Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 8
70 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. jeg hygg, verið eTns vondur og rógberarnir gera hann. Jeg fyrir mitt leyti held, að hann sje ekki vitund verri en fjármálamenn nítjándu aldarinnar.* Jeg hló að þessari samlíkingu. »Nú er best, að þjer farið til Mc. Whing,« sagði jeg. »Jeg vona að þjer segið honum, að jeg sje þrefalt merkari en eIIir þessir nýgræð- ingar til samans.« »Verið þjer öldungis óhræddur,« svaraði Lúc'ó. »Jeg kann alla þessa þulu utan að — »fyrsta flokks stjarna* o. s. frv. Jeg hefi marg- lesið »Athenæum«, svo að jeg er orðinn leik- inn í orðatiltækjum þessara bókmentalegu upp- boðshaldara og jeg held, að jeg standi mig ágætlega. Sælir á meðan?« Hann fór og jeg fór líka að borða morgun- verð í klúbb einum, þar sem jeg var meðlim- ur. Jeg stansaði á leiðinni við bókhlöðuglugga til þess að sjá, hvoit hin »ódauðlega« ritsmíð mín væri þar, en hún var þar ekki. Meðal nýjustu bókanna var þar ein eftir Mavis Clare, »DeiIu efni« að nafni, og var henni valinn ein- hver haganlegasti staðurinn í glugganum. Jeg gekk inn í bókhlöðuna og keypti hana. »Selst mikið af þessari bók?« spurði jeg, þegar jeg var búinn að kaupa hana. Búðarþjónninn rak upp stór augu. »Selst!« át hann eftir. »Já, jeg hefði nú haldið það! Rað Ies hana hver maður.« »Einmitt það,« svaraði jeg og fór að blaða í henni. '»En jeg hefi hvergi'sjeð hennar getið í blöðunum.« Búðarþjónninnj_brosti og ypti öxlum. »Nei — og það munuð þjer ekki heldur sjá, herra góður,« sagði hann. »Ungfrú Clare er svo alþekt, að hún þarf engra meðmæla við. Auk þessu eru margir ritdómendurnir henni andvígir sökum þjóðhylli hennar — og það vita lesendurnir. Hjer á dögunum kom hingað maður ;frá einu stóra blaðinu. Hann átti að skiifa eithvað um bækur þær/sem b:st gengju út og bað mig að segja sjer, hverja höfunda,væri spurt niest um. Jeg sagði hon- um, að ungfrú Clare væri þar fremst í röð — eins og líka satt er — en þá varð hann gram- ur og sagði: »A!slaðar er sama viðkvæðið og mjer kemur það ekki að neinu haldí, hversu satt sem það kann að vera, því að jeg þori ekki að nefna það. Ritstjórinn mundi strika yfir það þegar í stað — hann hatar ungfrú CIare.« »Rað er skárri ritstjórinn, sem þjer er- um hjá,« sagði jeg. »Engir menn m sþyima sarnleikanum e'ns og blaðamennirnir.* Jeg b.osti og fór burt með bókina og þótt- ist viss um, að hafa kastað peningum mínum á glæ. Ef þessi Mavis Clare var svona vinsæl í raun og veru, þá hlutu bækur hennar að teljast með þessum ógurlegu reyfarasögum, sem fólk gleypti við. Rví að jeg var einn í hóp þeirra bókmentamanna, sem gera sig seka um þá hlægilegu ósamkvæmni, að telja leser.durna »asna«, en þrá þó ekkert annað jafn mikið sem lofsyrði og hróp þessara »asna«, og jeg gat því ómögulega hugsað mjer, að þeir væru fæiir um að ve'ja sjer veglega góð rit upp á eigin spýtur og án handleiðslu r>tdómendanna. Auðvitað skjátlaðist mjer í þessu. Allur þorri lesenda finnur ósjálfrátt til þess, hvað rjett er og hafnnr því hjegómanum og því, sem fánýtt er, en velur sjer hitt, sem verulegt gildi hefir. Jeg settist út í horn í lestrarstofu klúbbs:ns, fór að skera upp úr bókinni og blaða í henni og var reiðubúinn — eins og flestir karlmenn af mínu tægi — að hæðast að bókinni og setja út á hana, einkum þar sem hún var sam- in af kvenmanni. Hjarta mitt barðist af ótta — og öfund! — þegar jeg var búinn að lesa nokkrar línur. Hvaðan kom þessum skarpgáf- aða höfundi, sem ekki var annað en kvenmað- ur, slikur kyngikraftur, að hún skyldi dirfast að skrifa betur en jeg? Og að hún skyldi neyða mig til að kannast við vanmátt minn með töframagni penna síns, þó að mjer gremd- ist það og sviði! Henni var gefin skýr hugsun, ágæt niðurskipun og Ijómandi ritháttur, og auk þess hafði hún vald yfir málinu og prýðilega framsetningu — jeg fyltist ofsabræði við lest- urinn, grýtti bók:nni frá mjer út í horn og þorði ekki að lesa meira. Relta var hinn vold-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.