Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Blaðsíða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
77
segja það, að jeg sje ekki velkominn til ætt-
ingja minna?«
»Með leyfi, náðugi herra, jeg hefi aðeins
gert mjer þetla svona í hugarlund, svo það er
óþarfi að eyða að því fleiri orðum. En svo
mikið er mjer óhætt að segja, að hann faðir
M’Grath, sem er skriftafaðir minn, er ekki stór-
hrifinn af yður. Í gær bað hann mig að muna
eflir því, að borga sér það, sem hann ætti hjá
mjer, en hlaupa ekki á burtu stórskuldugur
eins og hann Terence O’Brian hefði gert. Hann
hefði farið í sjóherinn og hvorki borgað skyrt-
ur sínar, skó nje sokka, nje yfir höfuð neitt.
Mundi hann eins áreiðanlega enda æfi sína í
gálganum eins og hinn heilagi Patric hefði
synt yfir Liffey með höfuðið undir hendinni.*
»Fjandinn hafi föður M’Grath með húð og
hári!« hrópaði jeg. »Pað er alveg óhætt að
brenna mig Iifandi, ef jeg skal ekki hefna mín
geypilega á þeim þorpara!*
Nú vorum við komnir heim að húsdyrum
föður míns. Jeg borgaði frska þorparanum öku-
launin, stökk ofan úr vagninum og æddi inn í
stofuna. Par voru fyrir foreldrar mínir og syst-
kini að undanteknum Tim, sem lá rúmfastur
eins og ökumaður sagði, og dó hann daginn
eftir. Par var líka faðir M’Grath. Pegar móðir
mín sá mig, hljóp hún upp um hálsinn á mjer,
hágrátandi; þurkaði hún svo af sér tárin eftir
stundarkorn og settist niður aftur. Hin þögðu
öll eins og steinn og sögðu ekki svo mikið
sem »sæli nú!«
»Petta hlýtur að vera einhver misskilniugur,«
hugsaði jeg með sjálfum mjer, en sagði þó
ekkert.
»Skammastu þín ekki, Terer.ce O’Brian!*
hrópaði faðir minn svo.
»Skammastu þín ekki, Tererce O’Brian!®
orgaði faðir M’Grath.
»Skammastu þín ekki, Terence O’Brian!*
grenjuðu öll systkini mín einum munni, en
vesalings mamma bar svuntuhornið upp að
augunum og mælti ekki orð.
»Nei! Fjandakornið sem jeg skammast rnín
allra minstu ögn sjálfs mín vegna, en þeim
þeim mun meira ykkar vegna fyrir það, að
taka svona á mófi rnjer. Hvað á það að þýða,
má jeg spyrja?< hrópaði jeg.
»Hafa þeir ekki tekið báðar kýrnar mínar
fyrir fötin, sem þú fjekst, þorparinn þinn!«
hrópaði faðir minn.
»Og hafa þeir ekki tekið alt heyið fyrir
sokka þína og skó!« grenjaði faðir M’Grath.
»Og hafa þeir ekki tekið grísinn okkar fyrir
ljóta hattinn, sem þú ert með!« kallaði elsta
systir tnín.
»Og hafa þeir ekki tekið öll hænsnin mfn
fyrir rýtinginn þinn,« vældi önnur.
»Og öll bestu húsgögnin okkar fyrir hvítu
skyrturnar þínar og svaita hálsbindið!« öskraði
Murdock bróðir minn.
»Og höfum við ekki öll verið að drepast
úr sulti síðan!« hrópuðu svo öll í einu.
»Ó! guð minn góður!« andvarpaði móðir
mín.
»Fari þeir allir fjandans til!« hrópaði jeg,
þegar loks varð hlje á hjá hinum. »Mig tekur
þetta alt mjög sárt, en þetta er þó ekki mjer
að kenna. Varst það ekki þú sjálfur, faðir sæll,
sem sendir mig í sjóherinn?«
»Já, það gerði jeg reyndar, bófinn þinn; en
Iofaðir þú ekki — eða loíaði jeg ekki þín
vegna, að þú skyldir borga alt þetta með fyrstu
skipstökulaununum þínum? Og hvar eru þau?
Svaraðu Terence O’Brian!*
»Hvar eru þau!« át jeg eftir. »Pau eru þar
sem næstu jól eru, þau eru ókomin ennþá, en
það kann að vera von á þeim.«
»Tala þú við hann, faðir M’Grath,« sagði
faðir minn.
»Er þetta nú ekki alt saman lýgin úr þjer,
Terence 0’Brien?« sagði klerkutinn. »Komdu
með peningana!«
»Nei, það er ekki lýgi, faðir M’Grath. Og
þó yður þóknaðist að deyja á morgun, þá
má fjandinn eiga þann túskilding, sem jeg á
til að láta klingja við legstein þinn mjer til
velferðar, að undanskildum þessum þrem eða
fjórum silfurpeningum, sem þið hér með getið
hirt og skift á milli ykkar,* og um leið grýtti