Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Page 33
KYNJALYFIÐ. 247 fram,« tautaði hann, meðan hann horfði í átt- ina, þar sem hann síðast hafði séð stórmeistar- ann hverfa. »En hver gæti líka trúað því, að þessi alvörugefni og hátíðlegi klerkur, sem eingöngu þykist hugsa um reglu sína vilji minn eiginn vegsauka. Pað var einlægur vilji minn að stöðva þannan galda krossfararleiðang- ur, en eg dirfðist eigi einusinni að hugsa til auðveldustu aðferðarinnar til að koma því til leiðar, sem þessi viljasterki klerkur hikaði eigi við að benda á, og þó er það ef til vill örugg- asta meðalið.« Greifinn var truflaður í þessum hugsunum með því að hrópað var hárri röddu í nánd við hann: »Munið eftir gröfinni helgu.« Hrópið kom frá hermanni er stóð á verði skamt frá; og þessi áskorunar orð voru tekin upp af öllum varðmönnunum við útvígi kross- fararhersins. Að hrópa þessi orð á ákveðnum tímum var skylda allra varðmannanna. Átti það að sýna, að herinn mintist þess, hver til- gangur leiðangursins var og varðmennirnir væru vel vakandi. Konráð greifa var vel kunn- ugt um þessa siðvenju og honum hafði aldréi fundist það snerta sig illa fyr en nú. En í þetta sinn var það í óþægilegri andstöðu við hugsanir hans og ráðagerðir. Honum fanst það eins og rödd frá himni, sem varaði hann við þeim ódáðaverkum eða Iymskubrögðum, sem hann var að hugsa um að fremja.« Hann horfði flóttalega í kringum sig, ó- ráðinn í hvaða brögðum hann ætti að beita til þess að koma fram þeim fyrirætlunum, sem hann gæti búist við, að hann sjálfur hefði upp úr einhverja vegtillu. Honum varð þá litið á herfána Englands,' sem breiddi úr sér á hárri stöng í svölum kvöldblænum á hæð einni þar skamt frá. Fetta var hæsta hæðin á herbúðasvæðinu og lá nálægt miðju þess. Hæðina kendu Englend- ingar við hinn heilaga Georg; og fáni Eng- lands blakti þar ofar öllum hermannatjöldum og hreysum, sem tákn þess og tilkynning, að Ríkarður Englandskonungur væri aðalforingi krossfararhersins.* Snarráður maður og glöggur eins og Kon- ráð greifi var, er sjaldan lengi að átta sig á hlutunum og sjá leik á borði. Jafnskjótt og hann sá fánann, kom honum nokkuð í hug, sem hratt brott allri óvissu um, hvað hann ætti að gera til að koma ár sinni sem best fyrir borð. Hann skundaði til tjalda sinna kvikur f spori, eins og sá sem gert hefir sínar áætlanir oger ráðinn í að koma einhverju til framkvæmda hið bráðasta. Hann gekk þegar til hvílu ánægður með sjálfan sig, meðan þessi lífsregla var stöðugt að vefjast í huga hans: »Menn verða að reyna hættuminni meðulin, áður en gripið er til örþrifaráða.« »Á morgun er eg boðinn til hertogans af Austuríki, og þá mun eg reyna að hleypa ærlega í þeirn heimskingja, en varpa frá mér hinu fúlmannlega ráði Templaraherrans. (Meira.) Eftir árstíðum. Árni: »Ert þú með þeim, sem vilja fara að brenna öll lík ?« Bjarni: »Tja, það fer nú eftir árstíðum. Sjáðu, á veturna í kuldanum getur það verið bæði nota- legt og hentugt þegar klakahöggið er sem mest. En á sumrin er það hreint og beint andstyggilegt.« A. Berðu svo mikið traust til mín, að þú þor- ir að lána mér tíu krónur?« B. Já, góði vin, og meiren það. En eg er fast- ráðinn í því að Iáta hvorugt af hendi, hvorki krón- urnar né traustið. Tortryggni. A: (sætkendur) »Elsku vinur, hafi eg nokkurn tíma skammað þig út, t. d. kallað þig lygara, svik- ara, svín og varmenni og haft um þig fleiri ill orð, þá tek eg nú öll þau illyrði aftur, sem ótöluð og óverðskulduð, elsku vin.« B: (ókendur) »Hættu alveg að taka þennan ó- þverra aftur, því þú gerir það eigi til annars, en að geta hent þessum þokka í mig aftur, þegar þér þykir við mig.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.