Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 37 gagnaskálanum nokkrar falibyssur og troðið þær hállfullar af gulli og silfri. Ressum auð- æfum ætlaði hann að stela, ef fyrirætlunin með diotninguna mistækist. Auðvitað átli hún að geyma þennan leyndardóm betur en sjáaldur auga síns.« »Ha, ha! Þess vegna muu konungur ekki hafa fimdið neinar fallbyssur í hergagnaskálan- utn í gær, ekki annað en nokkrar fallbyssu- kerrur.* »Nú, þá lítur út fyrir, að maðurinn hafi sagt satt. Jeg hjelt nú samt, að hann hefði aðeins sagt þetta til þess, að gylla íyrirætlun sína í augum Karinar.* »Nei, nei. Jeg heyrði á þetta minst í gær- kveldi.« Við sátum nú um stund í þungum hugsun um. Svo mælti jeg: »Jeg held að ekkert sje við þetta að gera nema að vernda drofninguna gegn þessum þorpurum, og það er auðgert með því, að hún fái aldrei þetta brjef, því að þá hefir hún enga ástæðu til þess að mæta munknum við Frúar- kirkju. En á hinn bóginn þykir mjer viður- hlutamikið, að geta ekki náð þessum þorpur- um og komið í veg fyrir, að þeir leggi fleiri gildrur. Pví að ef þeir sleppa í þetta sinn, er ekkert líklegra, en að þeim hepnist síðar að ná í hjálparmann, sem sje viljugri til að þókn- ast þeim en litla kærastan þín « »Já, sannarlega. Við verðum að ná þrjót- unum!« »Jeg held, að þetta sje líka auðgert.* Jeg hafði hugsað mjer aðferð til þess og skýrði hana nú mjög nákvæmlega fyrir vini mínum og fjelst hann á hana í öllum atriðum. Klukkan í Frúarkirkju s!ó hálf átta um kvöld- ið, þegar stórum, lokuðum vagni var ekið með hægð upp að hinu fagra guðshúsi. í ökusæt- inu sat maður, klæddur þjónsbúningi Gústafs Aðólfs. Við hlið hans sat kvenmaður og var ekki auðgeit að þekkja hana vegna búnings hennar og rökkursins, sem var að síga yfir. En þelta var Karin Eiríksdóttir. Ökumaðurinn við hlið hennar var Hans albúni. Inni í vagninum snt maður og hafði lítið um sig. Varla mundi nokkur liafa þekt hann, þótt gægst hefði verið inn í vagninn; varla að sá hinn sami hefði getað greint, hvort heldur það var karlmaður eða kvenmaður. En vegna þess að jeg segi hverja sögu eins og hún geng- ur, vil jeg ekki dylja lesandann þess, að sá, sem inni í vagninum sat, var enginn annar en jeg sjálfur. Meðan jeg sat þarna, í konunglegum vagni og hestarnir fóru í hægðum sínum, var jeg að brjóta heilann um það, hvort jeg ætti enn eftir að hitta Úlrik Apfelbaum. En í sömu andránni og vagninuin var ekið fram hjá upp'jómuðum búðarglugga, fjekk jeg annað umhugsunarefni. Jeg sá tveimur kvenmönnum bregða fyrir í Ijósgeislanum, og jeg sá ekki betur en það væri Áróra Strahl og gamla þernan hennar. Rær voru báðar ríðandi og eftir öllu að dæma voru þær nýkomnar til bæjarins. Á eflir þeim kom þjónn ríðcndi og hafði klyfjaðan hest í taumi. Ef jeg hefði ekki verið í erindagerðum, sem enga bið þoldu, mundi jeg hafa þotið af stað á eftir ferðafólkinu til þess að ganga úr skugga um, hvort sjón mín hefði gabbað mig. En eins og nú stóðu sakir, varð jeg að bíða morg- undagsins til þess að hefja rannsóknina. — Og svo nam vagninn staðar við kirkjuhliðið. Fyrst varð jeg ekki var nokkurs manns, en ekki leið á löngu þangað til jeg sá mann koma út úr skugganum og var hann í munkakufii, Hann sneri sjer til Karinar og mælti: »Ást og frelsi.« »Gjöf og endurgja!d,« svaraði Karin tafarlaust. Pessi orð, sem fjellu milli munksins og Kar- inar, höfðu þau. komið sjer saman um áður, til þess að fyrirbyggja, að munkurinn færi vill- ur vegar. Hans albúni Ijet ekki á sjer bæra í ökusæt- inu, eir.s og þetta kæmi honum ekkert við. En Karin hoppaði strax niður af vagninum,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.