Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Síða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Síða 30
244 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. orðum, voru þeir komnir út þangað, þar sem nokkrir sveinar biðu þeirra með hesta þeirra, sem voru farnir að ókyrrast. Konráð greifi kom með þá tillögu, að hann og stórmeistar- inn skyldu ganga heim til tjalda sinna, því veðrið væri yndislegt, en senda sveinana með hestana í hestaréttina. Stórmeistarinn félst þeg- ar á þetta, og síðan héldu þessir höfðingjar leiðar sinnar á fæti. Með þegjandi samkomu- lagi völdu þeir veginn út undir víggirðingun- um, þar sem engir voru á ferð nema varðmenn á stöku stað. Um stund töluðu þeir um hernaðarhorfurnar og víggirðingarnar, sem verið var að dunda við að tryggja. Pessar umræður hættu þó brátt, því það voru önnur mál, sem menn þess- ir hugsuðu meira um. Peir þögðu svo nokkra stund, þangað til greifinn snéri sér að stór- meistaranum, horfði á hann og mælti: »Mig Iangar til að biðja yður eins, æruverðugi herra, geti það samrýmst við hreysti yðar og heilag- leik, þá lyftið um stund hinni dökku grímu, sem þér berið og talið í einlægni og grímu- laust við góðan vin.« Templaraherrann svaraði glottandi: »Pað eru til ljósar grímur eins og dökkar, sem hylja hina sönnu andlitsdrætti engu síður en þær, sem þér nefnduð.* »Pað kann að vera eitthvað hæft í því,« sagði greifinn um Ieið og hann strauk sig yfir andlitið. »Nú hefi eg strokið af mér skýluna, og það vona eg einnig að þér gerið, og svo vil eg spyrja yður, hvaða endalok haldið þér að þessi krossferð fái, og hvaða hagsmuni haldið þér að regla yðar fái upp úr öllu saman.« »Yður virðist annara um, að eg láti í Ijósi hugsanir mínar, en að skýra frá yðar eigin hugs- unum. Eigi að síður skal eg svara yður með líkingu, er eg hefi heyrt eftir tyrkneskum ein- búa: Einu sinni bað bóndi nokkur himininn um regn og bæn hans var uppfylt, en bóndi kvartaði, af því að honum fanst ekki regnið nógu mikið. Til að hegna honutn fyrir van- þakklæti hans lét Allah koma svo mikið regn, að Evfratfljótið flóði yfir bakka sína, svo vatnið eyðilagði akra bóndans og allar eignir hans. Pað varð honum þannig til glötunar, að óskir hans voru uppfyltar.« »Spekingsleg líking,« sagði Konráð greifi. »En það verð eg að ségja, að mig hefði gilt einu, þótt hafið hefði gleypt allan þorra þessa vesturlanda hers, sem hingað hefir verið stefnt. Hinir kristnu aðalsmenn, sem hér voru fyrir, leifarnar af Jórsalaríkinu kristna, hefðu þá verið betur farnir. Við mundum þá með lillum liðs- auka hafa getað samið heiðarlegan frið við Saladín soldán og fengið ýms hlunnindi; en þegar við eins og nú ætlum okkur að ná full- um yfirráðum yfir Gyðingalandi og reka ófrið- inn, þar til aðrir hvorir eru gjörsamlega sigr- aðir, er engin von til að Saladín verði vægur í samningum, verði hann sigurvegarinn, sem allar líkur eru til, eða Ieyfi nokkrum okkar að eiga óðal eða furstadæmi hér í landi.« »Pað er ekki ómögulegt að þessir fífldjörfu krossfarar vinni sigur og reisi aftur krossinn hjá borgarhliðum Jórsala.« »Hvaða hagsmuni hefði regla Templara- herranna svo. sem af því eða Konráð greifi af Montserrat ?« »Ef til vill þér, sem kynnuð að verða kon- ungur í Jórsalariki.« »Pað væri glæsilegt nafn og mikið í munni; en valdalaus yrði sá höfðingi, sem krossfararnir mundu setja yfir Jórsali, ef þeim yrði sigurs auðið, sem eg hefi eigi hina minstu von um, en ef Ríkarður fær heilsuna aftur og vinnur Jórsali, munu kröfur annara til yfirráða þar verða meira metnar.« »Eg verð að kannast við, að þér talið nú í fullri einlægni. Pað kunna ef til vill að vera fleiri, sem hafa þessa skoðun, en fæstir þeirra mundu segja það ótvírætt, að þeir teldu óheppi- legt að Jórsalaríki yrði endurreist, en kysu held- ur að fá yfirráð yfir einhverjum brotum af hinu hrunda ríki. Fyrir slíkum mönnum vakir eitt- hvað svipað og eigingjörnum strandþjófum, sem enga tilraun vilja gera til að bjarga góðu skipi, en óska heldur að það strandi, svo þeir geti rænt það og rúið.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.