Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 14
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, var aðallega sú, að þar eð markíinn frá Sey- mour hafði nú yðrastgerða sinna og var orðinn annar maður, vildi jeg sýna honum hlífð og fletta eigi ofan af glæp hans; einnig vildi jeg eigi varpa skugga á hina hreinu gleði feðgin- anna með því að skýra þeim frá því. Svo gat þá Percy, er hann kom sjálfur, og álcit það rjett, sagt þeim það. »Hvað verður langt þar til þjer komið með Pcrcy?« spurði Ellinor. »Jeg get eigi sagt um það með vissu, en jeg býst við að það verði í lengsta lagi hálf- ur mánuður. Atvikin, — tilviljun, ræður miklu þar um,« svaraði jeg. »Hann er þá á einhvern hátt fjötraður?* »Já, jeg get eigi neitað því, en nú er að- eins um örfáa daga að ræða, þar til hann er frjáls.c »Og ógna þau öfl, sem skyldu okkur að, honum ennþá?« »Jeg get svarað því bæði játandi og neit- andi.c »Hvað meinið þjer með því?« »Jeg á við, að öfl þau eru enn við líði, en við höfum alt það í hendinni, sem við þurft- um til að sigra þau með.« Pau spurðu mig ítarlega um þetta, en jeg gaf engin þau svör, er þau gætu ráðið neitt í. í þessum viðræðum komst jeg að því; að þau höfðu ekki hugmynd um, að þau höfðu verið elt í illu skyni. Höfðu eigi hugmynd um, að Mortimer hafði verið á hælum þeim, jeg sagði þeim að svo hefði verið, en nefndi engin nöfn. »Höfðuð þið enga hugmynd um það, hver hafði numið Percy burt?« spurði jeg meðal annars. »Nei,« svaraði Ellinor. »Og þó ef til vill gátum við ímyndað okkur ýmislegt, en við höfðum engar sannanir. Pegar að Percy hvarf frá vagninum og kom eigi aftur, þóttumst við aðeins fullvís þess, að hann hefði verið num- inn burt með valdi, og skelfileg hræðsla gagntók okkur. Við bjuggumst þá og þegar við því, að þeir hinir sömu, sem höfðu tekið hann mundu þá og þegar ráðast á okkur, en svo var eigi. Svo hjeldum við af stað, er við sá- um, að við gátum ekkert gert. í fyrstu ætluð- um við til Dunsdale, en svo fengum við boð með ökumanninum, sem hafði ekið okkur og leigt vagninu, um að Percy væri kominn á- leiðis til London. Pessi fregn hefir auðvitað verið ósönn, en boðberinn fullyiti þetta og sór við alt heilagt, að hann hefði ekki hugmynd um hvarf Percy, og að hann hefði aðeins verið beðinn af einhverjum manni að skila þessu. Svo hjeldum við til London svo fljótt, sem okkur var unt, en þar fundum við engan Percy. Og um alt England leituðum við fram og aftur, en altaf árangurslaust. Ó, herra minn! Jeg get eigi lýst öllum þeim sálarkvöl- um, sem við liðum á þessu ferðalagi. Svo settumst við að hjá föðurbróðum mínum.« »En hversvegna fóruð þið ekki til Dunsdale og settust þar að; það var þó eign yðar, frú Dunsdale?* »Hvernig átti jeg að fara þangað og segja við fólk hans: »Hjer er jeg. — Jeg er hús- freyja hjer, en jeg veit ekki hvar húsbóndi ykkar er« ?« Pegar við stóðum upp frá borðum, fór jeg þegar að skrifa brjef. Skrifaði jeg fyrst til Pillips og sagði honum í fám orðum að sig- urinn væri vís og bað hann að hitta mig á St. James samstundis, til þess að við gætum undirbúið flóttann. Annað brjef skrifaði jeg til bústjórans á Dunsdale, og bauð honum að senda vagn, er 6 hestar gengju fyrir, óðar og hann hefði feng- ið þetta brjef, til staðar eins í námunda við St. James og skyldi vagninn bíða mín þar ferð- búinn hvert augnablik sem skildi. Einnig sendi jeg forstjóranum í St. James nokkrar línur og Ijet hann vita, að jeg mundi koma þangað aft- ur eftir tvo —þrjá daga. Petta brjef var í raun og veru ef til eigi nauðsynlegt, en jeg ætlaði með því að láta Percy vita, að góður árangur hefði orðið af ferð minni, því jeg skrifaði svo- hljóðandi eftirskrift: »Og hvað viðvíkur hesti herra Sidneys, þá

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.