Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Síða 18
232 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. að eitthvað var, sem olli Margrétu ógleði, en hún hugði það vera sorg yfir missi barnsins, og það sár mundi tíminn best græða. Rannig liðu sex vikur. Margrétu langaði til þess að fara heim til »Wolsau« aftur, en aldrei varð neitt úr þvi húii legði af stað. Svo kom bréf frá Elísabet. Hún skrifaði, að Willy mundi koma heim í byrjun nóvembermán. og hún bað Margrétu um að koma, sem fyrst heim, svo þær gætu verið saman dálítinn tíma áður en Elísabet færi burt frá »Wolsau«. Einnig skrifaði Elísabet, að »Wolsau« gæti nú ekki án Margrétar verið. Þar væru öll herbergi full afgestum, því veiðarnar stóðu þá yfir, og svo væri fæðingardagur gömlu greifafrúarinnar bráð- um. Átti þá að vera veisla mikil á »Wolsau« og dansleikur. Elísabet hafði ávalt verið frem- ur fráhverf dansleikjum og veislum og tilhögun allri þar á. Bað hún því Margrétu nú um að koma og hafa forsagnir á þessu öllu. Regar Margrét hafði fengið bréf þetta ákvað hún að halda heim til »Wolsau«. Hún skrif- aði Elísabet strax og sagði henni, að hún mundi koma næsta dag, og daginn eftir lagði hún af stað heim til »Wolsau«. Fæðingardagur gömlu greifafrúarinnar var ellefta nóvember. Margrét hafði í mörgu að snúast næstu dagana á undan til þess að und- irbúa alt. En nú var öllum undirbúningi loks lokið og gestirnir farnir að koma, og tóku þau Gunther og Margrét á móti þeim í stóra saln- um. Flestir voru gestirnir aðalsmann þar úr ná- grenninu og liðsforingjar úr borginni. Einnig var doktor Jessien þar og vakti hann eftirtekt að vanda. Síðast koinu Steinhausen hershöfðingi og frú hans. Margrét hafði sjaldan verið jafnfögur og þetta kvöld. Hún hafði nú alveg náð sér eft- ir veikindin. Áður hafði hún verið heldur grönn, en nú hafði hún þreknast svo, að hún samsvaraði sér mætavel. Hún var að allra dómi fegursta konan í gildi þessu. En það var ekki eingöngu fegurð hennar og þokki, sem stuðlaði að því, að mönnum féll hún vel í geð. Öll framkoma hennar, sem var lát- laus og blátt áfram, stuðlaði einnig að því. Margrét hafði lært margt þennan tíma, sem hún hafði verið gift,. og hún kunni að færa sér það í nyt. Ávalt var heill skari af karlmönnum í kringum hana, og dansmiði hennar var útskrif- aður og allra augu fylgdu hinni fögru greifa- frú í dansinum. Engum þótti þó Margrét jafntilkomumikil og Gunther. Hann hafði varla augun af henni, en hann þorði ekki að koma nálægt henni. Enginn veitti því eftirtekt nema Edith von Stein- hausen. Hún sá strax hvernig öllu var far- ið og hún gaf nákvæmar gætur að þeim. Hún veitti því einnig eftirtekt, að Margrét fór inn í persneska herbergið, og að Gunther skömmu síðar gekk þangað inn. Sat hún þá á tali, við einn hágöfugan herra úr borginni, sem er að spyrja hana um ferð hennar til Ítalíu, og langaði hana mjög til þess að losna við hann. Margrét hafði sett sig á einn legubekkinn inni í persneska herberginu Hallaði hún sér aftur á bak og lokaði augunum. »Er þér ilt?« var alt í einu sagt við hlið hennar. Hún leit upp. Rað var Gunther, sem stóð við hlið hennar. »Rað gengur ekkert að mér,« sagði hún »Eg er aðeins þreytt.« Svo sagði hún litlu seinna: »Pú hefir enn ekki sagt mér, hvort þú ert ánægður með tilhögun mína á veislunni. Hvernig líkar þér hún?« »Ágætlega,« sagði hann, »og allir Iofa þig fyrir hana. En hvar hefir þú fengið þessi fallegu blóm? Við höfum engin blóm, sem eru svona falleg.« «F*au hefi eg fengið að heiman. Garðyrk- jumaður móður minnar hefir sent mér þau. Flest þeirra erú blóm jurta, sem eg hefi sjálf gróðursett fyrir löngu. Eg hafi ávalt verið heppin.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.