Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Síða 31
KVNJALYFIÐ. 145 íPér ætlið þó vænti eg ekki að hafa þetta eftir mér,« sagði greifinn áhyggjufullur. »En væri yður alvara að kæra mig fyrir þessa skoðun, mundi eg neita slíkri ákæru, en skora yður á hólm og í þeim leik óttast eg hvorki yður né nokkurn annan Templaraherra.« i>Verið eigi svona viðkvæmur og tortrygg- inn, því eg sver það við hið helga musteri, sem regla vor hefir skuldbundið sig til að verja, að eg mun dylja þetta leyndarmál yðar eins og ærlegum samherja sómir.« »Hvaða musteri er það, sem þér sverjið við,« spurði greifinn með hæðnisglotti. »Er það við musteri það, sem Salómon konungur lét byggja, eða er það loftkastali sá, sem sagt er að þið Templarar talið svo mikið um á hinum leynilegu ráðstefnum ykkar, og sem lítil von er um að nokkurntíma verði til.« Stórmeistarinn leit illilega til greifans, en svaraði þó stillilega: »Við hvaða musteri sem eg sver, megið þér vera vissir um, að eiður minn er helgur. En eg efast um, að þér verð- ið bundinn með jafnhelgum eiði.« »F*á sver eg yður trúskap,« sagði greifinn hlæjandi, »við krónu þá, sem eg vona að breyt- ist í eitthvað betra, áður en ófriði þessum lík- ur. Sameiginlegir hagsmunir sameina oss, herra stórmeistari. Pví okkur hlýtur báðum að vera það Ijóst, að ef þetta krossfararráð nær aftur Jórsölum og skipar þar konung eftir sínum geð- þótta, þá verður það hvorki reglu yðar eða mér til nokkurs frama.« Peir tóku nú að tala saman í einlægni, og greifinn fór að gera nánari grein fyrir sínu læ- vísa áformi, sem stefndi að því að fá því til leiðar komið, að hætt væri við að stefna hern- um til Jórsala, en hinsvegar samið við soldán að láta hann sjálfan og, að því er hann nú sagði, Teinplararegluna fá mikiisverð réttindi þar í Iandi. Hann bygði vonina um að þetta mundi lánast á því, að krossfarar höfðingjarnir væru svo ósamþykkir innbyrðis. »F*ér talið hyggindalega, herra greifi, og eg er í hjarta mínu á sömu skoðun. En við verð- um að fara gætilega. Filip Frakkajöfur er eigi einasta spekingur að viti, heldur er hann jafn- framt ofurhugi og hreystimenni, þegar því er að skifta.« »F*að er satt, en því hægra er að fá hann til þess að hverfa frá þessari herferð, sem hann í fljótræði, eftir hvatningu aðalsins, hljóp á sig að lofa að taka þátt í. Nú sér hann, að Rík- arður sölsar undir sig allan heiður fararinnar, ef eitthvað vinst, þvf er hann orðinn öfund- sjúkur, og nú vill hann draga sig út úr spilinu, þar sem hann sér, að hann er að eyða kröft- uin ríkisins, en engin von um að hann vinni nokkuð í aðra hönd.« »En hertoginn af Austurríki, hvað segir hann ?« spurði stórmeistarinn. »Ó hertoginn, hégómagirni hans og þrek- Ieysi kemur honum að sömu niðurstöðu og vits- munirnir ieiða Frakklands konung. Honum finst hann lítilsvirtur, af því allir, og það jafnvel hans eigin söngvarar, lofa Ríkarð konung, sem hann bæði óttast og hatar, og sem hann fegin vildi að hefði ekki nema smán og lítilsvirðingu af þessum leiðangri. En því erum við að skeggræða um þetta fram og aftur. F*ér vitið það sjálfur, að öllum þjóðhöfðingjum í ráðinu, að einum undan teknum, er mjög ríkt í huga að fá samið frið við soldán.« »Petta er rétt ályktað af yður, og það þarf ekki skarpa sjón til þess að sjá það. En lyftið nú skýlunni lítið eitt hærra, og segið mér, hvers vegna þið einmitt völduð þennan norður Eng- lending eða Skota, eða hvað sem þessi Leópard- riddari nú er nefndur, til þess að fara með friðarskilmála ráðsins?« »F*að voru stjórnmálahyggindi, sem því réðu,« svaraði þessi ítalski greifi. »Fyrst og fremst var eigi ólíklegt, að Saladin bæri fult svo mik- ið traust til hans og annara, þar sem hann er Breti og fylgir hersveit Ríkarðar konungs, og í öðru lagi þótti ekki líklegt, að þessi Skoti yrði kallaður fyrir Ríkarð konung, þegar hann kæmi aftur, bæði vegna þess, að hann er Skoti, en horn í síðu þeirra hafa þeir, sem standa kon-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.