér, að eg hugsi of mikið um eilífðarmálin. Ressi heim- ur á ef til vill eftir að veita mér mörg nyt- samleg gæði, ef eg aðeins hefi þolinmæðitil að bíða og grípa tækifærið þegar það gefst.« Gúnther varð fölur í andliti. Hann dró þungt andann. Hvað meinti hún með þessu — nei — það var ómögulegt. »Eg skil ekki við hvað þú átt, Margrét,« sagði hann. Mér er óskiljanlegt, hvernig þú færð ekki skilið jafn einfalt mál,« sagði hún. »Við þurf- um ekki að láta þessi vonbrigði, sem við höf- um orðið fyrir, eyðileggja alla okkar æfi. Með hverjum degi berumst við nær frelsinu — þeg- ar við erum Iaus allra mála, hvort við annað, og með frelsinu koma nýjar vonir og nýjir möguleikar:* Gúnther gekk alveg til hennar, og hann var orðinn svo reiður, að hann vissi ekki hvað hann sagði. »Rú skalt fá frelsi þitt,« sagði hann, »og þú skalt verða Iaus við nærveru mína, sem er þér svo ógeðfeld. En þann mann, sem lítur þig ástaraugum og vill gera þig að konu sinni, skýt eg eins og óðan hund.« Margrét reyndi að brosa. »Retta er sjálfsagt stórlæti,« sagði hún »Sú kona, sem einu sinni hefir notið þess vafasama heiðurs að heita greifafrú Randau, má ekki gifta sig að nýju, þótt hún vilji. En þú þarft ekki að vera hræddur um, að eg muni gifta mig aftur. Sú reynsla, sem eg hefi feng- ið í sambúðinni við þig, hefir haft þau áhrif á mig, að eg hefi enga löngun til þess að giftast aftur.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.