Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 6
84
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
»Sumir menn eru svo gerðir,« sigði liann,
»að ef þeir hefðu verið í örkinni hans Nóa,
sem sagt er frá, þá hefðu þeir skotið dúfuna
með olíuviðarlaufið í nefi sjer, þegar þeir sáu
hana svífa yfir vötnunum. Þjer eruð einn þeirra
manna, Geoffrey!*
»Jeg finn ekki merginn í þessari eflirlíkingu,«
sagði jeg.
»Finnið þjer hann ekki? Hvað hefir þessi
Mavis Clare gert yður? Pað stendur alt öðru-
vísi á fyrir yður. Þjer eruð miljónari, en hún
vinnur baki brotnu og er algerlega bundin við
ritstörf sín, til þess að geta haft i sig og á,
en þjer, sem ekki vitið aura yðar tal, gerið
samt alt sem þjer getið til þess að hnekkja
atvinnu hennar. Er yður nokkur sómi að því?
— og jafnvel þótt yður falli bók hennar ekki
í geð, þá þurfið þjer samt ekki að viðhafa
móðgandi orð um hana sjálfa, eins og þjer
gerið í þessari grein. Pjer þekkið hana alls
ekki — hafið aldrei sjeð hana — —«
»Jeg hata þessar blásokkur, sem eru að fást
við ritstörf,« svaraði jeg.
»Vegna hvers? Vegna þess, að þær geta
sjálfar haft ofan af fyrir sjer? Viljið þjer, að
þær sjeu allar þrælbundnar við fýsnir karlmanns-
ins og ástríður? Pað er óskynsamlegt, kæri
Geoffrey. Ef þjer viljið játa að þjer sjeuð öf-
undsjúkur gagnvart þessari konu og getið ekki
unt henni frægðarinnar, þá skil jeg yður, því
að öfundin er reiðubúin að heimta líf manns,
bæði með rýtingnum og pennanum.
Jeg svaraði engu.
»Er bókin svona auðvirðileg, eins og þjer
lýsið henni?« spurði hann eftir stundarkorn.
»Jeg býst við að sumir dáist að henni,«
svaraði jeg ólundarlega, »en jeg geri það
ekki.«
Petta var nú ekki satt og það vissi hann
auðvitað. Jeg fann til megnustu öfundar út af
þessu riti Mavis Clare og það eitt út af fyrir
sig, að Sibyl Elton hafði lesið bók hennar áður
en henni datt í hug að líta á mína bók, dró
auðvitað ekki úr þeirri öfundsýki.
»Nú-jæja,« sagði Rímar.ez brosandi, þegar
hann var bú'nn að lesn g'e’n mína á enda.
»Jeg segi ekki annað en það, að þetta gerir
Mavis Clare ekki minstu vitund. Pjer hafið
ekki hitt markið, kæri vin! Lesendurnir segja
bara: En sú forsmán! og sækjast eftir bók
hennar nreira en nokkru sinni áður. Og hvað
har.a sjálfa snertir, þá er hún glaðlynd að eðl-
isfari og hlær bara að þessu. Pjer verðið endi-
lega að kynnast henni við tækifæri.«
»Jeg hefi enga löngun til þess,« svaraði jeg.
»Má vel vera, en þjer komist varla hjá því,
þegar þjer seíjist að á Willowsmere Court.«
»Pað ber engum skylda til þess að kynnast
öllurn nágrönnum sínum,« sagði jeg.
»Yður lætur sannarlega vel að vera auðug-
ur,« svaraði hann. »Pjer fylgist vissulega með
tímanum, þegar þess er gætt, að ekki er ýkja
langt síðan að þjer voruð umkomulaus rithöf-
undsgarmur, sern ekki áttuð eyris virði! Ef
einn maður öðrum fremur vekur undrun mína
og aðdáun, þá er það sá maður, sem lætur
aðra kenna rækilega á auðvaldi sínu, og hreyk'v
sjer eins hátt og hann gæti mútað sjálfum
dauðanum og keypt sjer góðvild skaparans.
Slík og þvílík dæmalaus frekja og hroki! —
Pótt jeg sjálfur sje auðugur og meira en það,
þá er jeg einhvern veginn svoleiðis gerður, að
jeg get ekki borið auðinn utan á mjer — jeg
heimta gáfur ekki síður en gull — og hugsið
þjer yður það, að á ferðum mínum víðsvegar
um heiminn hefir mjer hlotnast sá sómi, að
vera álitinn fátækur. Slíkt getur aldrei hent
yður — þjer eruð auðugur og berið það líka
með yður!«
»En þjer!« sagði jeg með talsverðum ákafa.
»Vitið þjer, hvað skín út úr yður? Pjer segið
að jeg beri ríkidæmið utan á mjer, en vitið
þjer, hvað skín úr augnaráði yðar, úr sjerhverri
hreyfingu yðar?«
»Nei, það hefi jeg enga hugmynd um,« svar-
aði hann brosandi.
»Fyrirlitning á okkur öllum!« svaraði jeg.
»Takmarkalaus fyrirlitning — jafnvel á mjer,
sem þjer kallið vin yðar. Jeg segi yður það í
einlægni, Lúcíó, að stundum finst mjer að þjer