Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Side 14
92
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
en hann væri kominn undir græna lorfu, fjekk
jeg að heyra söguna. Var saga þessi eigi síður
einkennileg en sú, er O’Brian hafði sagt mjer
um sína æfi, og það hafði hún fram yfir, að jeg
hafði það á meðvitundinni, að hvert atvik og
atburður væri þar sannleikanum samkvæmt.
Fjekk jeg af sögunni greiniiega útskýringu þess,
hvernig stóð á þessum höfðingjabrag, er jafn-
an var á blessuðum bátstjóranum okkar.
Ætla jeg nú að skýra frá helstu atburðunum,
eftir því er hann sagði mjer. Munu menn svo
siðar sjá, hver áhrif þetta æskuæfintýri hans
hafði á líf hans síðar meir.
Hann var sagður bátstjórasonur; en þar Ijek
þó talsverður efi á. Kváðu sumir hann tigins
manns son vera, og hefir hann þá þaðan erft
höfðingjablóðið, er eftir öllu að dæma virt-
ist renna í æðum hans. Korri það snemma í
Ijós, að fyrirmenskubraguiinn væri honum með-
fæddur.
Fjórtán ára gamall var hann drifinn í sjó-
herinn, á freigátu eina. Og ári síðar vildi svo
til, að ungum lávarði, mjög heilsutæpum og
veikluðum, var ráðið far sem foringjaefni með
sama skipinu. Var sú ráðstöfun gerð að ráði
föðurbróður hins unga lávarðar, og var hvísl-
ast á um það, að föðurbróðirinn vildi feginn
losna við piltinn, því þá voru sem sje allar
eignir hans, og lávarðartignin með, honum vís.
Höfðu menn það fyrir satt, að föðurbróðurn-
um þætti það ekki ólíklegt, að sjóvolkið og
breytilegt loftslag mundi hafa þau áhrif á heilsu
hins unga lávarðar, að eigi væri ólíklegt, að
hann kæmi ekki lifandi heim aftur.
Var Chucks nú fenginn sá starfi, að þjóna
lávarðinum á skipinu; gerði hann það með
alúð, svo lávarðinum þótti brátt afarvænt um
hann.
Regar til Möltu kom, veiktist lávarðurinn
hættulega, svo ákveðið var, að senda hann til
Civita Vechia með márisku flutningsskipi. Dó
lávarðurinn á leiðinni þangað, og var líki hans
varpað í öldur Miðjarðarhafsins, þrátt fyrir öfl-
ug mótmæli frá þjóninum, sem fylgst hafði
með húsbónda sinum.
Frá þessum t'ma var svo að sjá, að forlög-
in hefðu veslings Ctiucks að leiksoppi. Lávarc-
urinn hafði arfleitt þjón sinn að öllum fatuaði,
gripum og peningum öllum, er hann hafði
með sjer, og þá einnig, í strangasta skilningi,
einkenn sklæðunum líka; og það voru eirimitt
þau, er síðarmeir ollu láni hans og ógæfu.
Til þess að Ijelta sjer erfiðleikana, er á því
voru að komast til Gibraltar, klæddist hann
einkennisfötum lávarðarins og Ijest vera hann,
til þess að skipstjóri skips þess, er til Gibralt-
ar fór, yrði fúsari á að flytja hann. Ætlaði
hann sjer svo að afsaka þetta neyðarúrræði
fyrir ensku stjórninni, er til Gibraltar kæmi. En
er þangað kom, hafði skipstjórinn tilkynt hafn-
aroddvitanum, að lávarðurinn væri með skip-
inu áður en Chucks kæmist í land. En hafnar-
oddvitinn hafði óðar kunngert landsstjóranum
komu Hans Hátignar, unga lávarðarins A. Hafði
landstjórinn svo hátíðlega boðið honum dvöl í
húsi sínu meðan hann dveldi í Gibraltar.
Rarna var hann því kominn í laglega klípu!
Börðust nú tvö mólstæð öfl um yfirráðin í sál
hans. Annarsvegar hans meðfædda höfðings-
lund, er freistaði hans, en á hinn bóginn ótt-
inn við það, er biði hans, er svikin kæmust
upp. Vann höfðinsglundin sigurinn, svo hann
hjelt áfram að látast vera A. lávarður, bæði í
Gibraltar og eins heima í Plymouth — já,
jafnve! í Lundúnum, er þangað kom.
Hann leit hraustlega út, — mikið hraustlegar
en ungi lávarðurinn hafði gert. Hann hafði
lært af hinum unga lávarði háttu og siðu
aðalsins, og fór nú daglega fram í þeirri ment
af stöðugri umgengni við stórhöfðingja borg-
arinnar. Petta glæsilega líf töfraði hann svo,
að honum var hin mesta hugraun að því að
hugsa til þess, er fyr eða síðar hlaut að
ske, að hann hlyti að sjá á bak öllum dásemd-
um, er lávarðartigninni fylgdu.
Loksins sprakk blaðran í Lundúnum. Föður-
bróðirinn, sem best hafði gengið fram í því,
að drífa lávarðinn í sjóherinn, heimsótti hann
eitt sinn að óvörum, og þekti þá, sem að lík-
indum ræður, hvorugur annan. Og nú rak hvað