Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Page 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Page 46
140 HEITT í FROSTI aði: Hún er ekki fullra seytján ára. Hún er það fegursta, sem ég hefi augum litið. — Fáðu þér sæti, sagði ég. — Ég ætlaði einmitt að fara að borða. Má ekki bjóða þér kaffi- bolla. Ég hefi ekki upp á mikið að bjóða, en — — — Hún settist gætilega á stólrönd. Henni veitti víst ekki af því að hvíla sig ofurlítið. Það var meira en míla vegar liand- an frá Vantshlíð og upp í móti alla leiðina. ' Ég bar bæði gróft og fínt brauð á borð, smjör, ost og kalt kjöt. Það sauð á kaffikatl- inum í hólfinu í viðarofninum. Stúlkan sat kyrr og einblíndi fram undan sér á bjálka- vegginn, en þó djarfleg á svip og hnakka- kert. — Vilt þú ekki fara úr vosklæðunum og hvíla þig dálítið spurði ég og þóttist vera önnum 'kafinn við framreiðsluna. Hún virti mig fyrir sér í laumi. Hún var í svartri prjónatreyju utan yfir hvítum línbol. Hár- ið, var rauðbrúnt og gljáandi. Þegar hún tók af sér skýluklútinn, sá ég, að ennið var breitt og fagurt. Ég tók hressilega til matar- ins osr smám saman tókst mér að fá liana til þess að bragða líka vel á því, sem fram var borið. — Þú kemúr alla leið frá Vatnshlíð? spurði ég. — Svo er það, svaraði hún. — Ég get vel tekið við mjólkinni. Ég vil gjarnan fá svo sem tvo potta á.dag. — Þetta eru þrír pottar. Þú þarft víst ekki svo mikið. — Jú, við viljum gjarnan fá þá. — Hún leit í augu mér en stökk ekki bros. — Systir mín er vön að fara með mjólk- ina. En nú er hún veik. Þær mæðgurnar þrjár bjuggu á litlu býli, er nefndist Vatnshlíð, og höfðu þar nokkrar kýr. Ég sá, að hún var fegin að fá aurana fyrir mjólkina. — Við viljum gjarnan kaupa 'þrjá potta á dag, sagði ég. Tíminn leið hratt. Klukkan var bráðum sex. Við gengum saman niður eftir götunni, N. Kv. sem lá á þjóðveginn neðar í dalnum. Þegar ég skildi við hana, staldraði ég við um stund og horfði á eftir henni, unz hún hvarf út í rökkrið undir snarbrattri fjallshlíðinni. Stjörnurnar voru teknar að ljóma á djúp- bláum, kuldalegum himni. Ég hljóp niður eftir milli grenitrjánni, steig í djúpt, frosið fótspor, stakkst á höfuðið í snjóinn, reis á fætur, dustaði af mér fönnina og skellihló. Jakobsens sat á bekknum í stöðvarhús- inu, þegar þangað kom. Hann var að lesa í vikuriti. Jakobsen var dökkur á hörund, en nú brosti hann eilítið og spurði kíminn: — Batztu refinn á dyr^stafinn? — Hipjaðu þig nú, laxi. Ég fékk sex rjúp- ur. Kaffiketillinn er fullur. — Hamingjan hjálpi mér. Ég endist ekki til þess að hlusta á meira skraf um rjúpur í bráðina. Hann fór í peysuna sína, dró húf- una niður fyrir eyrun og fór. Köld úða- strokan frá fossinum stóð inn um dyrnar. Hverfihjólin tvö suðuðu í sífellu, en öðru- hvoru skrjáfuðu ísmolar harkalega í þrýstivatnspípunum. Ég leit eftir vélunum, jók olíuþennsluna og gætti á mælabrettið í hinum enda vélasalsins. Allt var í beztu röð og reglu. Ég rýndi um stund í vikuritið, en gat ekki sökkt mér niður í lesturinn. Svo gekk ég um gólf þennari spöl á milli hverfihjól- anna og rafalanna og var undarlega léttur í skapi. Siminn hringdi. Rútur spurði, hvort ég gæti tekið að mér að gæta vélanna eina klukkustund enn. — Allt í lagi, sagði ég. — Kysstu konuna þína fyrir mig. Rútur híó, og var undrandi á því, hvað ég tók þessu vel. Síminn hringdi aftur. Nú var það lang- símasamtal frá höfuðstaðnum. Þáð suðaði lengi í tólinu, áður en ég heyrði hina þægi- legu og tömdu rödd Helenu vinkonu minn- ar. Mér datt strax í hug, hvað erindið væri. — Heyrðu, góði, sagði hún. — Það verður svo dýrt að komast þetta, og svo fer í það heill sólarhringur.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.