Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 31
N. Kv. FLÓTTAMENNIRNIR 77 góð áhrif á ykkur. Ég segi það í fullri lirein- skilni, að ég hefi aldrei séð svona hraustlega nienn eins og ykkur. Nú, livert er svo ferð- inni heitið héðan?“ Ég brosti. ,,Það er nokkuð sem ég get ekki látið uppskátt,“ sagði ég. „Þér megið til að vera nú 'liðles>'ur við okkur oar láta okkur enda o o ferðina í Santiago de Cuba. Nú fer hópur- mn bráðum að dreifast. Hver af öðrum, förum við nú að komast á ákvörðunarstað- tnn. Það er miklu betra að við komumst það óþekktir, án þess að vekja nokkra eftir- tekt. Þér getið sagt að þér hafið seinast séð skonnortuna á siglingu norður á bóginn.“ „Jæja þá, ætli það verði ekki svo að vera,“ sagði hann. „Hvenær ætlið þið að leggja af stað aftur?“ „A morgun. Við vorum að ákvarða það rétt áðan.“ „Viljið þér borða með mér í kvöld?“ spurði hann. „Þakka yður fyrir,“ sagði ég. „Ég kem þá hingað til að sækja yður. Eitthvað nálægt klukkan hálf-sex. . . . mig langaði mest til að bjóða ykkur öllum, en Jnér er það ómögulegt, ég er ekki vel stæð- nr núna.“ „Þeir skilja það,“ sagði ég. „Þér eruð búinn að gera nóg fyrir okkur.“ „Ég kem aftur. Sælir á meðan.“ Hann veifaði í kveðjuskyni ofan af bryggjunni og hvarf svo upp í borgina. Telez kom skömmu seinna. Hann var eins og allur annar maður. Hann var bros- andi út undir eyru, og gekk beina leið til Cambreau og kyssti hann á kinnina. „Sæll,“ sagði Cambreau. Telez settist við hliðina á honum og horfði á hann aðdáunaraugum. Svo spurði hann láa;t: „Segðu mér, hvað ég á að gera.... Hvernig get ég fengið fyrirgefningu?" „Fyrirgefningu?" spurði Cambreau. „A bverju?“ „Að ég skyldi kalla þig djöful,“ sagði Telez. „Nú, ekki annað," sagði Cambreau hlæj- andi. „Þáð er ekkert að fyrirgefa. Ef ég færi að fyrirgefa þér það, þá mundi ég með því gefa í skyn, að ég væri betri maður en jrú.“ „Þú ert betri,“ sagði Telez. „Nei,“ sagði Cambreau. „Enginn maður er öðrum betri. Við erum allir nákvæmlega eins. Mundu það. Ég hefi ekki gert neitt það, sem þú gætir ekki einnig gert.“ „Þú ert heilagur," sagði Telez. „Heilagari en þú?“ spurði Cambreau. „Ég á við það, að þú ert réttlátur." „Jæja þá, við skulum láta það gott heita. Ég er réttlátur eins og allir aðrir menn. Þú líka.“ „En þakklætið,“ sagði Telez. „Hvernig get ég látið í ljósi þakklæti mitt fyrir það, sem þú hefir gert fyrir mig? Ég verð að gera eitthvað." „Þú getur trúað því, sem ég sagði þér í gærkvöldi,“ svaraði Cambreau. „Guð er kærleikurinn, sem maður sýnir náunga sín- um. Trúðu því, og þegar þú ert farinn að trúa því, þá skaltu breyta eftir }dví .... Láttu það vera þakklæti iþitt og lífsstarf." „Ég ætla að reyna það,“ sagði Telez. Hann kvaddi okkur alla með handabandi og fór svo. Ég sá hann aldrei framar. XIV. Við höfðum ekkert fyrir stafni allan dag- inn. Við þurftum ekki að útvega okkur vist- ir. Við höfðum nægilegar matarbirgðir í eldhúsinu. Og það var búið að fylla vatns- geyminn. Það var ekkert, sem aftraði okkur frá að sigla af stað. Seinni hluta dags varð óþolandi hiti, og þá sáum við eftir að hafa frestað förinni þangað til daginn eftir. Okk- ur stóð ekki á sama um Louis Benet. Hann hafði ekki komið um borð frá því kvöldinu áður. Við töluðum um það fram og aftur, og okkur fannst það ekki óhugsandi, að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.