Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 12
74
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
mjer hafði orðið svona hrapalega á, og hugs-
aði með mjer, að jeg hefði gert þarna skyldu
mína eftir bestu samvisku, og þá væri ekki
meira af mjer að heimta. Jeg selti auðv.tað
glasið á akkerisvinduna, og labbaðí svo fram
á þilfarið, þangað sem jeg átti að vera. Nú
voru þeir að fara undir þiljur Savage kapleinn
og Falkon, en O’Brian kom til mín.
Jeg fór að tjá honum óh3pp m tt, og hversu
yfirstýrimaður væri nú stórreiður. Hann hló
að öllu saman og bað mig að setja þetta ekki
fyrir mig. Skyldi jeg, mælti hann, vera á vakki
við austuropið hljeborðsmegin og gefa nánar
gætur að háttsemi herra Doball, — »því romm-
blandan verður sú tálbeita, sem hann verður
að hringsóla í kringum þangað til hann gleypir
hana,« bætti O’Brian við. »Og þegar þú
sjerð að hann ber glasið upp að vörunum,
skaltu ganga til hans djaiflega og óhikað og
biðja hann fyrirgefningar á glappaskotinu, hafi
það móðgað hann. Og þekki jeg piltinn rjett,
stendur þá varla á fyrirgefningunni.
Petta þótti mjer óskaráð og fór á varðberg
við borðsíokkinn, eins og O’Brian hafði láð-
lagt mjer, og hafði gát á karli. G.kk hann
altaf í hring utan um akkerisvinduna og urðu
hringirnir altaf minni og minni og færðist hann
þannig altaf nær og nær vindunni, uns hann
staðnæmdist fast við hana og horfði á romm-
blönduna. Stóð hann þannig svo sem svara
mundi hálfri mínútu, en þreif svo glasið og
þambaði úr því hjer um bil helminginn. Húu
var sterk biandan í glasinu, svo hann varð að
stansa til að ná andanum. Nú fanst mjer gott
tækifæri og gekk því td hans. Hafði hann nú
aftur sett glasið á munn sjer, og óðara en hann
gætti að mjer, sagði jeg:
»Jeg vona, herra, að þjer fyrirgefið mjer.
Jeg hefi aldrei heyrt um náttkíki getið, en af
því að jeg vissi, að þjer höfðuð langa vöku
fyrir hendi, hjelt jeg að þjer væruð þreyttur og
þörfnuðust hressingar eða einhvers til þess að
sfyrkja yður á.« ;
»Jæja, herra Simple,« svaraði hann, er hann
með djúpu vellíðunarandvarpi hafði tæmt glasið.
»Fyrst þjer gerðuð þetta í góðum tilgangi,
skuluð Jjjer sleppa við refsinguna í þetta sinn.
En munið það, að ef þjer færið mjer einhvern-
tíma aftur rommblönduglas, þá gætið þess, að
hvorki sje viöstaddur næstráðandi nje kapteinn-
inn. Ressu lofaði jeg honum einlæglega og
gekk leiðar minnar himinglaður yfir þessum
málalokum, en þó einkum yfir því, að næst-
ráðandi hafði sagt, að jeg væri ekki svo mikill
þorskur sem margir hjeldu.
XH.
Einkennileg læknisaðferð. O’Brian
lýkur sögu sinni.
Klukkan sjö morguninn eftir gekk jeg upp á
þiljur meðan verið var að taka niður hengirúm-
in og ganga frá þeim. Var jeg þá sjónarvott-
ur að því, hvernig næstráðandi beitti læknisað-
ferð sinni við skipsdreng einn, 11 þess að
venja hann af að reykja, því hann hafði megn-
ustu andstygð á þeim óvana. Aldrei fann hann
að því við hásetana í framlyftingunni, þótt þeir
tygðu tóbak og reyktu, en hann vildi ekki, að
skipsdrengirnir vendu sig á það; þótti fonum
þeir of ungir M þess, meðan þeir höfðu ekki
náð tvítugsaldri. Nú hafði hr. Falkon fundið
tóbakslykt af einum þeirra, er hann gekk fram
hjá honum á skutþiljunum.
»Hæ, heyrðu Neil I Hefirðu veiið að reykja?«
sagði hann. »Jeg hjelt að þú vissir, að jeg
leyfi ekki öðrum eins stráklingum og þú eit,
að venja sig á tóbak.*
»Með yðar leyfi, herra,« svaraði pillurinn
og bar hendina upp að húfunni, »þá hefi jeg
þjáðst af nálgur, og var mjer sagt, að tóbak
væri gott við þeim kviila.«
»Já, það er ágætt fyrir nálgurinn,« sagði næst-
ráðandi, »það er alveg áreiðanlegt, en mjög
skaðvænlegt fyrir sjálfan þig. Herra trúr! Reir
fitna og þrífast slík fádæmin öll af tóbaki, að
geta orðið á stærð við litla ála. En aftur á
móti er það kuldinn, sem drepur þá. Nú
skal jeg lækna þig. Komið hingað, varabát-