Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Side 7
NÝAR KVLDÖVOKUR.
85
fyrirlítið mig, þrátt fyrir ailan okkar kunning-
skap, og jeg get hugsað, að þjer gerið það-
Rjer ertið fágæt persóna og óvenjulega fjöl-
hæfur og vel gefinn, en þjer getið ekki búist
við að allir menn sjeu jafn ósnertanlegir, jafn
kærulausir um líðanir náungans eins og þjer,«
Hann hvesti á mig augun.
»Búist við?« sagði hann. >Jeg býst alls ekki
við neinu — af þessum manneskjum, kæri vin.
Þvert á móti eru það manneskjurnar — að
minsta kosti þær, sem jeg þekki — sem búast
við einhverju af mjer — og þær fá það líka,
oftastnær. Og hvað það snertir, að jeg fyrirlíti
yður — nú, hefi jeg ekki margsinnis sagt, að
jeg dáist að yður? Og það geri jeg sannar-
lega! Mjer finst það undravert, hve íljótt þjer
náið hátindi frægðarinnar, upphefð og met-
orðum.«
»Frægð!« svaraði jeg gremjulega. »En hvern-
ig hefi jeg öðlast hana og hvers virði er hún?«
»Það er alt annað mál,« svaraði hann. »Ó-
sköp tná það vera leiðinlegt fyrir yður, Geof-
frey, að hafa svona viðkvæma samvisku. — Pað
er auðvitað, að engin frægð er sjerlega mikils
virði nú á dögum. — Nú er engin fornaldar-
frægð, heldur hjeraðasamur heiður. En frægð
yðar á fullan rjett á sjer, sjeð frá almennu við-
skiftasjónarmiði og frá því einu líta allir á alt.
Pjer verðið að minnast þess, að enginn gerir
neitt af ósjerplægni nú á dögum — það mál-
efni er ekki til, sem ekki á dýpstu rætur sínar
í eigingirninni, hversu gott og göfugt sem það
kann að sýnast. Hafið þetta hugfast og þá
mun yður skiljast, að þjer hafið öðlast frægð
yðar á fullkomlega heiðarlegan hált. Pjer hafið
ekki »mútað« hinum ómútanlegu ensku blöð-
um — það gátuð þjer ekki. Pað væri líka
ómögulegt, því að þau eru hrein og óflekkuð
°g byggjast á stórheiðarlegum grundvallarregl-
um. Pað blað er ekki til á Englandi, sem tæki
við þóknum fyrir meðmælagrein — ekki eitt
einasta!« — Hann glolti háðslega. »Nei, það
eru bara útlendu blöðin, sem eru svo spilt —
eða svo segja ensku blöðin. John Bull horfir
með ógn og skelfingu á þá blaðamenn, sem
vegna fátæktar s:nna teyna að kría sjer út e'n-
hverja aukagetu með því að lofa eða lasta ein-
hvern eða eitthvað. Hann hefir ekkert af slík-
um blaðamönnum að segja — hamingjunni
sje lof. Blaðamenn hans eru »dygðum prýddir«
og vilja heldur sætta sig við eitt pund á viku en
þiggja tíu fyrir »að gera einhverjum greiða.«
Vitið þjer, Geoffiey, hverjir verða hinir fyrstu
rjettlátu, sem svífa til himins með söng og
básúnuhljómi á degi dómsins?«
Jeg liristi höfuðið, hálfgramur og háifánægður.
»Jú, það verða allir ensku blaðamennirnir
— ekki þeir útiendu,« sagði Lúcíó hátíðlega,
»og vegna hvers? — Vegna þess, að þeir eru
svo góðir, svo rjettlátir og svo hleypidóma-
lausir! Hinir útlendu stjettarbræður þeirra fara
allir til Helvítis — en Bretarnir ganga fagn-
andi um gullin stræti og syngja Hallelúja! Jeg
segi yður satt, að jeg skoða yfirleitt enska
blaðamenn sem ráðvendni og rjettvísi — þeir
ganga næst klerkdóminum sem verðir dygð-
anna og haldendur hinna þriggja múnkaheita:
að lifa í fátækt, skírlífi og auðsveipni.* Augu
hans tindruðu af naprasta háði og hjelt hann
svo áfram: »Pjer megið vera ánægður, Geof-
frey,« sagði hann. »Pjer hafið unnið yður til
frægðar á heiðarlegan hátt og það er aðeins
fyrir mínar aðgerðir, að þjer hafið komist inn-
undir bjá ritdómara, sem skrifar í eitthvað tuttugu
tímarit og hefir vald yfir öðrum ritdómurum,
sem skrifa í önnur tuttugu. Nú-nú! Pessi rit-
dómari er heiðarlegur* og ráðvandur maður —
eins og allir ritdómarar, og hefir yndi af því
að rjetta bágstöddum rithöfundum hjálparhönd,
og þjer verðið að játa, að það er gott og göf-
ugt starf. Jeg skrifaði mig — af einskærri mann-
úð — fyrir fimm hundruð pundum til þessarar
»líknarstarfsemi«. Herra Mc. Whing varð tnjög
hrifinn af þessu göíuglyndi mínu og ætlar
nú að »gera mjer jajenustu« í staðinn. Ritstjór-
ar blaðanna, sem hann skrifar í, álíta hann
hygginn mann og skynsaman, og þeir vita
ekkert um þessa »líknarstarfsemi« og ekki held-
ur um ávísunina, og þess gerist heldur engin
þörf, að þeir viti neitt um það. Pessu er öllu