Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Síða 12
90
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
lokið og vökinni með, því nú er hringt til
vökuskifta. Hlauptu nú ofan, Pjetur minn, og
rífðu Robinson upp og segðu honum frá mjer,
að jeg leyfi mjer hjer með að ónáða hann.
Biddu hann einnig að sofna ekki aftur, svo jeg
þurfi ekki, eins og við síðustu vökuskifti, að
Iabba hér um þilfarið og slíta ikósólum mínum
fyrir hann, þvert ofan í allar herreglur.
XIII.
Enn um Iækningar næstráðanda. Saga
bátstjórans.
Nú hölðum við ve ið á varðbergi í sex viktr,
og fanst mjer sjólífið mikið þægilegra en jeg
hafði búist við í fyrstu. Vilji minn var tekinn
í verkastað, og þó jeg gerði stundum glappa-
skot, var svo að sjá, að bæði kapfeinninn og
næstráðandi vissu, að jeg leysti skyldustörfin
af hendi eftir bestu getu; htógu þeir oft dátt
að klaufaskap mínum. Jeg varð þess líka var,
að hjer voru gáfur mínar og hæfileikar haldnir
í betra lagi, þó sifjalið rnitt vildi e:gi við þá
kannast. Sakir þessa óx sjálfstraust mitt með
hverjum deginum, er leið, og jeg vonaði, að
mjer tækist að bæta mjer það upp með ástund-
un og þolinmæði, er náttúran hafði neitað
mjer um.
Efalaust hvetur sjómannalífið til sjálfstæðrar
hugsunar, því nú reyndi jeg til að hugsa og
álykta sjálfur, en meðan jeg var heima, Ijet jeg
aðra hugsa fyrir mig og gerði alt eftir annara
geðþótta.
Jeg kom mjer vel við möíunauta mína, og
vissi tæjilega hvernig líminn leið. Ætla jeg það
hafi stafað af því, að jeg vissi uppá hár hvað
mjer bar að gera, og hver dagurinn var öðr-
um líkur hvað störfin snerti.
Næstráðandi var einn af þeim skemtilegustu
mönnum, sem jeg hefi þtkt, en þiátt fyrir
það, var agi hatis þó altaf jafnstrangur. En
aldiei fór hann yfir leyfileg takmöilc, hvorki
við yfirmenn sína nje þá, er honum voru
undirgefnir. Gáski hans og glaðlyndi kom
einna best í ljós við það, hvemig hann hegndi
fyrir ýmsar yfirsjónir. Og hversu sem hegning
sú kunni að sýnast ströng þeim, er fyrir utðu,
var hún ætíð nægilegt hlátursefni fyrir hina
skipverjana.
Falkon næ.-tráðandi var mjög nákvæmur um
það, að þiifarið væri altaf hreint og fágað,
og ekkert var honum ver við, en ef það var
vísvitandi óhreinkað. Var það sjerstaklega fyrir
þá sök, að honum var svo meinilla við munn-
tóbaksnautn. Víða var hrákadöllum komið fyrir
bæði á þiljum uppi og undir þiljum, svo að
skipverjar skyldu eigi saurga þilfarið nje íbúðir
skipsins með tóbakshrákum, Pað kom þó fyrir,
að sumir gleymdu hrákadöllunum, er mikið
var um að vera, eða þeir voru annars hugar.
En fyrir þá sök, að svo var fyrir mælt, að
enginn fengi rommskamt í þeim klefa, er tó-
bakshrákar fundust, nema þeir segðu til um
syndarann, þá höfðu menn allnánar gætur á
þvi, hver bryti þelta boðorð, því fáir vildu
verða af romminu. Og er uppvíst varð um
sökudólginn, var honum refsað á þessa leið:
Hendur hans voru bundnar á bak aftur og var
því næst heljarstór h ákadallur hengdur á brjóst
honum með því að bregða kaoallykkju aftur
fyrir hálsinn. Voru því næst allir hrákadallar
teknir buitu af neðri þiljum, en maðutinn lát-
inn þramma fram og aflur, reiðubúinn að koma
til hvers og eins, er bendingu gaf um, að
hann þyrfti að hrækja. Og svo voru fjelagar
hans ósanngjarnir, að þeir gerðu sjer far um
að skyrpa sem tíðast, er þess kiossberi var á
feiðnni. Peim þótti ekki bráðónýtt að láta
hann vera á hvíldarlausum þönum á milli sín,
er þeir þóltust með þurfa. Bátsjórinn, herra
Chucks, hafði skýrt þessa syndaseli og kallað
þá »farand hiákadalla næstráðanda.c
Mjer var skemt á einni dagvökunni, er við
vorum að koma hengirúmunum fyrir í rekkju-
hólfunum á skutþiljunum. Kom þá einn sk'ps-
drengutinn upp með rúm sitt á herðunum.
Gekk hann fram hjá næstráðanda, sem tók þa
eftir þvi, að strákur hafði tóbak í gúlnum.
»Petta er Ijótt að sjá!« sagði næstráðandi.