Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÓLDVÖKUR. 39 Efiir drykklanga stund vorum við komin á aflökustaðinn aftur og litum upp í trjeð. Úlrik Apfelbaum var horfinn. »Nú skil jeg,« mælti Karin. »Eflaust hefir Úlrik Apfelbaum haft einhvern mann til þess að taka við drotningunni á ákveðnum stað. Svo hefir þessi maður, hver sem það nú hefir verið, fylgst á efiir vagninum og verið sjónar- vottur að því, þegar við festum þorparann upp í trjenu. En hann hefir verið of huglaus til þess, að gera íilraun til að aftra aftökunni. Svo þegar við fórum tafarlaust af stað, hefir hann flýtt sjer að skera sundur suöruna og frelsað þannig fjelaga sinn.« Við fjeliumst á þessa ráðningu Karinar og jeg bælti við: »Jæja þá! Retta er eflaust vilji forsjónarinn- ar, sem hefir lengt líf hans enn um stund til þess að gefa honum tækifæri til að betrast. Svo skulum við halda heimleiðis aftur.« Daginn eítir bað jeg um áheyrn konungs og fjekk hana. »Sonur niinn!« mælti hann, að vanda hinn ástúðlegasti. »Jeg er glaður yíir því, að þú ert hraustur og heilbrigður. Rað sjer ekki á, að æfintýri þitt við Ingolstadt hafi gert kinnar þínar fölari.« »Ouði sje lof! Jeg kenni nijer einkis meins,« ansaði jeg með lottiingu. »Heilbrigði er mikil guðs gjöf. En hvað er það, sem þjer liggur nú á hjartapc »Herra minn og konutigur! Mjer er sagt, að í hergagnaskálanum sjeu aðeins kerrurnar undan fallbyssunum, en fallbyssurnar finnist hvergi.« s^að er rjett. Kjörfursiinn hefir að líkind- um tekið þær með sjer, þegar hann flúði úr borginni.í »Mjer virðist þó sem það mundi vera ó- þægilegur ferðaflutningur, að hafa um hundrað fallbyssur í eftirdragi. Fyrirgefið mjer allra mildilegast dirfsku mína, en jeg hlýt að vera á annari skoðun um þetta en þjer, konungur minn.«: »Nú-já — ef tif vill hefir þú rjett fyrir þjer. Mjer hefir þótt það ósennilegt. Eða hefir þú nokkra ástæðu til að halda annað um hvarf fallbyssanna en getgátur einar?« »Auðvitað veit jeg ekkert um það með vissu. En jeg hefi heyrt tæpt á því, að þær mundu vera grafnar niður undir gólfinu í hergagna- skálanum.* Konungur spratt á fætur eins og ungur mað- ur og sagði nieð fjöri: »Jæja. Við skulum sjá tii.« Hann klæddist í skyndi skinnbrynju og fór í fábrotinn klæðisfrakka utan yfir, eins og har/n var vanur að vera búinn. »Komdu svo,« sagði hann. »Mjer er for- vitni á að vita hið rjetla í þessu máli.« Regar í hergagnaskálann kom, benti hann nokkrum liðsforingjum að koma með sjer. »Komið með mjer! Nú förum við í undir- djúpin til þess að reisa við hina föllnu engla.« Með einum liðsforingjanum sendi hann boð til herdeildar einnar, að korna á vettvang og bíða þar íyrirskipana hans. Svo var tekið til óspiltra málanna með spöð- um og mölbrjótum, járnstöngum og hverju öðru, sem hönd á festi, og hamast við að brjóta upp gólfið í skálanum. Eftir litla stund hepn- aðist að losa um einn planka og eftir það var auðgert að leysa sundur meginpart af gólfinu. Við fyrsta plankann, sem losaður var, sást að tilfögn mín var rjett. Rað bólaði á fall- byssu undir gólfinu. Nú kom hópur af hermönnum, sem þegar byrjaði á því, að ná fallbyssunum upp. Margar þeirra voru hinar prýðilegustu. Rað var óbland- in gleði, sem lýsti sjer í spaugsyrðum her- tnannanna og tók konungur jafnvel undir með þeim. Fallbyssurnar voru nú allar komnar upp og taldi jeg hundrað og fjörutíu. í viðbót við fallbyssufundinn, rákumst við á fjársjóð í einni fallbyssunni, sem nam þrjátíu þúsund dölum í reiðu silfri. Konungur kallaði á mig afsíðis og mælti:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.