Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 22
68 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. lega að finna fyrir sólarhitanum. Seglin blöktu ekki einu sinni. Sjórinn var eins og spegill, og ef horft var nógu fast og lengi á hann, var næstum því hægt að ímynda sér, að gufa sæistkomauppúrrenni- sléttu yfirborði sjávarins. FJndiraldan var svo hæg, að skonnortan ruggaði ekki vit- und. Ég var við stjórn, þegar lognið datt á, 0? Weiner sat við hiiðina á mér. Ég vissi ekki hvað ég átt til bragðs að taka. Af því að við höfðurn haft vélina í gangi allan tímann sem óveðrið geysaði, var töluvert farið að ganga á benzínbirgðirnar, og ég vildi helzt ekki nota meira af þeim nema í brýnni nauðsyn. Mér fannst það réttara að eiga þetta benzín sem eftir var, til vara, ef eitthvað óvænt skyldi bera að höndum. DuFond stóð á framþiljunum, og horfði út á sjóndeildarhringinn. Telez sat og hall- aði sér upp að siglutrénu, í skugganum af seglinu. Flann hafði dregið að sér hrién og lét hökuna livíla á þeim, og horfði ólundar- lega út á sjóinn. Benet, Pennington, Cam- breau og Flaubert voru undir þiljum. „Það er komið logn,“ sagði ég. „Það stendur sjálfsagt ekki lengi,“ sagði Weiner án þess að snúa sér við. „Vertu bara kyrr við stýrið og sjáðu svo til.“ , Jæja þá,“ sagði ég. Við sátum þarna þegjandi, og drukkum í okkur rósemi umhverfisins. Allt í einu rauf vélardynur kyrrðina, og við fórum að skima í kringum okkur. í suðri komum við auga á svartan depil. Það var flugvél, á norðurleið. „Líttu á,“ sagði Weiner. „Er það ekki einkennilegt að hægt skuli vera að heyra í henni? Hún er töluvert langt í burtu.“ „Þetta hlýtur að vera farþegaf'lugvél," sagði ég. „Hún er líklega að koma frá Trini- dad.“ Weiner hristi höfuðið. „Hugsa sér það. Hún verður líklega kom- in til Havana í kvöld.“ „Varla svo langt," sagði ég. „Að líkind- um til Port au Prince. Það er nú spölkorn til Havana. Þaðan er ekki nema tveggja stunda ferð til Miami. Það er langt þangað ennþá." „Eg býst við að þú hafir rétt fyrir þér. En sarnt senr áður, eru flugvélar dásamleg far- artæki. Þær eru að brjóta á bak aftur síð- asta viðnám rúms og tíma.........“ Hann glotti. „Þó að Pennington hafi auðvitað rétt að mæla, að rúmið geti ekkert viðnánr veitt af því að það sé ekki til.“ „Hákarlar!" hrópaði DuFond. „Þarna á stjórnborða," sagði DuFond og benti. „Þið getið séð uggana upp úr sjón- um. Sjáið þið. Þarna!“ „Egséiþá núna,“ sagðiWeiner. „Eru þetta hákarlar?" „Þeir eru alveg eins og linýsur," sagði ég. „Hnýsurnar stökkva svona upp og nið- ur.“ „Nei,“ sagði DuFond. „Þetta eru ekki hnýsur. Þær stökkva ekki upp og niður. Þær synda í beinni línu. Ég get betur séð þá hérna. Það cr áreiðanlegt að þetta eru hákarlar. Eg held að þetta séu þeir nrann- skæðustu. Ljótir eru þeir, að minnsta kosti. Sjáið þið. Nú koma uggarnir upjr úr sjón- um!“ Það var ekki um að villast, þetta'voru há- karlar. Þeir syntu letilega, og virtust ætla að fara fram lrjá okkur aftan við skonnortuna. Þetta voru fyrstu hákarlarnir sem ég sá á allri sjóferðinni. Við vorum að horfa á þá, þegar ég sá Flaubert koma upp um lúkugatið, og standa þar. Ég sá hann ekki nema útundan mér, og gaf honum ekki mikinn gaum í fyrstunni, af því að mér þótti gaman að horfa á hákarlana. En þegar ég heyrði Weiner hvísla: „Læknir —“ sneri ég mér við og sá nokkuð sem fékk mig til að gleyma þeim. Flaubert stóð og horfði á Weiner og taut- aði stöðugt eitthvað sem við heyrðum ekki hvað var. Hann virtist vera orðinn alveg

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.