Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Blaðsíða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
83
stóð löng grein, þar sem mjer var líkt við
Aeschyllas og Shakespeare í sameiningu, bókin
talin vænleg og merkileg og stóð fangamark
Davíðs Mc. Whing undir greininni. Mig lang-
aði til að lúberja þeanan lærða Skota, sem
auðvitað hafði þegið mútur. Og sama kvað
við úr öllum áttum. Jeg var kallaður >snilling-
ur nútímans« — >vonarstjarna komandi kyn-
slóða« — besti, fyndnasti og fjölhæfasti rit-
'nöfundurinn, sem nokkurn tíma hefði dýft
penna í blekbyltu — og auðvitað hafði Mc.
Whing »uppgötvað« mig! Ressi fimm hundr-
uð pund, sem gengu til »velgerðastofnunar«
hans, höfðu skerpt svo mjög hans andlegu
sjón, að hann sá mig skína skært á bókmenta-
himninum löngu áður en nokkur annar kom
auga á mig. Blaðamennirnir fetuðu auðsjáan-
Iega í »fótspor« hans, því að enda þótt þeir
— að minsta kosti ensku blaðamennirnir —
þiggi engar mútugjafir, þá sjá þó blöðin sjer
altaf hag í álnarlöngum auglýsingum.
Auk þess tóku aðrir bókmentaskörungar að
senda mjer þessar greinar, þegar Mc. Whing
fór að geta um »uppgötvun« sína á þann dul-
arfulla hátt, sem honum var eiginlegur. Jeg
skildi hálfkveðna vísu — skrifaði þeim um
hæl, þakkaði þeim fyrir og bauð þeim til mið-
dagsverðar — einn þeirra orti Iofdrápu um
mig seinna — og þegar við stóðum upp frá
borðum, sendum við tvo af þessum speking-
um, sem voru orðnir þjettkendir, heim til sín,
Ijetum Amíel fylgja þeim og hjálpa þeim út
úr vagninum við götudyr þeirra.
Fiægð mín fór dagvaxandi og London fór
að »tala« um mig, eins og jeg hafði sagt, að
hún mundi gera. Þessi gríðarmikla höfuðborg
skrafaði um mig og bókina mina á sinn ein-
kennilega og hispurslausa hátt. »The upper
ten« gengu í lestrarfjelögin, en þau fengu ekki
nema tvö eða þrjú hundruð eintök til að full-
nægja eftirspurninni. Þetta urðu þau samt að
•áta sjer nægja, og ljetu fjelagsmenn bíða í
fimm eða se\ vikur þangað til að þeir þreylt-
ust að spyrja eftir bókinni og gleymdu henni
svo alveg. Annars kærðu lesendur sig lítið um
mig, að Iestr2rfje'ögunum undanskildum. Eftir
öllum auglýsingunum að dæma, skyldu menn
hafa ætlað, að allir, sem vildu »teljast með
mönnum,« væru sólgnir í þessa »framúrskar-
andi ritsmíð,« en svo var þó eklci. Menn mint-
ust á mig sem hinn »mikla miljónara,« en
þeir skiftu sjer ekkert af tilraunum þeim, sem
jeg gerði til þess að afla mjer álits í bókmenta-
heiminum. Vana kveðjan, hvar sem jeg kom,
var þessi: »Pjer hafið samið skáldsögu, er það
ekki? Pað er merkilegt uppátæki af yðurU og
svo hlógu þeir. »Jeg er annars ekki farinn að
lesa hana enn — get varla gefið mjer tima til
þess — jeg verð að fá hana í Iestrarfjelaginu.«
Auðvitað voru þeir margir, sem aldrei spurðu
eftir henni, með því að þeir hjeldu, að hún
væri ekki þess virði að eyða tíma sfnum til
þess að lesa hana. Jeg hafði fengið hin bestu
meðmæli í blöðunum, bæði fyrir tilstyrk pen-
inga minna og áhrif Rímanez, en samt komst
jeg að því, að almenningur les aldrei með-
mæli eða ritdóma. Nafnlausa greinin mín um
bókina eftir Mavis Clare gerði henni því ekkert
mein, þó að henni væri haldið á lofti í tíma-
ritinu. Það varð árangurslaus árás, því að allir
litu upp til þessarar konu eins og einhverrar
æðri veru, allir gleyptu bók hennar í sig, dáð-
ust að henni og hún seldist þúsundum saman,
enda þótt hún hefði engin meðmæli eða skrum-
auglýsingar við að sfyðjast. Engan grunaði, að
jeg hefði skrifað þessa grein, sem jeg nú skal
játa að var ekkert annað en skammarlegur út-
úrsnúningur og hártoganir — engan nema
Rímanez. Tímaritið, sem greinin stóð í, var
eitt með stærri tímaritunum og mátti sjá það í
öllum klúbbum og lestrarfjelögum. Einu sinni tók
Rímanez tímarit þetta og fann greinina undir
eins.
• Retta hafið þjer skrifað,« sagði hann og
leit á mig. »Það hlýtur að hafa verið yður
sannarlegur Ijettir.*
Jeg svaraði honnm engu.
Hann hjelt áfram að lesa greinitia og mælti
ekki orð frá munni. Því næst lagði hann tíma-
ritið frá sjer og horfði forvitnislega á mig.
n.