Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 8
38
NÝJAK KVÖLDVÖKUR.
opnsði vagnhurðina og bauð munknutn að
stíga inn.
• Hennar hátign, drotningin, er inni í vagn-
inum,* sagði hún.
Án þess að láta bjóða sjer tvisvar, steig
munkurinn inn í vagninn og settist við vinstri
hlið mjer. Karin lokaði vagnhurðinni, steig
upp í ökusaetið og svo hjelt vagninn af stað
aftur.
Strax og vagninn byrjaði að hreyfast, hóf
munkurinn máls við mig:
»Göfuga drotning!* sagði hann með væmn-
um, ísmeygilegum málróm. »D:ottinn launi
yður góðvild yðar og hjálpfýsi, sem þjer sýnið
í því, að verða við bænum aumingjanna. Jeg
get fullvissað yður um, göfuga drotning, að
heimilið, sem jeg hefi þann heiður að vísa yð-
ur veg til, er fremur öllum öðrum þurfandi
miskunnar yðar. Meiri eymd og volæði mun
tæpast vera lil í allri borginni, en þó um leið
hvergi meiri guðsótti og góð trú, og hefi jeg
aldrei fyrirhitt jafn guðelskandi fólk og hefi jeg
þó farið víða og margt sjeð. Jeg get . . .
En nú man jeg eftir því, að jeg gleymdi að
segja ökumanninum, hvert ferðinni væri heitið.«
Um leið og hann mælti þelta, ætlaði hann
að teygja sig út um vagngluggann til þess að
gefa skipun um, hvert halda skyldi. Þá lagði
jeg hendina á öxl honum og mælti:
»Þess gerist ekki þörf, Úlrik Apfelbaum.
Ökumaðurinn veit, hvert halda skal.«
»Hva-a!c
í þessari upphrópun þorparans Iá alt það,
sem hann fann til þetta augnablik, þegar hann
vissí, að hann hafði verið gabbaður og lent í
snörunni. Reiði, ótti og örvinglun skein út úr
þessu eina orði. En svo spratt hann upp og
rjeðist á mig eins og örvita maður. En jeg
var viðbúinn þessu áhlaupi og tók á móti.
Enda hafði jeg alt að því tvöfalda burði á við
hann. Það var ekki nema augnabliksverk fyrir
mig, að hrisla rýtinginn úr hendi hans og setja
hann niður á vagnsætið. Þar hjelt jeg honum
föstum, og hversu sem hann reyndi að losast,
hepnaðist honum það ekki.
»Þú ert að kæfa mig!« stundi hann ráðþrota.
»Gerir ekkert til. Þá get jeg sparað mjer
það, að láta hengja þig.«
»Hvert ferðu með mig og hvað ætlarðu fyrir
þjer með mig?«
>Sje þjer utnhugað um að vita það nú, skal
jeg segja þjer, að úti fyrir borgarhliðinu vex
stórt trje. Þangað ætla jeg með þig og þar
ætla jeg mjer að hengja þig. Einu sinni bauðst
þú mjer bál og brennu. Jeg hefi ekki ráð á,
að búa þjer svo veglegan dauðdaga. Jeg vona
aðeins, að þú verðir mjer þakklátur fyrir það,
setn jeg get þó látið þjer í tje. Og það segi
jeg í fullri alvöru.«
Vagninum var nú ekið út um borgarhliðið.
Eitt augnablik fjell birta frá upplýstum herskál-
arium inn um vagngluggann, svo að jeg sá í
andlit Úlriks Apfelbaums, sem var ummyndað
af örvæntingu.
Við hjeldum enn nokkurn spöl áfram áður
en vagninn nam staðar. En þá vorum við
komin á áfangastaðinn.
Það leið nokkur stund áður en allur við-
búnaður ti! aftökunnar var fullkomnaður. En
þegar alt var tilbúið, fjell snaran um háls bóf-
ans og hann var dreginn upp í sterka grein
á trjenu.
Við biðum ekki þess, að vera viðstödd
dauðastríð þessa glæpamanns, en hröðuðum
okkur af stað í þeirri fullu vissu, að svo vel
væri nú saumað að Úlrik Apfelbaum, að hann
ætti aldrei framar.kost á að leggja steina í götu
satnferðamanna sinna.
Við höfðum þó ekki farið nerna spottakorn
áleiðis, þegar Hans nam staðar með vagninn.
»Hvað er að?« kallaði jeg til hans.
»Mjer heyrðist vera hlegið hæðnislega við
tijeð, sem við hengdum Úlrik Apfelbaum upp í.«
»Hvaða vitleysa.«
»Mjer heyrðist þetta líka,« mælti Karin. Og
í sömu svifum heyrði jeg hófadyn, sem fjar-
lægðist.
Jeg fjekk grun um, að ekki væri alt með
feldu og kallaði til Hans:
»Við verðum að stiúa aftur.«