Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 17
NÝjAR KVÖLDVÖKUR.
47
»Eruð þjer að fara alfarirm, herra minn? Ætl-
ið þjer ekki að sjá sjónleikinn hjá okkur?«
»Jú,« svaraði jeg. »Rað ætla jeg að gera.
En jeg fer alfarinn, annað kvöld, eða næstu nótt,
þegar að sýningin er búin.«
Reið jeg svo yfir brúna.
Ætlan mín nieð þessari för, var að vita hvoi t
vagninn frá Dunsdale væri kominn þangað, sem
jeg hefði gert boð eftlr honum, sem var tvaer
mílur burt fiá St. Jatnes.
Reið jeg nú þangað, og var vagn'nri kom-
inn. Einnig hafði bústjórinn sent tvo veð-
hlaupahesta, ef að Percy vildi heldur ferðast
ríðandi.
Jeg talaði nú við mennina, sem gættu vagns-
ins og hestanna og gaf þeim fyritskipanir mín-
ar um, að vera ie‘ðubúnir á hvaða stundu sem
jeg kærni o. s. frv.
Hjelt jeg svo heim á leið aftur.
Er jeg var korn nn heim, gekk jeg rakleilt
’pp á he'bergi Percy, staðnæmdist jeg eití
augn.iblik fyrir utan dyrnar, því jeg heyrði
mannamál inni. Var Philips korninn þar. Gekk
jeg svo inn og var þá Percy að ljúka við
sð segja honum sögu mína.
Gamii tiúlyndi þjónninn var svo hræi ður, að
tárin streymdu niður kinnar hans.
Jeg rjetti honum hendina og hann þakkaði
mjer í nafni húsbónda sítts með mörgum fögr-
uni orðum.
Svo sneri jeg mjer að Percy og sagði hon-
"ni frá því, að hestar og vagn biðn nú hans á
tiíteknum stað.
*>Er það mögulegt,* mælíi nú Philips, »að
markíínn hafi gert hann að einkaerfingja
sínum ?«
»Já, það er sanrtleikur, Pnilips,« svaraðijeg.
»Og það er ætlun ykkar að leggja af stað
hjeðan næstu nótt?«
»Já,« svaraði Percy. — »Ert þú reiðubúinn.*
Philips játaði því og mælti svo: »Ef. þjer,
herra undirgreifi, viljið ganga út að hesthús-
úyrunum, getið þjer sjeð faratækið, sem á að
flytja yður burtu.«
Percy brosti.
»En hvað skyldu þeir segja hjerna á hælinu,
þegar að fuglinn er floginn,* hjeit Philips á-
fram.
»Peir þakka efiaust guði fyrir að sleppa
kostnaðarlítið við mig. En hvað skyldu þeir
segja ef jeg kærði þá fyrir rjetti.
»Gerðu það ekki, Percy,« mæifijeg, »Pyngsta
hegningin mun eflaust verða sú er augu þeirra
opnast og þelr sjá, hve blindir þeir bafa verið
og hve heýrnarsljófir gagnvart rödd skynsem-
innar.« (Framhaid).
Fræðakorn.
(Framhald).
Steen Steensen Blicher, danskur rithöf-
undur, mjög nafnkunnur. Hann er fæddur II.
okt. 1782. Alt Iff han?. og ritstörf voru helg-
uð Jótiandi, fæðingarstað hans. Framan af
æfinni þjáðist hann af brjóstveiki. Hann varð
stúdent 1799. 1809 tók hatm guðfræðispróf.
1810 varð hann kennari við latíntiskólann í
Kanders. Skömmu seitina giftist hann ekkju
föðurbróður síns, er var kornung og fögur.
V2rð þeim margra barna auðið, en hjóna-
bandið varð afar óhamingjusamt. Fyrstu Ijóð-
mæli hans komu út í Aarhus 1814. 1817
kom annar liluti þeirra. 1819 varð hann prest-
ur t fámennri sókn á hinum eyðilegu Jótlands-
Iteiðutn. Fyrsta verk hans, er hafði verulegt
gildi, kom út, er hann var 42 ára gamall.
Var það ssga, er hjet: »Brudstykker af en
Landsbysdegns Dagbog* (Brot úr dagbók með-
hjálp3ra í sveitaþorp). Með þeirri bók skap-
aði hann nýtt tímabil í listasögu danska ó-
bundna málsins, fullkomnaði og fegraði þá
skáldskapartegund. Einnig hefir bókin frum-
legan og einkennilegan stílsblæ. Eftir þetta
kom hver sagan eftír aðra frá hendi hans í
»Nordlyset«, tímariti, er hann sjálfur gaf út.
Eru þær flestar stuttar, en eiga tæplega nokkra
sína iíka í snild, bæði hvað viðvíkur efni og
meðferð, í danskri sagnagerð. Sjerstakiega niá
benda á »Præsten i Vejlbyc (1829). í fyrstu
hlaut hann eigi þá viðurkenningu hjá ritdóm-
endum og metitamönnum þeirra tíma, er hann
átti skilið, en alþýðuskáld varð hann þegar.