Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Síða 23
KYNJALYFIÐ. 237 konungi þegar frá þessu hugboði sínu, enda fanst honum eins mikið til um vitsmuni herra síns og hreysti. í fjarveru barónsins höfðu þeir atburðir orð- ið í tjaldi „konungs, sem alls eigi gátu samrýmst þessum síðustu ágiskunum herra Tómasar. Konungurinn, sem að eðlisfari var mjög bráðlátur, og það kom nú enn greinilegar í Ijós í veikindum hans, varð brátt óþolinmóður eftir að baróninn hafði yfirgefið hann og þótti hon- um tefjast helzt til lengi. Hann fann þá upp á því, þegar honum fanst biðin óbærileg, að senda eftir Leópardriddaranum, og hugsaði sér að fá að heyra af hans eigin vörum, í hvaða erindagjörðum hann hefði tekist ferð þá á hend- ur, sem hann var nýkominn úr, og hver atvik urðu til þess, að arabiski læknirinn slóst í för með honum til herbúðanna. Skotski riddarinn hlýddi boði konungs og og kom þegar í tjald hans. Framkoma hans og fas bar vitni um, að hann mundi vanur að umgangast þjóðhöfðingja. Konungur hafði eng- in náin kynni haft af lionum, þótt Kenneth ridd- ari hefði aldrei vanrækt að mæta við hirð hans við hátíðleg tækifæri, þegar allir aðalsmenn og riddarar voru velkomnir. Konungur horfði hvast á riddarann, þegar hann nálgaðist hvílu hans. Kenneth heilsaði og kraup á kné, en reisti sig brátt aftur og staðnæmdist frammi fyrir konungi með lotningu en engri auðmýkt. »Nafn þitt er Kenneth og ertu kendur við Leópard. Hver sló þig til riddara?« spurði konungur. Vilhjálmur Love, Skota konungur.* »Verðugur að veita öðrum heiðursmerki; og það er líka veitt þeim, sem fyllilega er þess verður, þar sem þú átt hlut að máli. Vér höf- um séð þig sækja fram með hreysti og harð- fengi, þar sem auðsæ hælta var á ferðum, og að oss var eigi ókunnugt um verðleika þína mundir þú fyrir Iöngu haf komist að raun um, ef þú hefðir ekki á annan hátt sýnt dramb og fífldirfsku, svo verðlaun fyrir hreysti þína hafa gengið upp í fyrirgefningu fyrir slíkar yfirsjónir. Hvað segir þú svo um þetta?« Kenneth reyndi að svara, en það varð ekk- ert úr því, því það truflaði hann algerlega, að hin hvössu fálkaaugu konungs virtust að sjá í gegnum huga hans og sál, og hann varð að kannast við, að ást hans stefndi of hátt. »Og þó,« hélt konungur áfram, »enda þótt hermaðurinn eigi að sýna hlýðni og lénsmað- urinn virðingu fyrir lénsherranum, þá höfum vér þó freistingu til gagnvart hraustum riddara, að loka augununi fyrir stærri yfirsjón en þeirri, að hafa hund, jafnvel þótt vér höfum bannað slfkt.« Um leið og konungur mælti þetta horfði hann fast á riddarann, og hann hló með sjálf- um sér, þegar hann tók eftir því, að vandræða- svipurinn hvarf af riddaranum við þessi síð- ustu orð hans. »Ef yðar hátign leyfir mér að láta skoðun mína afdráttarlaust í !jós,« sagði riddarinn, »þá er hún sú, að þér í þessu máli ættuð að vera mildur og tilhliðrunarsamur við okkur fátæka skotska riddara. Við erum langt frá heimilum vorum og höfum litlar tekjur og getum því ekki framfleytt okkur eins vel og hinir ríku ensku aðalsmenn, sem alstaðar hafa Iánstraust. Ef við, við og við, getum haft þá ánægju, að fá nokkuð af þurkuðu kjöti með byggkökunum okkar og ætijurtum, erum vér því betur færir um að gefa Saracenum stór högg vel úti látin, þegar til orustu kernur.* Leyfi mitt er heldur ekki nauðsynlegt í þetta sinn, því Tómas barón af Gilslandi, sem fer með umboð mitt í þessu efni, hefir þegar leyft þér að fara á veiðar með hund og fálka.« »Einungis með hund, yðar hátign; en veit- ist mér leyfi til — « »Útrætt um þetta mál,« greip konungur fram í. »Pað var eiginlega ekki um dýraveið- ar, sem eg ætlaði að tala við þig. — Eg óska eftir af þínum eigin munni að fá að heyra í hvaða erindum og af hverjum þú varstsend- ur til eyðimerkurinnar við hafið dauða og Engaddi?« »Eg fór eftir skipun frá höfðingjunum í hinu helga krossfararráði.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.