Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 18
so
NVJAR KVÓLDVÖKUR.
í hægðum mínum meðfram sjónum og var að
hugsa um fallegu slúlkurnar, sem jeg hafði
dansað við. En er jeg var á að giska kominn
hálfa leið til til landtökustaðarins, jaustu að mjer
þrír spánskir hermenn, auðvitað mestu bölvuð
þrælmenni, og sótlu mig í álcafa, allir senn,
með sverðum sínum.
Jeg hafði ekkert annað til að verjast með
en rýtinginn minn, en af því að mjer var ekki
um, að þeir rækju mig í gegn fyrir sakleysi,
varðist jeg meðan jeg mátli, og gerði líka útaf
við einn þeirra. En loksins unnu þeir bug á
mjer, því annar þeirra rak byssusling sinn í
gegn um mig. Frá þeirri stund mundi jeg
ekkert eða vissi í þenna heini nje annan. Jeg
get nú auðvitað ekki með neinni vissu sagt um
það, er fram fór eftir þetta, en jeg hefi áslæðu
til að ætla, að þeir hafi klætt mig úr hverri
spjör, grafið mig í sandinum og haft sig að
því búnu á burtu með hinn dauða fjelaga sinn.
Og þarna lá jeg nú dauður og grafinn.®
»En, góði O’Brian?* ....
»Uss, haltu þjer saman, drengur, jeg er ekki
nærri búinn með söguna. Jeg giska á, að jeg
hafi legið í grölirini sem svarar klukkusfund —
en grunt hafa þeir víst grafið m;g, þrælarnir,
því þeir höfðu hratt á hæli, þegar kom þarna
að fiskimaður með dóttur s'nni; voru þau á
leið til skips, því þau ætluðu í róður. En
stúlkan — guð blessi hana fyrir það — gerði
mjer þann greiða, að slíga oFan á nefið á mjer.
Pað er augljóst, að hún hefir aldrei fyr stígið
ofan á nef á írlendingi, því hún undraðist hvað
þelta gæti verið, er fór svona skrílilega undir
fæti. Hún leit því til jarðar, en sá ekkert og
sópaði því sandinum til með fætinum; sá hún
þá glitta í hið fríða andlit mitt. Jeg var heitur
enn og andaði fullum felum, því sandurinn
hafði slöðvað blóðrásina, svo mjer blæddi ekki
til ólífis. Fiskimaðurinn dró mig upp úr sand-
inum og lagði mig á bak sjer og bar mig til
danssalsins, en þar var ennþá dansað af kappi.
En er hann skjögraðist með mig inn í dans-
salinn, tóku allar dansmeyjarnar að æpa og
huldu andlitin í höndum sjer. Ekki stafaði
þessi geðshræring þeirra þó af því, að þær
hefðu það á meðvitundinni, að jeg hefði ver-
ið myrtur, því slíkt var þar daglegt brauð,
heldur af því, að jeg var nakinn — það þótti
þeim nú öllu lakara!
Jeg var óðara lagður í rekkju, og bátur var
sendur eftir skips'ækninum. Og eftir nokkrar
klukkustundir var jeg orðinn svo hress, ið jeg
mátti mæla, og gat skýrt frá atburði þessum.
En með því, að freigátan varð að Ieggja á stað
tveim dögum síðar, varð jeg eítir, því jeg var
mikils til of veikur til þess, að geta fylgst með.
Var jeg því afskráður þarna og var nú ennþá
einu sinni orðinn atvinnulaus.
Jeg dvaldi þarna rúmt missiri hjá franskri
fjölskyldu áður skipsferð fjelli heim til Englands.
Á þessum tíma lærði jeg frönskuna og talsvert
í spönsku að atki.
Pegar lil Englands kom, frjetli jeg, að búið
væri að seíja heiteknu skipin og peningarnir
lægu til reiðu. Og er jeg lagði fram skírteini
mín, voru 167 pund sterling lögð í lúkurnar
á mjer. Rað var minn skerfur af skipstöku-
laununum.
Aldrei á æfi minni hafði jeg átt slík ógrynni
fjár, og hefi heldur aldrei síðan eignast slíkt;
vona jeg þó, að þess verði nú ekki langt að
bíða. Óðara en jeg kom heim til mín, breiddi
jeg peningana út um borðið og skoðaði þá
gaumgæfilega, og sagði við sjálfanmig: >Jæja,
Terence O’Brian! Ætlar þú nú að eyða sjálfur
þessu fje, eða ætlarðu að senda peningana
he:m?« Þá datt mjer í hug faðir M’Grath og
slóllinn, er sendur var lil höfuðs mjer; varjeg
þá kominn á fremsta hlunn með að st'nga hverj-
um eyri i minn eigin vasa. En svo fór jeg að
hugsa um móður mína og kýrnar og grísina
og húsgögnin og alt, er gengið hafa í súginn
mín vegna, sömuleiðis um systkini mín, sem
urðu nú að vera kartöflulaus. Ákvað jeg þá fastlega,
að sendaallanauðinnheim; mundi þá sr. M’Grath
ekki lengi hugsa sig um að gefa mjer syndalausn.
(Framh.)