Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Síða 4
34
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
byggingameistarinn, sem reisti þetta stórfeng-
lega og dýrðlega minnismerki um list sína og
gaf það eftirkomendum sínum tii að undr-
ast yfir?«
»Það gerði hans hágöfgi kjörfurstinn sjáif-
ur,« ansaði hallarvörðurinn.
»Hvað segið þjer?« spurði konungur.
»MaximiIian, kjörfurstinn af Bæheimi, hefir
sjálfur gert teikninguna af höllinni og staðið
fyrir verkinu,« svaraði hallarvörðuririn og hneigði
sig djúpt.
»0-0. Jeg vildi óska, að jeg gæti náð í
þennan byggingameistara,« mælti konungur
gletnislega. »Jeg mundi senda hann tafarlaust
til Stokkhólms.«
»Jeg efast ekki um, að byggingafræðingur-
inn mun forðast það í lengstu lög,« mælti hall-
arvörðurinn.
Konungur hló að dirfskusvari hallarvarðarins.
»Ó, hver ætlar á það? Ef til vill heimsæki
jeg hann áður en langt um líður í Regens-
burg.«
Eftir þessa samræðu hjelt konungur leiðar
sinnar til ráðhússins, ásamt fylgd sinni. Rar
hafði hann látið 'stefna saman borgarráðinu og
öðrum æðri mönnum borgarinnar til viðtals.
Eiginkona Oústaf Aðólfs,, hin göfuga María
Elinóra drotning, hafði komiö til Rýskalands
skömmu seinna en konungur sjálfur. En kon-
ungurinn hafði hana aldrei með sjer, þegar
hann var á herferðum sínum, en skildi hana
eftir í borgum þeim, sem hann hafði náð á
sitt vald og stjórnaði með mönnum sínum,
þar til konungur væri búinn að tryggja svo
stöður sínar í Rýskalandi, að óhætt væri að
hún og hirðmeyjar hennar kæmu nær orustu-
sviðinu. Með henni voru ýmsar af konum
æðstu manna sænska hersins.
Drotningin hafði verið í Mainz þennan vet-
ur hjá manni sínum. Svo þegar hann settist
um Ingolstadt, urðu þau enn að skilja. En
nú, þegar konungur hjelt innreið sína í Múnchen,
mætti María Elinóra honum hjá Landshút, svo
að drotningin var viðstödd, þegar konungur
kom til Múnchen.
Meðal kvenna þeirra, sem voru í fylgd með
drotningunni, var herbergisþerna, sem hjet
Karin Eiríksdóttir. Hún var í hávegum höfð,
ekki einungis vegna þess, að hún var af góðu
bergi brotin, vel greind og stilt stúlka, heldur
og fyrir fríðleika sakir. Hún var allra hugljúfi,
sem umgengust hana. Frá morgni til kvölds
var hún glöð og kát og veitti gleðibragði sínu
yfir alt umhverfi sitt. Allir hlutu að unna
henni, sem eitthvað áttu til hennar að sækja.
Við dvöldum skamma stund í Múnchen.
Konunginum reið á miklu, að komast sem fyrst
til Schwaben og Ulen og annara bæja, sem
voru mikilsverðir fyrir athafnir hans. En þótt
við stæðum stutt við í Múnchen, kom þar fyrir
atvik, sem jeg get ekki látið vera að skýra hjer
frá, atvik, sem Karin Eiríksdóttir var mjög rið-
in við. Mjer er mjög Ijúft að segja þessa
sögu, því að hún lýsir Karin mjög vel og er
henni til mikils sóma.
Jeg hafði tekið eftir því um hiíð, að vinur
minn, Hans albúni, og þernan, Karin Eiríks-
dóttir, áttu ntök saman. Vissi jeg svo mikið,
að þau höfðu bundist ástum.
Svo var það morgunínn eftir að við komum
til Múnchen. Jeg hafði fengið herbergi leigt
hjá góðum borgara á besta stað í bænum,
ásamt fæði, og heitið honum að borga vel
fyrir mig í glæru silfri, ef hann gerði vel við
mig. Enda átti jeg strax að fagna hinni mestu
alúð frá hans hendi.
Morgun þennan sat jeg að snæðingi nteð
honum og skorti ekkert á, að höfðinglega væri
framreitt. En þegar skamt var komið borð-
haldinu, fyltist jeg megnustu ólund við það,
að jeg heyrði stigið þungt til jarðar frammi i
fordyrinu. En ólund minni var svift burtu á
sama augnabliki og jeg sá Hans albúna kotna
inn. Rað hafði ekki breytt neinu í vináttu okk-
ar, þótt mjer auðnaðist sá heiður, að verða
settur hærra í hernum en hann, og nú var eng-
inn mjer kærkomnari en hann.
Hann mælti: »Góðan daginn! Jeg er bú-