Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 43 Hún leit á m'g sem þrumulostin, andlitið var naiölt, en svo fór titringur um Hkama hennar og roði hljóp í kinnarnar og mjer virtist votta fyrir glampa af brosi. Svo leit hann niður og hvíslaði: »Frú Dunsda'e? — hvað eigið þjer við? — Var það ekki jeg, sem einu sinni var frú Duns- dale? — Jeg hjelt það hefði aðeins verið draumur*. Jeg mælti lágt og sem jeg talaði við sjálfan mig; »Stutlir draumar eru oft þeir fegurstu, og enn þá fegurri, þegar maður vaknar og fær að vita, að það var ekki draumur, — að lífið hafi breytt öllum heitustu og fegurstu óskum og óraumvonum í veruleika.® Það var dauðaþögn í herberginu. — Jeg heyrði að Eliinor dró andann þungt. — Svo hjelt jeg áfram lágt eins og áður: »Og íeg hefi þekt mann, sem dreymdi fagr- an og ógleymanlegan draum, matm, sem svo að segja á sömu stundu, sem hann eignaðist hana, sem hann elskaði eins og silt eigið líf, — þá misti nann hana, var sviftur henni.« Ellinor horfði á n.ig með einkennilegum ljóma í augunum. Og mjer virtist bjarmi komandi lífsdaga færast yfir andlit hennar. »Hver var þessi óbamingjusami maður?« spurði hún. »Það var vinur minn, — eða rjettara sagt, — er vinur minn, ásffólgnasti vinur minn.« »Hvað heitir hann?« »Hann heitir — Percy — undirgreifi frá Dunsdale — elsti sonur markíans frá Sey- mour.« Ellinor rak upp hátt bijóð og þaut upp úr hvilu sinni og fleigði sjer í faðm föður síns. »Pabbi, pabbi!« hljóðaði hún. — »Forðaðu wjer frá þessum manni. Hann ætiar að villa mjer sýn, heilla mig með draumsjónum, svo að hjarta niitt bresti, er sannleikurinn kemur aftur ískaldur og ægilegur.« En gamli maðurinn svaraði eigi, en þrýsti henni að brjósti sínu.« »Orð mfn eru sannleikur,« mælti jeg. »Og jeg kem frá Percy til að hifta yður og nefna nafn hans, en þó þjer eigi viljið trúa mjer, get jeg eigi gert að.« En gamli maðurinn mælti með tárin í aug- unum: »Góði herra, segið þjer henni að hann lifi enn og að hann komi til okkar von bráðar.« »Nei, nei, segið þjer jjað ekki,« stundi hún, »í það minsta megið þjer ekki fullyrða það — það er ómögulegt — ómögu!egt!« — »Jú, það er mögulegt, frú Dunsdale, og það er sannleikur,« svaraði jeg rólega. »Hann lifir — lifir til að elska yður og koma aftur til yð- ar. Og jeg er hjer til að segja yður það.« Og kvöldið leið, þetta ógleymanlega kvöld, sem kom til okkar með fögnuð í faðmi sjer, — fögnuð, vonir og sælu. Tuttugasti og fjórði kapítuli. Jeg kem aftur til St. James. Næsfa morgun, er jeg vaknaði, skein sólin inn um gluggann minn, geislarnir Ijeku um andiit mjer, og mjer virtust þeir spá mjer gleði og gæfu. Þegar jeg kom inn til Ellinor og Grahams, sá jeg, að það voru ekki lengur sorgbitnu, sjúku manneskjurnar, sem jeg hafði hitt daginn áður. Nei, nú hló fögnuður í augum þeirra, fögnuður og lífsþrá. Fölvinn var horfinn úr kinn- um Ellinor og örvæntingin úr augum hennar. Hún stóð frammi fyrir mjer, glöð og hraust, með vaknandi morgunroða í vöngunum. Við settumst nú að morgunverði og rædd- um um framtíðina. Jeg hafði haldið ieyndu fyrir þeim, hvar Percy væri, en nú tóku þau að spyrja mig um það, en jeg svaraði að það væri leyndarmál Percy sjálfs, en pig! mitt og því yrði hann að segja þeim það, en ekki jeg. Undraði þau mjög svar þetta. Ástæðan fyrir því, að jeg hjelt því leyndu fyrir þeim að hann væri fangi á vitfirringahæli, 6*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.