Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 7
N. Kv. GRÆNU BOLLARNIR 53 Neville heim til hennar, en það var drjúg- ur spölur. Þar heima tók rnóðir hennar á móti okkur; hún var öldruð ekkja og grét gleðitárum, þegar eg skilaði henni heim einkadótturinni, sem hún sá ekki sólina fyrir, og hún ætlaði aldrei að hætta að þakka mér og blessa mig fyrir þessa sjálfsögðu hjálp við dótturina. — Læknirinn, sem sótt- ur var, gaf þann úrskurð, að sjúklingurinn væri ekki í neinni hættu, en samt gat eg ekki látíð hjá líða að koma þar við daginn eftir dl þess að forvitnast um líðan ungfrú Ne- ville. Kynningin, sem byrjað hafði á þennan hátt, varð bráðlega að einlægri vináttu. Eg hafði aldrei kynnzt menntaðri og viðfelldn- ari konum en þeim mæðgum, eða neinum, sem af jafnlitlum efnum kunnu að skapa eins notalegt heimili og þær höfðu gert þarna á fjórðu hæð í lélegu leiguhúsi. Eg komst á snoðir um, að NeviLle ofursti liafði þekkt föður minn, Sir Armine Bracken- bury. En þá var ofurstinn dáinn, og eitt- hvert glæfrafyrirtæki, sem liann ltafði trúað eignum konu sinnar fyrir., hafði gert fjöl- skylcluna gjaldþrota. Frú Nevill.e sagði mér í einlægni, að liún kenndi Ltljóðfæraleik og að þær mæðgurnar hefðu eigi annað fyrir sig að leggja en það, sem hún ynni sér inn með því og svo Maud með því að mála tnyndir. En allt var lrræðiiega dýrt í Parísar- borg, á meðan á umsátinni stóð, og fátt af efnafólkinu, sem eftir hafði orðið í borg- inni, ltirti um að læra liljóðfæraleik eða að kaupa myndir. Þótt þær væru snauðar, höfðu þær samt ekki misst samúðina gagn- vart þeim, sem voru ennþá snauðari en þær, °g meðal þeirra, sem þær viku góðu, var lít- dl, veðurtekinn og tötralegur ítalskur drenglmokki, er Giacomo liét. Hann hafði orðið viðskila við liúsbónda sinn, sem var dýratemjari, og Irefði hann ekki notið þess, hvað Maud var gjafmild, þá ltefði hann að visu orðið hungurmorða, ásamt apakettin- om litla, sem aldrei skildi við ltann. Þessi litli lmokki gerði Maud allt til geðs, sem hann gat, og ef liann var ekki að naga brauð- skorpu í stiganum eða á lilaupum niðri í húsagarðinum, mátti ganga að því vísu, að liann lægi sofandi í einltverju skoti, þar sem hlýtt var og notalegt; þá liringaði apakött- urinn sig við hlið ltans, rangltvoLfdi augun- um og vipraði lirukkótt smettið, eins og liann vildi banna öllum að trufla svefn hús- bónda síns. Svo fór, sem líklegt var, að eg varð ást- fanginn í Maud, og liún endurgalt ást mína; frú Neville lét sér það vel líka, og þá skorti aðeins samþykki föður míns. Um þetta leyti var samið vopnahlé, Parísarborg losnaði úr herkvínum, póstgöngur hófust og viðskipti lifnuðu að nýju. Þá kom líka svar frá Sir Armine, kuldaLeg, stuttorð synjun, þar sem minnzt var á, að eign lians væri ekkert ættar- óðal; mér væri því nær að kvænast svo efn- aðri konu, að eg gæti leyst nokkur veð, ef á lægi, en þetta kvonfang, sem eg hefði farið fram á, gæti alls ekki komið tiL greina. Frú Neville sagði þá, að hún gæti líka verið stór- lát, svo að trúlofuninni var slitið, og við Maud sáumst ekki eftir það. Síðan kom uppreisn sameignarmanna í Parísarborg; það var setzt um liana aftur, og loksins eftir langa baráttu komst friður á að nýju. Allan þenna tíma dvaldist eg í borg- inni og vissi þó varla, hvers vegna. Eg var einn út af fyrir mig, forðaðist aLla kunnuga og gekk Langar göngur um götur og sund til þess að eyða tímanum og dreifa þung- lyndi mínu. Á fögrum sólskinsdegi síðdegis, þegar fjöldi fólks var á gangi um göturnar, beind- ist athygli mín að sjaldséðum, grænum postulínsmunum, sem ásamt serkneskum vopnum, rómverskum bronsmunum og lit- gleri frá miðöldum var raðað til sýnis og sölu í glugga fornsölubúðar í einni breið- götunni. Eg hafði jafnan safnað ýmsum fornmunum, eftir því sem efni mín leyfðu, og svo vel þekkti eg postulín, að eg sann-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.