Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Ö9
Pjeíur Simple.
Eftir kaptein Marryat.
(Framh).
Rað er því ekki að orðlengja það, að jeg sendi
heim hvern einasta tuskilding, að undanskildum
málanum mínum, sem var rúm 30 pund. Og
aldrei á æfi minni hefir mjer verið Ijettara í
skapi, en þegar jeg var búinn að koma pen-
ingunum í póst og var laus við þá. Jeg skrif-
aði föður mínum nokkrar línur með pening-
unum og voru þær á þessa leið:
Háttvirti faðir!
Síðan fundum okkar bar saman, sællar
minningar, þegar þú kastaðir stólnum í höf-
uð mjer, en mistir titlingsins, en hittir krák-
una, hefi jeg verið dauður og grafinn, en
líður nú vel — lof sje guði. Hefi jeg nú
enga þörf fyiir syndakvittun föður M’Grath’s.
— Fjandinn hirði hann! En það sem mest
er um vert: Jeg hefi nú, alveg nýverið,
fengið dálít 1 skiptökulaun — þau fyrstu, er
mjer hefir hlotnast síðan jeg kom í þjónus'u
Hans Hát gnar. Sendi jeg þjer þau nú hjer
með — hvern einasta eyri — til þess að
þú getir nú aftur náð í kýrnar þínar, grís-
inn og fleira, sem þú hefir orðið, mín vegna,
að láta af hendi, Jeg vona nú fastlega, að
þú segir mjer nú ekki lengur »að skammast
mín,« en »skammist« þín þeim mun meira
sjálfur fyrir það, að úthúða, eins og þú
gerðir, hinum hlýðna syni þínurn, er þín
vegna og eftir þinni skipan gekk í herþjón-
ustu og hefir þar af leiðandi ekki bragðað
almennilega kartöflu sðían.
Seg þú móður minni, að jeg sje, enn
sem fyrri, hinn sami O’Brian, sem aldrei
hafi komið til hugar að gerast mótmælandi.
Rvert á móti muni jeg halda sem fastast við
mína feðratrú, En þrátt fyrir það megi
fjandinn sjálfur hirða M’Grath með húð og
hári og alt hans vígsluvatn.
Jeg ætla mjer ekki að heimsækja ykkur aftur,
þar eð vera kynni, að þú hefðir annan stól
á reiðum höndum til þess að reka í höfuð
mjer. Gæti vel svo farið, að þá yrðir þú
hæfnari. Að svo mæltu verður þetta að vera
nóg í þetta sinn frá
þínum elskandi syni
T. O’Brian.
Hjer um bil viku síðar meðtók jeg brjef
frá föður mínum, þar sem hann kvað mig
vera sannan O’Brian, og dirfðist nokkur að
mótmæla því, skyldi hann brjóta í honum hvert
bein. Kvaðst hann hafa fengið peningana með
góðuin skilum, og þakkaði mjer hjartanlega
fyrir. Iiefði jeg hegðað mjer eins og sannur
sæmdarmaður, og næst, er jeg kæmi, skyldi
besti stóllinn vera mjer reiðubúinn, ekki fyrir
hausinn, heldur undir dansinn. Sagði hann sjera
M’Grath senda mjer blessun sína og gefa mjer
hjer með lausn, ekki einungis fyrir drýgðar
syndir, heldur einnig fyrir allar þær syndir, er
jeg kynni að drýgja næstu 10 árin. Kvaðst
hann hafa grátið af gleði yfir minni sonarlegu
ræktarsemi, og öll systkyni mín — að undan-
skyldum Tim, er dáið hefði daginn eftir að
jeg heimsótti þau — óskuðu mjer allra heilla
og ógiynni skiptökulauna ti! að senda þeim.
Retta var nú alt saman blessað og gott. Var
mjer nú einkis vant nema að koma mjer í
skiprúm. Og hvað það sneiti, sneri jeg mjer
til hafnaraðmírálsins og tjáði honum vandræði
mín. Hann viðurkendi það fúslega næga ástæðu
til afskráningar, að vera bæði dauður og graf-
inn, en þar eð jeg mætti nú aftur teljast til
lifenda, kvaðst hann skyldu úlvega tnjer skip-
rúm.
í bráðina var mjer ráðin vist á hæhsskipi
og dvaldi jeg þar í 10 daga. En að þeim
lokuum, fjekk jeg stöðu þá, er jeg nú hefi á
þessari freigátu, og er þá sögu minni hjer með
12