Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 10
72
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
lesendurnir velja sjer sjálfir höfund, þá er það
Ieiðinlegt fyrir hina höfundana — en við því
verður ekki gert.«
»Hvers vegna þurfa þeir endilega að velja
ungfrú Clare?« rpurði jeg.
»Já, hvers vegna?« svaraði hann brosandi.
»Mc. Whing mur.di svara yður því, að þeir
gerðu það af tórnri heimsku — lesendurnir
þar á móti, að þe'r veldu hana af þvf, að hún
væri sriillingur.*
»Snillingtir!« sagði jeg háðslega. »Lesend-
urnir eru alls ekki færir um að dæma um
slíkt.«
»Ha!dið þjer það?« spurði hann og brosti
sem áður. »Pað má þá he ta merkilegt, að alt,
sem fram úr skarar í listum og bókmentum,
er viðurkent og í heiðri haft, ekki aðeins á
þessu landi, heldur í öllum mentiingarlöndum,
þar sem manneskjurnar hugsa og lesa. Pjer
verðið að muna e't r því, að allir framúrskar-
andi menn og konur hafa ávalt orðið fyrir að-
kasti og ómildum dómum í hfanda lífi, eins
og t. d. Tennyson, seinasta hirðskáldið — það
eru ekki aðrir en niiðlungsmennirnir, sem gum-
að er af. Pað lítur helst út fyrir, að hinn fí-
vísi almannarómur hafi átt þátt í því að útvelja
»snillingana«, því að ritdómendurnir fást aldrei
til að viðurkenna þá, hvað sem tautar, fyr en
almarinarómurinn neyðir þá blátt áfram til þess.
En þegar litið er á. yfirgnæfandi inenningar-
skort og algerða fávisku lesendanna, þá furða
jeg mig á því, kæri Geoffrey, að þjer skuluð
kæra yður nokkuð um, hvað þeir segja.«
Jeg svaraði engu og ásakaði sjálfan mig.
»Jeg er hræddur um, að ungfiú Clare sje
að verða yður til ásteytingar, kæri vin,« sagði
hann, stóð upp, tók blóm úr einni blómkrukk-
unni og sta"lck því í hnappagatið. »1^30 er full-
ilt að erga karlmann að keppinaut í bókment-
unum, en kvenmann getur enginn ráðið við.
Samt sem áður gelið þjer huggað yður við
það, að aldrei verður hun hlaðin lofi, þar sem
þjer — því að svo vel höfum við herra Mc.
Whing í pottinn búið — verðið stórkostleg og
»fágæt uppgötvun* í augum blaðamannanna,
kanske í eina tvo mánuði, því að það er sá
vanalegi umferðartími hverrar »nýrrar sljörnu*
á bókmentahimni nútímans. Alt eru þetta
stjörnuhröp og vígabrandar, eins og Béranger
gamli kvað:«
»les étoiles qui filent.
Qui filent — qui filent — et disparaissent!«*)
»Alí nema — Mavis Clare,« sagði jeg.
»Alveg rjett — alt nema Mavis Oare!« sagði
hann og skellihló og geðjaðist mjer alls ekki
að þeim hlátri. »Hún er fastur punktur á him-
inhvolfinu — eða svo virðist hún vera — sem
lætur sjer nægja sitt afmarkaða svið, en ekki
ljóma heldur neinir vígabrandar kringum hana,
eins og yður, kæri vin, tneð tilstyrk Mc. Whing.
Svei aftan, Geoffrey! Svei þessu fýiukasti yðar!
Að öfunda stúlku! Rað er skammarlegt! Er
konau máske ekki manninum undirgefin? Og
ætti þessi hverfuli frægðarljómi einhverrar konu
að yfiibuga hina háíleygu andagift fimmfalds
miljónara? Ekki nema það þó! Nei, þjer verð-
ið að útrýma þessum dutlungum, Geoffrey,
og setjast heldur að miðdagsverði með mjer.«
Hann gekk hlæjandi út úr herberginu og
enn gramdist mjer hlátur hans. Pegar hann
var farinn, Ijet jeg undan þeirri skammarlegu
og litilmannlegu löngun, sem hafði gripið mig
og ásótt mig seinustu mínúturnar. Jeg settist
við skrifborðið og hrpaði í flýti fáein orð til
r tstjóra nokkurs við fremur ómerkilegt tímarit,
mann, sem jeg hafði þekt áður og unnið hjá.
Hann hafði fengið v.tneskju um breyttan efna-
hag minn og áhrifamiklu stöðu og þóttist jeg
viss um, að hann væri fús til að gera mjer
greiða, ef hann gæti. Jeg setti »einkamálefni«
á brjefið og var efni þess að biðja hann að
taka í næsta hefti tímariísins nafnlausa, magn-
aða skammargrein uin nýjustu sögu ungfiú
Mavis Oare, »Deiluefni« að nafni.
(Framh ).
*) Stjörnur, sem hrapa — hrapa — og hverfa.