Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 14
60 SKRIFTAMÁL ÞJÓNSINS N. Kv. skjótt sem eg sagði honum það, lét hann mestu furðu í ljós. „Þér heitið Colombo?" „Nei, herra, eg heiti Procopio José Gomes Vallongo." Vallongo? — Hann komst að þeirri nið- urstöðu, að það væri ekki skírnarnafn, og lagði til að kalla mig aðeins Procopio upp frá því. Eg svaraði, að það skyldi vera alveg eins og honum þóknaðist. Þegar eg rifja upp þetta atvik, er það ekki aðeins vegna þess, að mér virðist það gefa góða lýsingu af ofurstanum, heldur líka til að sýna yður að svar mitt féll hon- um vel í geð. Daginn eftir sagði hann að- stoðarprestinum það og bætti því við, að hann hefði aldrei haft geðfelldari þjón; og satt að segja lifðum við hreinustu hveiti- brauðsdaga í heila viku. Frá morgni hins áttunda dags kynntist eg lífi fyrirrennara minna, — hundalífi. Eg gat ekki hugsað um neitt; skömmunum rigndi yfir mig, og eg hló að þeim öðru hvoru með undirgefni og auðmýkt, því að eg hafði uppgötvað, að hann hafði velþókn- un á því. Ósvífni hans var eins mikið að kenna veikindum hans og lunderninu. Veikindin voru margs konar: hann þjáðist af slagæðarhnút, gigt og þrem eða fjórum minni háttar kvillum. Hann var um sex- tugt og allt frá fimmta aldursári hafði hann vanizt því að allir hlýddu hverri bendingu hans. Það var afsakanlegt ,að hann var ön- uglyndur, en hann var auk þess mjög ill- gjarn. Honum var ánægja af að valda öðr- um sorg og auðmýkingu. Að þrem mánuð- um liðnum var eg orðinn uppgefinn á að þola hann og hafði ákveðið að fara frá hon- um; mig skorti aðeins tilefni til þess. En það gafst bráðlega. Einn dag, þegar eg var vitund of seinn að ge-fa honum nudd, greip hann staf sinn og barði mig með hon- um tvisvar eða þrisvar. Þá var mér nóg boðið og sagði honum á stundinni, að við værum skildir að skiptum og eg færi að setja niður í ferðakoffortið mitt. Hann kom seinna upp í herbergið til mín og bað mig að vera kyrran, fullvissaði mig um að engin ástæða væri til að reiðast af þessu og eg yrði að færa skapvonzku gamals manns til betri vegar. . . . Hann lagði svo hart að mér, að eg samþykkti að vera kyrr. „Eg á skammt eftir, Procopio," sagði hann við mig þetta kvöld, „eg get ekki lif- að öllu lengur, eg er á grafarbakkanum, og ]^ú verður að vera við jarðarförina mína, Procopio. Þú mátt ekki afsaka þig með neinu; þú verður að fara og biðjast fyrir við gröf mína. Og ef þú gerir það ekki,“ bætti hann við hlæjandi, „þá skal andi minn koma á nóttunni og hnippa í fæturna á þér. Trúir þú á anda frá öðrum heimi, Procopio?" ,Heimska!“ „Og því þá ekki, aulinn þinn?“ svaraði hann ákafur og glennti upp augun. Svona var hann í friðarhléunum, og þá getið þér því nærri, hvernig hann var í æðis- köstunum. Hann barði mig aldrei með stafnum framar, en skammirnar voru þær sömu, ef ekki verri. Eg harðnaði með tímanum og lét ekkert á mér festa; eg var ómerkilegur, skepna, lafalúði, heimskingi, aulabárður — eg var ekki neitt! Það þarf varla að taka það fram, að eg einn var titlaður með þessum snotru nöfnum. Hann átti enga ættingja, bróðurson hafði hann átt, en liann var dá- inn úr berklum; og vinir hans, sem komu stöku sinnum til þess að tala hann upp og láta eftir duttlungum hans, stóðu aðeins lítið við, fimm eða tíu mínútur í mesta lagi. Eg einn var alltaf viðstaddur til að taka við skammadembunum. Hvað eftir annað var eg kominn á flugstig með að hypja mig á brott, en af því að aðstoðarpresturinn þrá- bað mig um að fara ekki frá honum, lét eg það eftir að lokum. Samkomulagið fór nú að verða mjög svo erfitt og mér lá á að komast aftur til Rio de

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.