Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Page 16
46 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Hann dróg mig til sín og faðmaði mig að sjer. íOg hverjar frjettir flytur þu rnjer nú, vinur minn ?« »Eins og jeg nú hvíli við hjarta þitt, þann- ig hefi jeg hvílt við hjatta föður þíns og síra Grahams eða núverandi baróns Grahams. »Guði sje lofN hrópaði hann fagnandi. »Og Elliuor?« »Hjer er brjef frá henni.« Aldrei hefi jeg sjeð rjokkurt andlit eins geisl- að af hamingju og fögnuði eitis og andlit hans meðan að hann las brjefið. Hann hló, g'rjet og kysti hverja línu og hvert orð. Svo mælti hann rólega: »Guð faðir, jeg þakka þjer, þú hefir heyr bænir mínar.« Jeg settist nú við hlið hans og hóf mál mitt Jeg sagði honum alla söguna, hvert smáatvik’ hvert orð. Þegar jeg hafði lokið henni, rnælti hann lágt: »Faðir minn! — Faðir minn! Rú óttast þinn eiginn son og bölvar honum sökum þess. — Hvernig er slíkt mögulegt?« Svo þagði hann um hríð. »En Ellinor,« hjelt hann áfram, og nú varð rödd hans þíð og dreymandi. »Ellinor biður mig að gleyma og fyrirgefa. Ellinor, Eilinor mín.« Aftur sat hann hljóður um hríð. Svo mælti hann: »Og þú segir að erfðaskráin sje brend, og hann eigi ekkert að fá — verða allslaus ör- eigi — nei, nei, það er ekki rjettlátt. Jeg vil ekki taka við arfinum.« »Hvað segir þú?« hrópaði jeg undrandi. Ætlarðu að láta arfinn fara frá þjer? »Já, arfinn, en ekki nafnið, — titilinn, — hann get jeg ekki gefið, en alt hitt, hallir og jarð- eignir, lausafje og fasteignir. Lqfum honurn að njóta þess með drykkjubræðrum sínum. Og er þetta leyndarmál enn aðeins í þínum hönduin?* »Já, enginn lifandi maður veit um það ann- ar en jeg. »Rakkaþjer fyrir. Guð eian á að dæma rriilí okkar bræðranna. Ekki dómstólar mannanna, því heldur vildi jeg ganga fyrir hvers manns dyr og bsðja um brauð, heidur en að láta hið gamla ættarnafn mitt verða að skotspæni al- múgans, saurgað fyrir dómstólunum.c »Moríimer! Mortimer!« hjelt hann áfram. — »Rakka þú guði fyrir, að jeg hefi fengið Ellinor aftur. Hún er þinn góði engill, því hefðir þú skert eitt hár á höfði ’nennar, myndi jeg hafa gleymt, að við eigum báðir sama föður, og þá skyldi hefnd mín hafa orðið ægileg.« Við ráðgerðum nú flóltann og vorum við báðir samrnála um það, að besta tækifærið mundi verða á föstudaginn, þá er leika skyldi. Percy hafði unnið Chappert á s'tt band, svo hann hafði lofað að hjálpa tii viðflóttann. Og um það leyti mundi Philips vera kominn. Skömmu eftir að við höfðum rættum þetta, korn yfirlæknirinn til að sjá, hveinig Percy liði. Svo bað hann mig að koma með niður og spila við sig e-tt kúlnasp l. Og gerði jeg það* Tuttugasti og fimti kapítuli. Föstudagurinn. Næstu daga hitti jeg oft Percy og ráðgerð- um við flóltann hverja þá stund, sem við vor- um einir. Við höfðum ákveðið að skilja eftir brjef til forsljórans, þar sem við báðum hann, sem heiðursmann, að leyna flóttanum, svo sem unt væri, því innan fárra daga skyldi hann fá fullkomnar uppiýsingar, svo að hann sæi, að hjer væri um alvarlegt máleíni að íæða, og sem aðeins þessi eina leið hefði getað unnið gagn- Síðari hiuta fimtudags reið jeg burt á »Bravó«, og sagði jeg embættismönnum hælisins, að jeg ætlaði að bregða mjer burt í skemtiíerð nokkr- ar klukkustundir. Pegar jeg kom að vindubrúnni, spurði brú- arvörðurinii:

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.